Húnavaka - 01.05.2005, Page 154
152
H ÚN A V A K A
heim. Haukur bjó áfram á Skagaströnd eftir að Fjóla féll frá, lauk sínum
vinnudegi á þeim stað og áttí þar sitt ævikvöld, síðustu árin á Dvalarheim-
ilinn Sæborgu.
Menn muna Hauk sent mikinn göngugarp, hann mældi göturnar
gjarnan á hveijum degi ef veður leyfði og hafði raunar lagt sig fram um
það á sinni lífsleið að lifa heilbrigðu lífi, var t.a.m. reglumaður á vín og
tóbak. Hann var áhugamaður um íþróttir og þá sérstaklega fótbolta og
fylgdist með ensku knattspyrnunni af einskærum áhuga auk þess að spila
oftast með þeirn getraunum sem tengjast áðurnefndri knattspyrnu.
Haukur var hress og glaðsinna að eðlisfari, gat verið glettinn og stund-
um stríðinn. Hann var hjálpfús og honum féll aldrei verk úr hendi, vildi
ætíð vera að sýsla eitthvað eða dunda. Var alltaf boðinn og búinn að
hjálpa og þá sérstaklega ef það hafði sett niður snjó. Þá var hann fyrstur
manna út með skóflnna að vopni að hreinsa stéttar, bæði niður við Sæ-
borgu og eins við kirkjuna enda mjög kirkjurækinn maðnr. Mætti hann
stundum snenmia til messu og bauð frani krafta sína til að moka mjöll og
gera messufært í bókstaflegum skilningi. Og það var einmitt við snjó-
mokstnr sem hann gaf upp andann og yfirgaf þennan heim.
Haukur var jarðsunginn frá Hólaneskirkju 24. janúar.
Sr. Magnús Magnússon.
Eva Karlsdóttir,
Syðri-Brekku
Fœdd 31. október 1913 - Dáin 8. febmar 2004
Eva Karlsdóttir var fædd að Efri-Þverá í Vestnrhópi, dóttir hjónanna, Sig-
urðar Karls Friðrikssonar og Guðrúnar Sigurðardóttur. Eva átti 6 al-
systkini, annars vegar þau Sigurð, Ingunni og Friðrik sem eru látin og
hins vegar þau Kristínu, Baldur og Olaf, sem eru lífs. Einnig átti hún tvo
hálfbræðnr, þá Signrð og Jón Vídalín, sem einnig eru báðir lífs.
Eva sleit barnsskóm sínum í foreldrahúsum á Hvammstanga og frá
þeim stundum og þeirn stað átti hún góðar og hlýjar minningar. Hún
hleypti heimdraganum snemma í atvinnuleit í því augnamiði að sjá sjálfri
sér farborða og sem unglingsstúlka var hún víða í vistum og kaupavinnu
um nokkurra ára skeið.
Eva lauk hinni hefðbundnn barnaskólagöngu þeirrar tíðar á miðju
æskuskeiði. Veturinn 1933-34 fór hún hins vegar í Kvennaskólann á
Blönduósi og þar kynntist hún vefnaði og fleiri greinum handavinnu sem
voru henni hugleiknar alla daga upp frá því. Er Kvennaskólavetrinum
sleppti hélt hún suður fyrir heiðar og vann einn vetur á vefstofu í Reykja-
vík.