Húnavaka - 01.05.2005, Blaðsíða 159
HUNAVAKA
157
Hún átti lítinn bústað eða hús, Geitaból, eins og hún kallaði það og
stóð það á túni hennar, rétt fyrir sunnan bæinn við Svínvetningabraut.
Hún var einkar lagin við að lijálpa kindum við burð. Lengi vel átti hún
sjálf kindur og hafði áður fyrr annast búpening foreldra sinna.
Hjá Sölufélagi Austur-Húnvetninga hafði Ingibjörg unnið í 25 haust í
sláturtíðinni við kjötþvott og önnur störf.
Ingibjörg andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Utför hennar
var gerð 6. mars frá Blönduósskirkju.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
JakobínaJóhanna Thorarensen,
Skagaströnd
Fædd 8. nóvember 1910 - Dáin 6. mars 2004
Jakobína Jóhanna Thorarensen fæddist að Kúvíkum við Reykjarfjörð í
Strandasýslu, dóttir Jakobs Jóhanns Thorarensen kaupmanns frá Kúvík-
um, (f. 1830, d. 1911) ogjónínu Halldórsdóttur frá Melum í Stranda-
sýslu, (f. 1870, d. 1958).
Fljótlega eftir að Jakob, faðir Jóhönnu dó, þá var henni komið í fóstur
hjá hjónunum, Kristni Magnússyni og Höllu
Sveinbjörnsdóttur, sem bjuggu á Kambi við
mynni Veiðileysufjarðar og var hún hjá þeim
hjónum til 6 ára aldurs en þá lést Halla. Þá
tóku við henni hjónin, Halla Júlíusdóttir og
Arni Guðmonsson sem ættaður var frá Kol-
beinsvík. Þaðan í frá ólst Jóhanna upp hjá
þeim ásamt sjö börnum þeirra hjóna. Þessi
uppeldissystkini Jóhönnu eru: Þórhallur Krist-
inn, býr í Kópavogi. Júlíus Guðmundur, lát-
inn. Olöf Jóhanna, látin. Sigurður, býr í
Keflavík. Guðrún Brynhildur, látin. Jóhann
Baldur, býr í Hafnarfirði og Ragna Kristín, býr
í Reykjavík.
Þau Halla og Arni fluttust búferlum á ntilli bæja á Ströndunum, einnig
til Isafjarðar og síðar Kolbeinsvíkur þar sem þau döldu í 15 ár. I hugajó-
hönnu var samt Kambur í efsta sæti. Var því ekki að undra að Jóhanna
hafði liaft það að orðatiltæki áður og æ síðan að tala um Heima að
Kambi. Það leiðir hugann að ljóði Rúnars Kristjánssonar um Kamb og
æskuslóðirnar: