Húnavaka - 01.05.2005, Page 158
156
HÚN A V A K A
Gunnar andaðist þann 29. júlí árið 2003 og urðu því rétt rúmir sex
mánuðir á milli þeirra hjóna.
Bergljót og Gunnar eignuðust fjögur börn sem eru í þessari aldurs-
röð: Benóný Þorsteinn, þá Hilmar Oddur, Sólveig Anna og yngstur er
Bergþór. Dóttur Bergljótar, Helgu Osk, gekk Gunnar í föður stað.
Börnin og barnabörnin voru líf og yndi Bergljótar og áttu hug henn-
ar allan. Heimilið var hennar starfsvettvangur, þó vann hún um tíma í
físki og við ræstingar
Bergljót andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi, þar hafði hún
dvalið um skamman tínia.
Utför hennar var gerð frá Hólaneskirkju 28. febrúar.
Sr Sveinbjörn Einarsson.
Ingibjörg Pálsdóttir,
Blönduósi
Fædd 7. ágúst 1928 - Dáin 24. felmlar 2004
Ingibjörg var fædd á Blönduósi. Foreldrar hennar voru, Jóhanna Alvilda
Olafsdóttir, fædd í Olafshúsi á Blönduósi, dáin 1979. Jóhanna var af ætt
Bólu-Hjálmars og eru ættmenni hennar víða um Húnaþing. Faðir Ingi-
bjargar var Páll Bjarnason, bifreiðarstjóri, fæddur og uppalinn á Stokks-
eyri, dáinn 1968. Páll var sá sem fyrst kom með bifreið á Blönduós og
hann var líka fyrsti atvinnubílstjórinn í sýslunni.
Þau lijón, Jóhanna og Páll, eignuðust tvö börn, Bjarna og Ingibjörgu.
I Olafshúsi var þeirra heimili og þar var heimili Ingibjargar alla tíð.
Sem ung kona réði Ingibjörg sig sem
vinnukona í sveit. Hún leysti af húsmæður á
sveitaheimilum í veikindaforföllum þeirra og
sá um heimilið og þótti hún einkar lagin við
börn. Ingibjörg lærði handavinnu og vefnað
í Tóvinnuskólanum á Svalbarði undir stjórn
Halldóru Bjarnadóttur en Halldóra setti skól-
ann á stofn og rak hann.
Ingibjörg vann um árabil við fatasaum,
meðal annars á saumastofu Sæmundar Páls-
sonar á Blönduósi. Þá vann hún við af-
greiðslustörf, m. a. í Blönduóssbakaríi
Þorsteins Húnfjörð.
Ingibjörg var mikill dýravinur og sinnti af
ánægju blóma- og trjárækt. Hún var einn af stofnendum Skógræktarfé-
lags A-Hún. og vann að skógræktarstarfmu öðru hverju.