Húnavaka - 01.05.2005, Side 173
HUNAVAKA
171
samur og fylginn sér, harðduglegur og það var ekki hans háttur að
glúpna eða gefast upp þó móti blési og honum var gefinn sterkur lífs-
vilji.
Utför Benjamíns var gerð frá Fossvogskirkju þann 8. október.
Sr. ÆgirFr. Sigurgeirsson.
Sigurbjörg Sigurðardóttir,
Leifsstöðum
Fædd 3. júlí 1931 -Dáin 6. október 2004
Sigurbjörg var fædd á Leifsstöðum í Svartárdal, dóttir hjónanna, Sigurð-
ar Benediktssonar bónda og Ingibjargar Sigurðardóttur.
Sigurbjörg var )Tigst tólf systkina en fjögur þeirra dóu í frumbernsku.
Þau systkini, sem komust á legg, eru í aldursröð: Soffía, (f. 1917, d.
1968), Guðmundur, (f. 1922, d. 1996), Guðrún Sigríður (f. 1924, d.
1975), Þóra, f. 1925, Sigurður, (f. 1926, d. 1984), Aðalsteinn, f. 1929, þá
Björn, (f. 1930, d. 1988) og loks Sigurbjörg
sjálf.
Sigurbjörg ólst upp í foreldrahúsum á
Leifsstöðum og bjó þar alla tíð síðan. Þegar
hún var sjö ára gömul veiktist hún af heila-
himnubólgu og hafði það mikil áhrif á að-
komu hennar að lífinu alla tíð síðan, bæði
störfum og leik. Meðal annars átti hún erfitt
með að draga til stafs og vinna sig í gegnum
lesmál. Þegar foreldrarnir féllu frá bjó hún
með bræðrum sínum, Sigurði, Aðalsteini og
Birni og tók þátt í húsfreyjustörfunum um
tveggja áratugaskeið eftir því sem heilsa og
kraftar leyfðu hverju sinni. Eftir að Sigurður,
bróðir Sigurbjargar og María Steingrímsdótdr hófu sambúð bjó Sigur-
björg hjá þeim í góðu yfirlæd og atlæti. Þar naut hún kærleiksþjónustu af
þeirra beggja hálfu á meðan Sigurður lifði en efdr hans dag eða síðustu
tuttugu árin var María liennar stoð og stytta í gegnum dagsins önn. Sér-
staklega þó, síðustu sex árin, eftir að kölkunarsjúkdómurinn fór að herja
á af meiri krafd en það hafði þau áhrif að allar hreyfmgar urðu kvala-
fyllri og erfiðari. Hins vegar var meðulum beitt til þess að gera henni líf-
ið eins bærilegt og kostur var.
Þótt sjúkdómur sá, sem Sigurbjörg fékk í æsku, hafi gert það að verk-
um að hún hafi átt erfitt að vinna með lestur og skrift, þá kom það þó
ekki í veg fyrir að hún lærði það sem eyrað nam. Munnmælasögur og