Húnavaka - 01.05.2005, Page 222
220
H U NAVAKA
myndlistasýningar líkt og undan-
farin sumur.
Hafinn var rekstur kaffihúss í
„Gamla skólanum" á Skagaströnd.
Húsið hefur verið gert upp í upp-
runalegt horf og er mjög aðlað-
andi fyrir ferðamenn. Kaffihúsið,
sem ber nafnið Kaffi Viðvík, var
vinsælt sitt fyrsta starfssumar.
Það er sameiginlegt markmið
íbúa sýslunnar að efla og bæta at-
vinnu og búsetu á svæðinu. Starfs-
menn Atvinnuþróunarfélagsins
hafa það hlutverk vinna með íbú-
unum að því markmiði. Þ\ í er rétt
að hvetja fólk til þess að nýta sér
þjónustu atvinnuráðgjafanna.
Haukur Suska Garbarsson.
FRÁ HEIMILISIÐNAÐARSAFNINU.
Eftir annasöm ár við uppbyggingu
Heimilisiðnaðarsafnsins á Blöndu-
ósi ákvað stjórn safnsins að sigla
lygnan sjó árið 2004 og leggja
áherslu á að greiða af láni vegna
byggingarinnar. Eftirstöðvar láns-
ins um síðustu áramót, tæpar þrjár
milljónir, greiðast upp á árinu
2005.
Fyrir utan hið venjubundna
safnastarf var nokkuð um sérstak-
ar móttökur í safninu á vegum
sveitarfélagas og félagasamtaka og
virðist safnhúsið henta mjög vel til
slíkra athafna.
A vordögum opnaði Guðrún
Gunnarsdóttir, myndlistarmaður
og textílhönnuður, sautjándu
einkasýningu sína sent hún kallar
„Samtal við fortíð“. I sýningunni
leitast Guðrún við að tengja saman
fortíð og nútíð út frá hugmyndum
hins gantla handverks sem er að
finna í Heimilisiðnaðarsafninu og
í öðrum söfnum á Islandi.
Að venju heimsóttu skólabörn
safnið og nutu þau leiðsagnar og
fræðslu og fengu að spreyta sig á
að kemba ull og sjá hana spunna.
í samráði við skóla héraðsins er nú
í undirbúningi enn meiri safn-
fræðsla fyrir nemendur.
A Safnadaginn og á fjölskyldu-
hátíðinni „Matur og menning"
sem eru orðnir fastir liðir, var sýnd
kembing og spuni. Einnig sátu
konur og saumuðu út og sýndu
kontórsting, flatsaum, skatteringu
og harðangur og klaustur. Þá var
einnig heklað, knipplað og prjón-
að. Gestum boðið að bragða hina
þekktu Kosta sviðasultu sem fram-
leidd er á Blönduósi, súrt slátur og
smakka á mysudrykk. Mælust þetta
vel fyrir og var margt um manninn
þessa daga í safninu.
Allmargir munir bárust Heimil-
isiðnaðarsafninu á árinu. Nefna
má afar fallegan upphlut, með
baldéreðum borðum og belti.
Einnig fylgir með lítil selskapstaska
með baldéreðu munstri. Upphlut-
inn saumaði og átti Valgerður
Guðrún Sveinsdóttir, frá Felli í
Sléttuhlíð (1895-1983).
A vordögum heimsóttu forsvars-
menn KB banka Heimilisiðnaðar-
safnið og færðu safninu
höfðinglegan styrk frá Menningar-
sjóði KB banka, að upphæð ein
milljón króna.
Safnið hlaut viðurkenningu
fegrunarnefndar Blönduóssbæjar
2004, fyrir fallegt og bætt umhverfí
við Arbraut.
Safnið var opið alla daga frá 1.
júní til 31. ágústfrá kl. 10-17. Safn-