Húnavaka - 01.05.2005, Page 160
158
H U N A V A K A
Lengst og mest er hugur háður
heimaslóða góðri vist.
Nú er Kambur nærri en áður,
njóttu þess af hjartans lyst!
Ylja gömul æskukynni,
allir finna það hjá sér.
Hýrnar yfír Hönnu minni,
hugurinn í vestur fer!
Þar á gömlu og þráðu svæði
þekkjast merkin hvert og eitt.
Þar á hjartað gull og gæði,
góð sem aldrei rýrna neitt!
Um þrítugt fór Jóhanna að heiman til ýmissa starfa, m.a. var hún lijá-
setukona lijá mörgum konum. Síðasta árið sitt fyrir vestan vann hún á
Drangsnesi en að þ\í starfsári loknu eða í byrjun árs 1949 fluttist hún yfír
Húnaflóann til Skagastrandar og settist að hjájúlíusi Arnasyni, uppeldis-
bróður sínum og konu hans, Steinunni Guðmundsdóttur.
Fljótlega eftir að Jóhanna kom til Skagastrandar fór hún að vinna í
frystihúsinu og vann þar raunar þau rúmlega þrjátíu starfsár sem hún
átti á Skagaströnd. í frystihúsinu kynntist hún eiginmanni sínum, Alberti
Haraldssyni, f. 1915, syni hjónanna, Haraldar Nikulássonar og Hólmfríð-
ar Bjarnínu Árnadóttur. Þau trúlofuðu sig 1951 og hinn 29. maí 1955
gengu þau í heilagt hjónaband í Höskuldsstaðakirkju. Hins vegar hófu
þau búskap á Litla-Bergi sama ár og þau trúlofuðu sig og þá þegar var
Jónína móðir hennar komin til hennar og bjó hún hjá þeirn Alberti allt
til dauðadags. Fyrstu tvö árin bjuggu Albert og Jóhanna í íbúð með
tengdaforeldrum hennar á miðhæðinni á Fellsbraut 2 (Litla-Bergi) en
1954 fluttu þau upp í sína eigin íbúð þar sem þau bjuggu alla tíð síðan
meðan Albert lifði en hann lést haustið 1980 og varð þeim Jóhönnu eigi
barna auðið.
Haustið eftir að Albert lést fluttist Jóhanna til skyldmenna sinna í
Sandgerði og bjó þar í tvö ár en þar undi hún sér ekki, einkum vegna
þess að hún gat ekki hafið augu sín til fjallanna, hinna stílfögru Stranda-
fjalla. Hún flutti því aftur norður og fór í íbúð sína á Fellsbrautinni og
bjó |)ar í þrjú ár eða þangað til hún fór í íbúðir aldraðra í Ægisgrund
1985. Þaðan ílutti hún síðan á dvalarheimilið Sæborg og bjó þar síðustu
árin við gott atlæti.
Auk þess að vinna bæði utan heimilis höfðu þau Jóhanna og Albert
um árabil skepnur sér til viðhalds og viðurværis en eftir að Albert féll frá
hætti Jóhanna með skepnurnar og raunar á svipuðum tíma í frystihús-
inu. I allri þessari vinnu heima og að heiman var það iðni og samvisku-