Húnavaka - 01.05.2005, Page 183
HÚ N AVA K A
181
á fijálsíþróttavellinum, hann varð
í öðru sæti í 60 m og 800 m hlaupi
í 11 ára flokki, Lillý Rebekka Stein-
grímsdóttir varð í öðru sæti í 800
m hlaupi 15-16 ára me)ja og Hauk-
ur Geir Valsson varð í þriðja sæti í
spjótkasti í flokki 15-16 ára sveina.
Minningarmót Þorleifs Arasonar.
Þann 17. ágúst var haldið minn-
ingarmót Þorleifs Arasonar á Vor-
boðavelli.
A mótinu var keppt í kúluvarpi,
kringlukasti, spjótkasti og sleggju-
kasti í kvenna- og karlaflokki. Vil-
borg Jóhannsdóttir UMSS varð
stigahæst kvenna í samanlögðum
stigum og Jón Bjarni Bragason
Breiðabliki varð stigahæstur í
karlaflokki og jafnframt með besta
árangur mótsins.
Þnsturinn.
Frjálsíþróttakeppni milli Skag-
firðinga, Vestur-Húnvetninga og
Austur-Húnvetninga fór fram á
Blönduósi þann 19. ágúst. Keppt
var í 12-14 ára aldursflokkum
stelpna og stráka. UMSS bar sigur
úr býtum þetta árið í heildarstiga-
keppninni en USAH varð í öðru
sæti.
Það er gjarnan mikil spenna
jDegar að þessi þrjú Héraðssam-
bönd hittast og keppa sín á milli
enda mikill grannaslagur. Að lok-
inni keppninni var haldið í íþrótta-
húsið og keppendum og starfs-
mönnum var boðið upp á veiting-
ar á meðan að verðlaunaafhend-
ing fór fram.
Bikarkeppni FRl.
USAH tók saman höndum við
Vestur-Húnvetninga á frjálsíþrótta-
sviðinu í Bikarkeppni Frjálsíþrótta-
sambandsins 2. deild sem fór fram
á Laugardalsvelli í Reykjavík. Um
tilraunarverkefni var að ræða og
tókst samstarfið afar vel. Tekist var
á við Aftureldingu úr Mosfellsbæ
og sameinað lið Ármanns og Fjöln-
is frá Reykjavík. USAH og USVH
lentu í 2-3 sæti ásamt Aftur-
eldingu.
Frjálsípróttaœjingar.
Sameiginlegar frjálsíþróttaæf-
ingar ungmennafélaganna hófust
á haustdögum og fóru þær fram í
íþróttahúsinu á Blönduósi. Guð-
mundur Þór Elíasson og Ingimar
Einarsson voru fengnir til þess að
sjá um þjálfun. Æfingarnar voru
mjög vel sóttar og óx fjöldi iðk-
enda jafnt og þétt allt fram að ára-
mótum. Að meðaltali voru 35
krakkar víðs vegar úr sýslunni að
mæta á æfingarnar.
Sidbúáð ársþing.
Ársþing USAH var haldið 23.
október í Félagsheimilinu á
Blönduósi. Starfsstjórninni hafði
tekist ætlunarverk sitt að koma á
starfhæfri stjórn og halda ársþing.
Ný stjórn Ungmennasambands-
ins var þannig skipuð: Formaður,
Birkir Freysson, varaformaður,
Þórunn Ragnarsdóttir, gjaldkeri,
Auðunn Steinn Sigurðsson, ritari,
Dagný Sigmarsdóttir og meðstjórn-
andi, Aðalbjörg Valdimarsdóttir.
Vaiastjórn: Valur K. Valsson, Jó-
fríður Jónsdóttir, Steini Kristjáns-
son, Guðrún Elsa Helgadóttir og
Sighvatur Steindórsson.
Þingið tókst ágætlega og var