Húnavaka - 01.05.2005, Page 171
n U N A V A K A
169
Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir,
Eldjárnsstöðum
Fædd 18. febrúar 1927 - Dáin 27. september 2004
Aðalbjörg var fædd að Eldjárnsstöðum í Blöndudal. Foreldrar hennar
voru hjónin, Guðlaug Hallgrímsdóttir og Sigurvaldi Oli Jósefsson, bænd-
ur að Eldjárnsstöðum.
Þau Guðlaug og Sigurvaldi eignuðust 10 börn sem eru: Sigurlaugjós-
efína, hún var elst og er látin, Jósef, hann er látinn, Hallgrímur, hann er
látinn, Jórunn Anna, hún býr í Reykjavík,
Ingimar, hann er látinn, síðan tvíburarnir,
Georg og Þorsteinn, þeir eru báðir látnir,
Guðrún, hún býr í Reykjavík, þá Aðalbjörg
Signý og yngst var, Rannveig Ingibjörg, hún er
látin.
Sín æsku- og uppvaxtarár átti Aðalbjörg
heima að Eldjárnsstöðum hjá foreldrum sín-
um í stórum systkinahópi. Þar gekk hún að
allri venjulegri sveitavinnu um leið og aldur
leyfði. Hún var nokkur sumur kaupakona í
Holti í Svínadal.
Aðalbjörg giftist Sigurjóni Elíasi Björnssyni
árið 1954 en áður höfðu þau búið saman frá
árinu 1951. Fyrst bjuggu þau í húsmennsku
að Sólheimum í Svínavatnshreppi en seinna keyptu þau Kárastaði í sömu
sveit og bjuggu þar í fímm ár.
Eftir það bjuggu þau tvö ár í Sauðanesi í Torfalækjarhreppi en lengst
að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi eða árin 1959 til 1997. Þá flytur Að-
albjörg aftur að Eldjárnsstöðum, fæðingarstaðar hennar, sem hún bar
alltaf mikla tryggð til.
Aðalbjörg og Sigurjón eignuðust þrjú börn, Sigurvalda og Ki istínu
Birnu. Einnig einn dreng sem fæddist fyrir tímann og lifði ekki nema
nokkra daga.
Aðalbjörg bjó börnum sínum gott heimili. Þess nutu líka öll börnin
senr áttu sveitavist sumarlangt á heimili hennar og er það orðinn stór
hópur í gegnum árin. Hún var ósérhlífin og dugleg, sífellt vinnandi að
heimili sínu og búi. Hennar áhugamál voru börn hennar og fjölskyldur
þeirra, heimilið, búið, skepnurnar og landbúnaðarstörf yfirleitt.
Hún lést að Eldjárnsstöðum og var útför hennar gerð frá Blönduóss-
kirkju 9. október en jarðsett var í Svínavatnskirkjugarði.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.