Húnavaka - 01.05.2005, Side 214
212
H U N A V A K A
koma fyrir vélum, jafnhliða því að
unnið var að ýmsum frágangi og
lagfæringum á eldra húsinu. Frá-
gangi á lóð lauk á haustdögum, að-
eins er eftir lítils háttar snyrting
sem bíður vors. Tilraunir með
þvott hófust í byrjun október en
húsið var aflient Istex hf. formlega
til rekstrar þann 18. desember. Var
þá opið hús og komu á annað
hundrað gestir.
í árslok 2004 voru öll sveitarfé-
lög í A-Hún. orðin hluthafar, auk
SPVH, Byggðastofnunar og BSAH
(með tilstyrk Framleiðnisjóðs land-
búnaðarins). Þetta er hugsað sem
eignarhaldsfélag sem á og leigir
húsnæði til at\’innufyrirtækja, eins
konar fyrirtækjahótel.
Hlutafé 31. desember 2004 er
44 milljónir kr. og er allt innborg-
að. Stjórn félagsins telur mikilvægt
að efla félagið til fleiri verka.
Framkvæmdum var ekki að fullu
lokið um áramót en ljóst er að
heildarkostnaður verður 66 - 67
milljónir kr., auk kaupa á eldra
húsi sem kostaði 12 milljónir kr. Er
þetta nokkru meira en upphaflega
var áætlað.
Astæður aukins kostnaðar eru,
verðlagsbreytingar og vextir, geng-
ið var að fullu frá lóð með mal-
bikslögn og stéttum, auk ófyrir-
séðra verkþátta, m.a. vegna örygg-
iskrafna. KB banki hefur fjármagn-
að framkvæmdir og brúað bilið
milli hlutafjár og kostnaðar en
stefnt er að því að auka hlutafé fé-
lagsins á árinu 2005.
Jóliannes Torfason.
FRÁ HESTAMANNAFÉLAGINU
NEISTA.
Starf félagsins var með blóma á
síðasta ári. Haldin var mótaröð í
reiðhöllinni Arnargerði sem köll-
uð var Meistaramót Húnvetninga
og voru þessi mót í samvinnu með
hestamannafélaginu Þyt í V- Hún.
Mótin voru alls fimm talsins og
keppt var í tölti, fjórgangi,
slaktaumatölti og fnnmgangi.
Keppnisflokkarnir voru þrír, opinn
flokkur, áhugamannaflokkur og
unglingaflokkur.
Reiðkennarnir, Sigrún Sigurðar-
dóttir og Reynir Aðalsteinsson,
héldu reiðnámskeið og voru þau
vel sótt.
Unglingastarfið var heilmikið á
síðasta ári. Haldin voru vikuleg
námskeið fyrir yngstu börnin og
svo barnamót um vorið og fengu
allir viðurkenningu fyrir þátttök-
una. Umsjón með unglingastarf-
inu höfðu þær Jóhanna Stella á
Reykjum og Jakobína í Fagranesi,
ásamt fleirum sem unnu mikið og
gott starf.
Stórsýning var haldin í mars í
samvinnu við Samtök hrossa-
bænda, margt góðra hrossa kom
þar frarn og þótti hún takast mjög
vel. Um kvöldið var svo haldin árs-
hátíð á Hótel Blöndu og var hún
vel sótt.
Vetrarleikar voru haldnir í mars.
Því miður var enginn ís til að ríða
á svo að mótið var flutt í Húnaver.
Sigurvegari í tölti var Tryggvi
Björnsson á Sigurdís frá Hólabaki
og sigurvegari í Bæjarkeppni var
Ægir Sigurgeirsson á Dynjanda frá
Stekkjardal.
Hin árlega vorferð Neista var