Húnavaka - 01.05.2005, Page 194
192
H U N A V A K A
í þriðja sæti með 29,3 kg eru Pétur
Sveinsson og Sigurlaug Kristjáns-
dóttir á Tjörn, Skaga. Eru þetta allt
rótgróin afurðabú. Yfir heildina lit-
ið, varð talsverð minnkun í sauð-
fjárafurðum ef borið er saman \'ið
árið 2003 sem var raunar afburða
gott ár. Má þar e.t.v. að hluta
kenna um afar þurru sumri sem
kom fremur illa niður á heiðalönd-
unum.
A undanförnum árum hefur
talsvert verið að færast í aukana að
bændur láti ómskoða og dærna
ásetningslömb. I ár varð enn aukn-
ing í þessari starfsemi og voru óm-
skoðuð 4.255 lömb á 46 bæjum.
Bæði eru þarna að bætast við nýir
bæir og einnig er að færast í auk-
ana að bændur láti skoða stærri
gimbrahjarðir vegna ásetningsvals.
Lýsir þetta ásamt aukningu í sæð-
ingum mjög vaxandi áhuga í sauð-
fjárræktinni sem er afar ánægjuleg
þróun.
Af ómmældum og stiguðum
lambhrútum stóð efstur með 86,0
stig hrútur nr. 9 í eigu þeirra Ægis
Sigurgeirssonar og Gerðar Garð-
arsdóttur í Stekkjardal. Hann var
með 29 mm í bakvöðva (á skosku
ómtæki) sem er afar gott, 9,0 fýrir
bak, 9,0 fýrir malir og 18,0 stig fýr-
ir læri. Hann er kollóttur undan
Sólon nr. 01-899 frá
Kambi. Næstur honum
með 85,5 stig var hrút-
ur nr. 52 í eigu Daníels
Magnússonar og Guð-
bjargar Gestsdóttur á
Syðri-Ey. Sá var með 33
mm þykkan bakvöðva
(á skosku ómtæki), 9,5
fyrir bak, 8,5 fyrir malir
og 17,5 stig fyrir læri
Hann er hyrndur und-
an Úða nr. 01-912 frá
Sveinungsvík. Þriðji
hrúturinn í sýslunni
einnig með 85,5 stig var
hrútur nr. 213-1 í eigu
þeirra Jóhönnu Pálma-
dóttur og Gunnars
Kristjánssonar, Akri.
Hann var með 32 mm
bakvöðva (á hollensku
ómtæki) 9,5 fyrir bak,
9,0 fyrir malir og 17,5
stig fyrir læri. Hann er
hyrndur undan Njáli
nr. 03-493 frá Akri.
Talsverður uppgangur var í hrossarœktinni.
Ljósm.: Jón Sig.