Húnavaka - 01.05.2005, Page 164
162
HU N A V A K A
Skólaganga Ólafs var hefðbundin á fyrri tíma mælikvarða, barnaskóla-
nám í farskóla þeirrar tíðar.
Ólafur lióf snemma að hjálpa til við búskapinn með foreldrum sínum
og stóð síðar meir fyrir búinu ásamt systkinum sínum. Auk þess að
stunda búskapinn af kappi þá vann Ólafur alltaf mikið utan búsins, m.a.
á þungavinnuvélum, s.s. jarðýtum og skurð-
gröfum, hjá Búnaðarsambandi A-Hún. Einnig
stundaði hann grásleppuveiðar á vertíðum
um tA'eggja áratuga skeið ásamt fleirum og var
eftirtekjan oft á tíðum góð þótt að sjálfsögðu
væri ekki alltaf á vísan að róa í þeim efnum
frekar en öðrum.
Ólafur gaf sig allnokkuð að félagsstörfum,
var m.a. í hreppsnefnd Skagahrepps um langa
hríð auk þess að vera gjaldkeri Búnaðarfélags-
ins og sjúkrasamlagsins í sama hreppi.
Ólafur var mikill náttúruunnandi, hafði
yndi af því að vera út í náttúrunni og njóta
þeirrar kyrrðar sem hún hefur upp á að
bjóða. Hann var fús til ferðalaga og hafði gaman af því að sækja landið
heim. Haíði hann gjarnan þann háttinn á að lesa sig vel til um þann stað
sem hann var að fara á í |)að og það sinnið og var því orðinn nokkuð vel
lesinn um landið í heild sinni.
Ólafur var barngóður maður og hlýr með ljúfa lund. Hann hafði mikla
þolinmæði gagnvart börnum og gaf sér alltaf góðan tíma í að miðla reynslu,
fróðleik og góðum venjum frá kyni til kyns, s.s. sögur af mannlífinu á Skag-
anum, uppfræða ungmennin um gang náttúrunnar, biýna fýrir þeim að fara
vel með alla hluti og bera virðingu fyrir mönnum jafnt sem dýrum.
Hann var iðinn og duglegur til allra verka og athafna og laginn í
höndum og sérlega hagur á tré og kom það sér vel í gegnum árin því
víða þurfti að breyta og bæta og mörg er búmannsraunin í þeim efnum
sem öðrum.
Ólafur var jarðsunginn frá Hofskirkju 3. apríl.
Sr. Magnús Magnússon.
Karl Rósinbergsson,
Skagaströnd
Fceddur 16. apríl 1952 - Dáinn 29. mars 2004
Karl Rósinbergsson, eða Kalli Rós eins og hann var gjarnan kallaður
manna á milli, fæddist í Reykjarík, sonur hjónanna, Rósinbergs Gíslason-