Húnavaka - 01.05.2005, Page 162
160
H Ú N A V A K A
þau brugðu búi 1964. Þegar Addi og Bogga fóru að búa að Sölvabakka
1966 hafði jörðin verið í eyði í tvö ár en þá fóru hlutirnir að gerast. Þau
tíndu saman ærnar sem seldar höfðu verið f'yrir tveimur árum, eins marg-
ar og hægt var að ná í, og svo var farið að byggja upp, fyrst fjós, síðan
fjárhús og hlöður. Túnið var stækkað allt að fjórum til fimm sinnum og
keyptar vélar og heyvinnutæki. Mikið voru foreldrar okkar ánægðir yfir
því að flytja aftur að Sölvabakka en þar bjuggu þau í skjóli Adda og
Boggu það sem þau áttu eftir ólifað.
Addi var fljótlega kosinn í stjórn Veiðifélagsins Hængs og sat þar til
dauðadags. Hans verk voru það að Laxá á Refasveit fór loks að skila arði
dl eigendanna. Hann sat í hreppsnefnd Engihlíðarhrepps og tók þar við
fjallskilastjórn í hreppnum og annaðist hana árum saman af mikilli prýði.
Þá var Addi í stjórn Sölufélags Austur-Húnvetninga. Einnig var hann
meðhjálpari í Höskuldsstaðakirkju.
Hann Addi var ekki bara bróðir minn, hann var líka vinur minn. Eg
enda svo þessi skrif með vísubroti frænda míns, Kristófers Arnasonar.
Grátum ekki góðan dreng,
Guð hefur þurft að fá hann.
Jón Arni var jarðsunginn frá Höskuldsstaðakirkju 19. mars.
Sigurbur Kr. Jónsson.
Jóhann Eiríkur Jónsson,
Beinakeldu
Fœddur 19. ágúst 1921 -Dáinn 21. mars 2004
Jóhann var fæddur á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Hólmfríður
Eiríksdótdr og Jón Guðmundsson, bæði Skagfirðingar og voru þau bú-
sett á Sauðárkróki.
Þau hjón, Hólmfríður og Jón, eignuðust þijú börn í þessari aldursröð.
Stefanía elst, þá Guðmundur Aðalsteinn og Jóhann Eiríkur yngstur. Oll
eru þau látin.
Bernsku- og uppvaxtarár sín átd Jóhann á Sauðárkróki. Hann byrjaði
snemma að leggja til heimilisins og sjá sér farborða. Hann gekk í alla
vinnu sem bauðst, bæði til sjós og lands
Arið 1951 kom hann að Reykjum í Húnavatnssýslu sem vetrarmaður. I
Húnavatnssýslu lágu sarnan leiðir hans og Ingibjargar Eysteinsdóttur frá
Beinakeldu, þau hófu sambúð og giftu sig árið 1954. Um þaö leyti byrj-
uðu þau búskap á Beinakeldu með foreldrum Ingibjargar.
Með búskapnum vann Jóhann í sláturtíðinni hjá Sölufélagi Austur-
Húnvetninga sem fláningsmaður. Arið 1966 gerðist hann starfandi frjó-
tæknir hjá Búnaðarsambandi Austur- Húnavatnssýslu. Nokkrum árum