Húnavaka - 01.05.2005, Side 175
H U N A V A K A
173
verknáms. Hann stundaði tvo vetur almennt nám í Iðnskólanum í
Reykjavík. Hann nam af Haraldi Jóhannssyni frá Hnjúki, gullsmiði á
Blönduósi en einungis í stuttan tíma því að Hallgrímur féll frá og lauk þá
iðnnámi Bjarna. Bjarni var góður námsmaður, hafði alltaf gaman af nýj-
ustu tækni, fylgdist vel með breydngum og vildi tileinka sér nýjungar. Vél-
ar, tölvur og tækni voru mikið áhugamál hans. Trjárækt og ræktun voru
á lians áhugasviði, auk þess að grúska í bókum. Hann hafði áhuga fýrir
tungumálum og lagði stund á tungumálanám í bréfaskóla.
Haustið 1958 hóf Bjarni vinnu við afgreiðslustörf hjá Pósd og síma á
Blönduósi. Jafnframt því að vera í afgreiðslunni var hann staðgengill
stöðvarstjóra í afleysingum. Veturna 1977 -1978 fór hann í Póstmanna-
skólann og varð síðan yfirpóstafgreiðslumaður. Hjá Póstinum vann hann
til starfsloka eða til 67 ára aldurs. Reyndar leysti hann stöðvarstjóra af
eitt ár eftir það.
Bjarni andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Utför hans var
gerð frá Blönduósskirkju 23. október.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Stefaníajóhanna Guðmundsdóttir,
Blönduósi
Fædd 5. apríl 1934 -Dáin 13. desember 2004
Lífsganga Stefaníu Jóhönnu Guðmundsdóttur hófst á fjórða áratug tutt-
ugustu aldar. Hún var fædd á Hróaldsstöðum í Vopnafirði, dóttir hjón-
anna, Guðmundar Björnssonar bónda og síðar símaverksstjóra, fæddur á
Þorláksmessu fvrir tæpum hundrað árum, dáinn 1974 og Olafar Onnu
Stefánsdóttur húsfreyju, (f. 1897, d. 1969). Stefanía var yngst sex systk-
ina en þau eru í aldursröð: Sigurbjörg, (f. 1926, d. 1988), Sólveig, f. 1927,
Sigurður, f. 1929, Björn, f. 1930 og Valborg Stefanía, (f. 1932, d. 1994).
Stefanía átti sín frumbernskuár á Hróaldsstöðum en þegar hún var í
kringum fimm ára aldurinn flutti hún ásamt fjölskyldu sinni út í þorpið
á Vopnafirði þar sem hún ólst upp fram á unglingsár og stundaði þar
sína barnaskólagöngu. Upp úr hálfn ítugu flutti hún suður til Reykjavík-
ur og fór að vinna fyrir sér í fiski og seinna sem starfsstúlka á Kleppsspít-
ala um árabil. Þaðan fór hún til starfa í þvottahúsi A. Smith þar sem hún
vann í tæpa tvo áratugi og raunar tvo síðustu áratugi starfsævi sinnar.
A starfstímanum á Kleppsspítalanum kynntist hún eftirlifandi eigin-
manni sínum, Þorsteini Frímanni Sigurgeirssyni flugmanni frá Blöndu-
ósi, f. 29. júní 1934. Þau gengu í hjónaband eftir vorjafndægur 1958.
Stefanía og Þorsteinn eignuðust fimm börn saman en fyrir átti Stefan-
ía einn son, Tryggva Ingvar Olafsson, f. 1954. Maki hans er Ragnhildur