Húnavaka - 01.05.2005, Síða 157
H U N A V A K A
155
en maður hennar er Jón Bjarnason, bóndi og oddviti, ættaður úr Reykja-
vík. Eiga þau fjögur börn en þau eru: Guðmundur, Bjarni, Sigurlaug og
Ragnheiður Lauga.
Mörg síðustu æviár gekk Sigurlaug eigi heil til skógar og dvaldi um
langt skeið á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi þar sem hún lést nær
hundrað ára að aldri. Sigurlaug var hógt'ær kona, látlaus í allri framkomu
og hjartahlý.
Utför hennar var gerð frá Undirfellskirkju 25. febrúar.
Sr. Arni Sigurðsson.
Bergljót Björg Óskarsdóttir,
Skagaströnd
Fædd 18. desember 1924 - Dáin 22. febrúar 2004
Bergljót var fædd á Hnappsstöðum á Skagaströnd. Foreldrar hennar
voru, Helga Vilhelmína Sigurðardóttir, fædd á Stóra-Bergi á Skagaströnd
og Oskar Janúaríus Bergsson Laufdal, fæddur á (Björnólfstöðum skv.
Ættum A-Húnv.) Skeggjastöðum í Vindhælishreppi. Helga og Oskar
eignuðust átta börn í þessari aldursröð: Berg-
ljót var elst, þá Sigurbjörg, Sigtryggur, hann
er látinn, Þorsteinn, síðan Osk, hún er látin,
Hreinn, hann er látinn, Asdís, hún er látin.
Helgi var yngstur, haitn er látinn.
Bergljót ólst upp hjá foreldrum sínum og
systkinum á Skagaströnd og þar átti hún öll
sín uppvaxtarár. Um tvítugt flutti hún suður
til Hafnarfjarðar, þar byrjaði hún vinnu sem
húshjálp, síðar vann hún í mötuneyti við
Tryggvagötuna í Reykjavík. Þegar hér er kom-
ið við sögu Bergljótar átti hún dótturina,
Helgu Osk Olafsdóttur.
Til Skagastrandar kom Bergljót aftur með
Helgu Osk og fluttu þær inn til Þorsteins, bróður Bergljótar, sem þá átti
Hnappsstaði.
A Skagaströnd lágu saman leiðir Bergljótar og Gunnars Helga Benón-
ýssonar sem kom frá Siglufírði ásamt föður sínum en faðir hans tók við
vélstjórn Síldarverksmiðjunnar á Skagaströnd.
Bergljót og Gunnar giftu sig árið 1953 og byrjuðu búskap, fyrst í
Herðubreið á Skagaströnd, síðan í Suður-Skála og þá á Mánabraut 1 og
svo seinna Mánabraut 5. Þar áttu þau heimili allt til þess að þau fluttu í
Dvalarheimili aldraðra, Sæborgu á Skagaströnd.