Húnavaka - 01.05.2005, Page 169
HUNAVAKA
167
Þau hjón eignuðust fímm börn. Þau eru: Jóhannes, múrarameistari á
Blönduósi, kvæntur Herdísi Einarsdóttur, Sturla, tannlæknir í Sandgerði
en kona hans er Unnur G. Kristjánsdóttir, Sesselja, aðstoðarskólastjóri í
Hólabrekkuskóla í Reykjavík, maður hennar er Ivar Þorsteinsson, Páll,
bóndi í Sauðanesi, kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur og Helga,
bóndi og bókhaldari á Mælifellsá í Skagafirði en sambýlismaður hennar
er Margeir Björnsson.
Snemma voru Þórði falin trúnaðarstörf í þágu sveitar sinnar. Hann sat
í hreppsnefnd Torfalækjarhrepps og var formaður skólanefndar um ára-
bil. Jafnframt var hann farkennari í Torfalækjarhreppi um nokkur ár.
Bjuggu þau hjón í Sauðanesi í 25 ár.
Vorið 1971 brugðu þau búi og fluttu til Hríseyjar. Kenndi hann þar
við Barna- og unglingaskólann um þriggja ára skeið. Síðan fluttu þau til
Blönduóss og var Þórður kennari um tíma við Húnavallaskóla og Grunn-
skólann á Blönduósi. Var heimili þeirra á Melabraut 9 þekkt fyrir gest-
risni og rausn. A Blönduósi sat Þórður nokkur ár í hreppsnefnd.
Þórður unni æskuslóðum sínum mikið, dvaldi þar oftsinnis og stund-
aði silungsveiði í Laxárvatni árum saman. Síðari ár sín lagði Þórður
stund á bókband og var liðtækur í þeim efnum sem öðrum er hanu tók
sér fyrir hendur. Þórður var mikill félagshyggjumaður. Hafði fastmótaðar
skoðanir í hverju máli og tók jafnan málstað þeirra er minnst máttu sín í
þjóðfélaginu.
Þórður missti heilsuna á síðari árum. Tók hann öllum erfiðleikum er
heilsuleysinu fylgdu af hinni mestu karlmennsku og léttri lund til hinstu
stundar. Fram á síðustu stund fj'lgdist hann með búskapnum í Sauðanesi.
Daginn sem hann lést kom hann í Sauðanes. Það fyrsta sem hann gerði
var að spyrja hvort ekki væri farið að slá. Er honum var svarað neitandi,
þá spurði hann: „En verður ekki áreiðanlega farið að slá á morgun?“
Þetta sýnir eigi síst kappsemi hans og dugnað sem hann var alþekktur
fyrir. Hann lést á heimili sínu 85 ára að aldri.
Þórður í Sauðanesi var félagslyndur og góður félagi er ávallt var reiðu-
búinn að leggja góðu málefni lið. Hann var traustur og góður vinur vina
sinna. Hann var góður starfsmaður eins og áður er sagt og trúði á fram-
farir er til heilla horfðu.
Utför hans var gerð frá Blönduósskirkju þann 19. júní.
Sr. Arni Sigurdsson.