Húnavaka - 01.05.2005, Síða 176
174
II U N A V A K A
Rún Elíasdóttir og eiga þau þrjú börn; Kristján Hólm, Kötlu Ingibjörgu
og Ólaf.
Börn Stefaníu og Þorsteins eru í aldursröð: Fyrstur er Guðmundur
Frímann, f. 1960, maki hans er Þórhalla Bóasdóttir og eiga þau þrjú
börn; Torfa Pálmar, Þórð Vilberg og Stefaníu Hrund. Barn Guðmundar
og Grétu Sjafnar Guðmundsdóttnr er Þorsteinn Frímann.
Önnur er Torfhildur Guðrún, f. 1961, maki hennar er Hlynur Óli
Kristjánsson og eiga þau Qögur börn; Jónas
Torfa, Kiistján Halldór, Hildi Hlín og Irisi
Rós.
Þriðja er Ólöf Asta, f. 1963, maki hennar er
Ki istján Örn Kristjánsson. Þau eiga tvö börn;
Eydísi Stefaníu og Þorstein Hermann. Barn
Ólafar og Birgis Ellertssonar er Ellert Stefán.
Fjórði er Sigurgeir Orri, f. 1965, maki er
Sigurbjörg Guðmundsdóttir, synir þeirra eru
Þorsteinn Frímann og Guðmundur Orri.
Fósturdóttir Sigurgeirs er Sigurbjörg Díana.
Fimmta er Jóhanna, f. 1967, maki hennar
er Hermann Kristinn Bragason en börn
þeirra; Asdís Birna og Kristinn Freyr.
Eins og gefur að skilja á stóru og barnmörgu heimili þá tekur heimil-
ishaldið og barnauppeldið drjúgan tírna og mikla orku. I öllu því starfí
stóð Stefanía vakt sína með sónia. Hún var dugleg í öllu því sem hún tók
sér fyrir hendur og hélt heimilinu ávallt hreinu og snyrtilegu og voru
þau hjónin raunar samhent um snyrdmennskuna.
Stefania hafði gaman af ferðalögum og ferðust þau Þorsteinn mikið,
utanlands og innan, einkum eftir að börnin voru flogin úr hreiðrinu.
Stefanía var mikil barnakona og barnabörnin og barnabarnabörnin
áttu hug hennar allan og hændust að henni enda voru þau oft í heim-
sókn hjá afa og ömmu eða langafa og langömmu þar sem þau áttu vísa
og góða vist og sóttu í hlýjan og traustan faðm.
Þorsteinn og Stefanía bjuggu lengst af í Reykjavík en síðustu árin að
Mýrarbraut 6 á Blönduósi. Stefanía hafði þurft að glíma við ýrnsa sjúk-
dóma í gegnum tíðina en einatt tekið þeim nteð æðruleysi og ávallt yfir-
unnið þá, m.a. með léttu geði, gleði og kátínu því alltaf var stutt í brosið
hjá henni. Fyrir tæpu ári greindist Stefanía með krabbamein og var það
að sjálfsögðu mikið áfall út af fyrir sig en hún tók fregnunum af þeirri
bjartsýni að þetta yrði yfirunnið eins og hver annar mótbyr. Stefaníu tókst
þess vegna lengi vel með jákvæðum huga og bjartsýni, ásamt læknavís-
indunum, að halda meininu í skefjum en þar kom að líkami hennar varð
að láta undan síga og játa sig sigraðan eftir hetjulega baráttu.
Stefanía var jarðsungin frá Blönduósskirkju 18. desember.
Sr. Magnús Magnússon.