Húnavaka - 01.05.2005, Page 163
H Ú N A V A K A
161
seinna hættu Jóhann og Ingibjörg öllum búrekstri á Beinakeldu.Hjá
Búnaðarsambandinu vann Jóhann allt til þess er hann hætti störfum, sjö-
tugur. A Beinakeldu átti hann heimili allt til síðasta dags.
Jóhann og Ingibjörg eignuðust þrjá syni.
Eysteinn er elstur, þá Jón og yngstur er Guð-
ráður Björgvin. Af fyrra hjónabandi með Þóru
Friðjónsdóttur átti Jóhann eina dóttur, Rósu
Friðbjörgu.
Jóhann var vel lesinn, ævisögur og ættfræði
voru á hans áhugasviði. Hann var listrænn
teiknaði vel og hafði góða rithönd, hann skar
út í tré og skóf út muni sem eru víða til.
Jóhann hafði ánægju af tónlist, var
söngvinn og einn af stofnendum Karlakórsins
Vökumenn og söng með þeim um langt ára-
bil.
Iþróttir voru eitt af uppáhalds hugðarefn-
um Jóhanns og sjálfur tók hann þátt í íþróttum á sínum yngri árum,
bæði knattspyrnu og kastíþróttum, kringlu, spjóti og kúluvarpi. Fyrst á
Sauðárkróki og síðan með Ungmennafélaginu Hvöt á Blönduósi. Hann
var mikill keppnismaður og alltaf í verðlaunasætum. Jóhann eignaðist
góða vini og kunningja og rækti vel \dnáttu við þá. Hann andaðist á Heil-
brigðisstofnunni á Blönduósi. Utför hans var gerð frá Þingeyrakirkju
þann 27. mars.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Ólafur Pálsson
frá Björgum
Fæddur 3. maí 1924 - Dáinn 26. mars 2004
Olafur Pálsson fæddist á Akureyri, sonur hjónanna, Pálsjúlíusar Sigurðs-
sonar og Ingibjargar Olafsdóttur. Hann var elstur í röð þriggja systkina
en næstur er Sigurður, f. 1925 og yngst er Sigríður Guðný, f. 1927 og eru
þau bæði búsett á Blönduósi. Olafur flutti með foreldrum sínum frá Ak-
ureyri að Björgum í Skagabyggð, eins árs gamall, vorið 1925. Þar bjó fjöl-
skyldan næstu fjórtán árin að undanskildum tveimur árum sem þau
bjuggu á Oseyri á Skagaströnd. Vorið 1939 flutti fjölskyldan að Króksseli
á Skaga. Þar bjó Ólafur síðan með foreldrum sínum en eftir að faðir
hans féll frá 1953 bjó hann með móður sinni allt til ársins 1977 þegar
hann keypti Ytri-Björg á Skaga. Þar stundaði hann búskap allt til 1995
þegar hann keypti sér hús á Blönduósi og flutti þangað í árslok sama ár.