Húnavaka - 01.05.2005, Page 168
166
H U N A V A K A
stundanna þótt stundum væri prjónaskapurinn hálft í hvoru nauðsynleg
vinna- hluti af heimilishaldinu.
Af störfum Dagnýjar og áhugamálum má ráða að hún var iðjusöm
kona sem lét enga stnnd ónýtta. Hún var umhyggjusöm og þolinmóð
gagnvart Ijölskyldu sinni og öllum sem henni kynntust. Oft var gest-
kvæmt á Sunnuveginum, ekki síst vegna þess að fólk fann velviljann og
jafnlyndið sem stafaði frá húsmóðurinni og barngóð var hún með af-
brigðum og náði oft með sinni góðu framkomu að ávinna sér traust og
virðingu þeirra barna og unglinga sem þóttu í baldnara lagi.
Dagný var jarðsungin frá Hólaneskirkju 1. maí.
Sr. Magnús Magnússon
Þórður Pálsson
frá Sauðanesi
Fæddur 25. desember 1918 - Dáinn 9. júní 2004
Þórður var fæddur í Sauðanesi. Foreldrar hans voru hjónin, Páll Jóns-
son, bóndi þar, er átti ættir sínar að rekja til Skagafjarðar og Sesselja
Þórðardóttir frá Steindyrum í Svarfaðardal. Varð þeim tólf barna auðið
og eru þau í aldursröð þessi: Jón, Páll, Sigrún, Þórður, Gísli, Hermann,
Helga, Þórunn, Ólafur, Anna, Haukur og Rík-
arður. Fimm af þeim systkinunum eru á lífi.
Ungur að árum missti Þórður föður sinn,
fyrirvinnu fjölskyldunnar, en yngsta barnið
var skírt við kistu hans. Vöndust því Sauða-
nessystkin mikilli vinnu í æsku og var móðir
þeirra rómuð fyrir harðfylgi og dugnað.
Þórður settist í Menntaskólann á Akureyri
og lauk jDaðan gagnfræðaprófi en varð að
hætta framhaldsnámi vegna heilsubrests.
Þann 27. maí árið 1944 gekk hann að eiga
Sveinbjörgu Jóhannesdóttur frá Gauksstöðum
í Garði. Stofnuðu þau heimili á Blönduósi og
dvöldu þar um eitt ár, en þar hafði Þórður
verið starfsmaður hjá Kaupfélagi Húnvetn-inga í nokkur ár. Síðan lá leið
þeirra suður í Garð þar sem hann fór á vertíð hjá tengdaforeldrum sín-
um sem ráku þar umfangsmikla útgerð. Vorið 1946 leitar hann norður til
æskuslóða sinna að nýju og hóf búskap í Sauðanesi í félagi \'ið Gísla bróð-
ur sinn. Gátu þeir bræður sér snemma orð fyrir að vera stórtækir ræktun-
armenn og dugmiklir bændur.