Húnavaka - 01.05.2005, Page 156
154
H U N A V A K A
Sigurlaug Guðlaugsdóttir,
Asi í Vatnsdal
Fædd 18. júlí 1904 - Dáin 15. febrúar 2004
Sigurlaug var fædd á Skúfi í Norðurárdal í Austur-Húnavatnssýslu. For-
eldrar hennar voru, Guðlaugur Guðmundsson frá Kollugerði á Skaga-
strönd, hjáleigu frá Höskuldsstöðum og Arnbjörg Þorsteinsdóttir er var
af e)4irskum og húnvetnskum ættum.
Sigurlaug ólst upp í stórum systkinahópi á
Sæunnarstöðum á Hallárdal og víðar. Systkini
hennar er lifðu voru: Þorsteinn, er lengi bjó
á Litla-Felli á Skagaströnd, Guðmundur á Ar-
bakka, Sigurður, er bjó lengstum á Hafurs-
stöðum en síðustu æviár sín á Blönduósi,
Olafur, er bjó á Skagaströnd, Sigríður, er
lengst af bjó hjá foreldrum sínum og annaðist
þau í elli þeirra en síðar bjó hún með Hrólfi
Jónssyni, verkamanni á Skagaströnd og As-
laug, er giftist Kjartani Jakobssyni, færeyskum
manni og eru þau búsett í Reykjavík.
Ung að árum fór Sigurlaug til Reykjavíkur
og vann þar við þjónustustörf. Um líkt leyti var hún heitbundin Eggert
Jóhannssyni er var í vinnumennsku hjá Péturínu Jóhannsdóttur og
Lárusi Björnssyni í Grímstungu en hann og Péturína voru systkini. Egg-
ert lést af slysförum á unga aldri og harmaði Sigurlaug hann mjög.
Þann 15. ágúst 1935 gekk hún að eiga Guðmund Jónasson frá
Hvamnti í Vatnsdal. Guðmundur var fæddur á Litla-Búrfelli en ólst upp
frá sex mánaða aldri hjá Sigurlaugu og Hallgrími Hallgrímssyni í
Hvammi er bjuggu þar rausnarbúi. Naut Guðmundur þar í uppvexti sín-
urn góðrar umönnunar í hvívetna.
Þau hjón bjuggu fyrstu búskaparár sín á Kornsá en árið 1940 flytja þau
að Ási í Vatnsdal þar sem þau bjuggu stórbúi allt þar til að dóttir jneirra,
Ingunn og maður hennar tóku við.
Ás í Vatnsdal var um langan aldur í röð stórbýla í Austur-Húnavatns-
sýslu og jafnan vel setinn. Svo var einnig á árum Guðmundar og Sigur-
laugar og er enn í dag. Heimilið var mannmargt og húsráðendur
höfðingjar heim að sækja. Guðmundur maður hennar var sýslunefndar-
maður í Áslireppi um árabil og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum
fyrir sveit sína og hérað. Hann lést árið 1988.
Þau hjón eignuðust þrjú börn en þau eru: Eggert, endurskoðandi á
Blönduósi, Sigurlaug Jóhanna er lést nýfædd og Ingunn, húsmóðir í Ási