Húnavaka - 01.05.2005, Page 165
H U N A V A K A
163
ar, f. 1923 og Maríu Bender, f. 1930. Hann var elstur fimm systkina en
næstur er Leifur, f. 1953, þá Kristín, f. 1955, næstyngst er Guðrún, f. 1959
og loks Hrefna, f. 1964.
Kalli kvæntist 23. september 1972 Steinunni Steinþórsdóttur, f. 1952,
foreldrar hennar eru hjónin Steinþór Carl Olafsson, (f. 1923, d. 1985) og
Guðrún Halldórsdóttir, f. 1928. A milli Kalla og Steinunnar ríkti mikil
og gagnkvæm vinátta alla tíð. Þau liafa verið samrýmd og gengið sam-
huga og samtaka í gegnum gleði og sorgir lífsins.
Kalli og Steinunn eignuðust fjögur börn: Elst er María Rós, f. 1973,
eiginmaður hennar er Hreinn Mikael Hreinsson, börn hennar eru Karl
Aron Bender og Astrós Anna. Næst elstur er Steinþór Carl, f. 1976, sam-
býliskona hans er Bergljót Inga Kvaran. Næst yngstur er Gunnar Dór, f.
1980, unnusta hans er Elfa Björk Kjartansdóttir. Yngst er Karen Peta, f.
1982.
Æskustöðvar Kalla voru á Nesveginum í
vesturbæ Reykjavíkur og í fjörunum þar
þekkti hann hverja steinvölu. Oft stikaði hann
niður á strönd til þess að horfa yfir hafið og
það heillaði svo mjög að hann og bróðir hans
smíðuðu eitt sinn fleka sem þeir sjósettu í
Skerjafjarðarfjörunni og stefndu til hafs. En
fleyið bar þá sem betur fer heim að sama
landi og þeir lögðu upp frá, þannig að ævin-
týrið endaði með gleði. En í það minnsta var
þarna fótmál stigið til framtíðarstarfs því 18
ára byrjaði Kalli á sjó á netabátum og þó hann
hafi ekki haft menntun í vélfræði var hann
alltaf vélstjóri á bátunum.
Kitlli og Steinunn keyptu sína fyrstu íbúð í Reykjavík 1972 og bjuggu
jjar í sex ár eða allt til 1978 er þau fluttu norður á Skagaströnd og
byggðu þar sitt eigið hús að Ránarbraut 1. Kalli vann fyrstu árin á Véla-
verkstæði Karls Berndsen en byijaði svo fljótlega á sjónum á togaranum
og síðar frystitogaranum Arnari. Arið 1996 kom hann í land og vann hjá
Toppneti en eftir rúm þrjú ár fór hann aftur á sjóinn og var búinn að
vera rúm tvö ár á Arnari þegar hann haustið 2002 veiktist alvarlega.
Hann kláraði samt sem áður sína síðustu vakt fárveikur og fljótlega eftir
að hann kom í land og hafði komist undir læknishendur var hann
greindur með krabbamein.
Eftir greininguna tók við löng og ströng lyfjameðferð með öllum þeim
þrautum og þjáningum sem því fylgir. I því ferli öllu sýndi Kalli mikinn
baráttuanda og hver dagur var í raun réttri hetjudáð af hans hálfu. Hann
barðist fyrir lífinu og sigraði hverja sjúkdómsorrustuna af fætur annarri
og hafði sigur að lokum því að í síðustu læknisskoðun kom í ljós að ekk-
ert var lengur í líkama hans sem minnti á sjúkdóminn. Honum hafði því