Húnavaka - 01.05.2005, Side 217
HUNAVAKA
215
Stjórn Félags kúabœnda: Björn Magnússon, Hólabaki, Jóhann Bjarnason,
Aubólfsstoöum, Jóhannes Torfason, Torfalœk, Magnús Sigurdsson, Hnjúki, for-
maöur og Gróa Lárusdóttir, Bríisastóöum. Ljósm.: Páll Svavarsson.
sem verða á vegum samtakanna í
sumar.
Stjórn Samtaka hrossabænda er
þannig skipuð: Björn Magnússon,
Hólabaki, formaður, Magnúsjós-
efsson, Steinnesi, varaformaður,
Gunnar Ríkharðsson, Þingeyrum,
gjaldkeri, Ægir Sigurgeirsson,
Stekkjardal, ritari ogjón Kristófer
Sigmarsson, Hæli, meðstjórnandi.
Björn Magnússon.
FRÁ FÉLAGI KÚABÆNDA.
Síðastliðið ár var óvenju annasamt
á sviði kúabænda. Unnið var að
gerð nýs búvörusamnings milli rík-
isvaldsins og kúabænda. Var nýr
samningur undirritaður í apríl og
bændur kusu um hann í maí.
Hann var samþykktur með 94%
greiddra atkvæða og tekur gildi í
september 2005.
Þá hafa staðið yíir viðræður um
sameiningu milli Mjólkursamsöl-
unnar og Mjólkurbús Flóamanna.
Vegna þessa máls hafa verið
haldnir kynningafundir hér
heima í héraði. Þá stóð félagið fyr-
ir fundi á haustdögum með
Þórólfi Sveinssyni formanni LK og
Snorra Sigurðssyni framkvæmda-
stjóra LK. Einnig höfum við verið
í góðri samvinnu við ráðunauta-
þjónustuna um fundi og nám-
skeiðshald.
Kúabændum í A-Hún. fækkaði á
árinu og er sú þróun sama og á
landsvísu, bændum fækkar en
búin stækka. Maður veltir fyrir sér
hvort það sé heppilegt fyrir félags-
lega framtíð sveitanna. Kvótaverð
hefur verið í sögulegu hámarki
sem ýtir undir að bændur sjái sér
hag í að selja framleiðsluréttinn og
hætta framleiðslu.
Gerðar voru breytingar á fjósum