Húnavaka - 01.05.2005, Page 167
HUNAVAKA
165
dóttur, f. 1938 og eignuðust þau 3 börn en Kristinn átti einn son áður.
Óskar Jens, f. 1950, kvæntur Guðbjörgu Pétursdóttur, f. 1953 og eiga þau
t\’o syni.
Dagný bjó ekki mörg misseri á fæðingarstað sínum því fjölskyldan
flutti fljótlega að Hvammkoti og þar sleit Dagný barnsskónum og
varði bernskuárunum og það var ávallt sá staður sem hún kallaði
„heim“.
Sambúð þeirra Dagnýjar og Jóhannesar
einkenndist af miklum flutningum framan af.
Þau hófu hana upp úr 1930 og bjuggu þá fyrst
á Kaldrana. Þaðan fluttu þau að Kálfshamri,
síðan að Fjalli, þá Spákonufelli, þaðan að
Keldulandi og loks fluttu þau á Skagaströnd
1955 og það var fyrst þá sem þau eignuðust
sitt eigið húsnæði því fram að því höfðu þau
alltaf leigt framantaldar jarðir. A Skagaströnd
bjuggu þau á Sunnuvegi 3 sinn búskap alla tíð
síðan og Dagný áfram eftir að hún missti
mann sinn, þangað til hún varð, vegna slyss,
að flytjast inn á Heilbrigðisstofnunina á
Blönduósi þar sem hún dvaldi síðustu átta
árin.
Skólaganga Dagnýjar var hefðbundin á þeirrar tíðar mælikvarða,
nokkurra vikna farskóli á hverju ári auk skóla lífsins í dagsins iðju og önn
sem seint verður ofmetin. Aður en þau Dagný ogjóhannes hófu búskap
hafði hún starfað við eitt og annað. Auk hinna hefðbundnu sveitastarfa í
æsku þá hafði hún á tímabili unnið við dúnhreinsun úti í Höfnum á
Skaga og farist það vel úr hendi en einnig hafði hún verið matráður á
vertíðum sunnan heiða, bæði í Reykjavík og Keflavík, ásamt systur sinni.
Eftir að þau Dagný og Jóhannes byrjuðu að búa var heimilishaldið og
barnauppeldi að mestu í höndum hennar eins og verkaskipting fyrri
tírna gerði ráð fyrir en auk þess tók hún fullan þátt í bústörfum, þegar
annir á þeim vett\'angi stóðu sem hæst, s.s. sauðburði, heyskap o.fl. Þeg-
ar fjölskyldan bjó á Kálfshamri þá var Dagný einnig með símavörslu
nokkra tíma á dag þannig að það var í mörg horn að líta eins og gefur að
skilja.
Eins og menn þekkja sem lifað hafa tímana U'enna þá var vinnudagur-
inn oft ærið langur áður fyrr ef allt átti að ganga upp og þar var Dagný
engin undantekning. Samt sem áður reyndi hún stundum að gefa sér
tíma fyrir áhugamál. A yngri árum sínum spilaði hún á harmoniku og
stundum á dansleikjum. En hún hafði ekki aðeins gaman af að spila fyr-
ir dansi heldur ekki síður að dansa sjálf og sóttist eftir því á fyrri hluta
æ\i sinnar að komast á dansleiki og iðka danslistina þegar það bauðst.
Þegar aldur hækkaði fór lestur og prjónaskapur að taka nieira rúm tóm-