Húnavaka - 01.05.2005, Síða 227
H U N AVA K A
225
um þátttöku í verkefninu Norður-
landsskógar, þar af hafa 120jarðir
verið teknar inn í verkefnið. Und-
anfarin ár hefur verið langur
biðlisti en vel gekk að stytta hann
á sl. vori.
Arið 2004 voru gróðursettar á
95jörðum um 1,1 milljón plöntur
í 454 ha. Skjólbelti voru gróðursett
á 52 jörðum í 49 km að lengd mið-
að við einfalda röð.
Páll Ingþór.
KIRKJUSTARF í ÞINGEYRAKLAUST-
URSPRESTAKALLI.
Kirkjustarf í Þingeyraklausturs-
prestakalli þetta árið hefur farið
fram með venjubundnu sniði. Þó
skal nefna að veðrið setti strik í
helgihaldið um jólin.
Guðsþjónustan á helgum og há-
tíðum er kjarni starfsins í kirkj-
unni, barnastarf, æskulýðsstarf og
aðrar samverustundir í kirkju, í
skóla og á sjúkrahúsi eru aðrir
þættir í starfí kirkjunnar og prests-
ins. Þessir nefndu þættir starfsins
gefa þó aðeins óljósa mynd. Flest
persónuleg samskipti prests við
sóknarbörn eru hvergi skráð eða
tíunduð, vegna þeirrar grundvall-
arreglu að prestur er bundinn al-
gjörum trúnaði við sóknarbörn
sín.
En í þessu ágripi af starflnu á ár-
inu skal nefna að í prestakallinu er
gott kórstarf í gangi undir stjórn
dugmikilla organista og kórsýórn-
enda. I farsælli samvinnu er unnið
að helgihaldi í öllum sóknum og
kirkjum prestakallsins.
Á árinu voru fimm fermingar-
messur í fjórum af fimm kirkjum
prestakallsins. Tvær fermingar-
messur voru á einni kirkjunni. Alls
voru fermingarbörn nítján og
stóðu fermingar yfir í apríl og júní.
Skírnir á árinu voru þrettán, ýmist
í heimahúsi eða í kirkju. Jarðarfar-
ir innan prestakallsins voru sjö.
Ymsar guðsþjónustur standa íyr-
ir utan hið hefðbundna kirkjuár
eins og á konudegi en þá var guðs-
þjónusta í Undirfellskirkju, ræðu-
maður var að þessu sinni Sigurlaug
A. Stefánsdóttir. Þess má geta að
sálmarnir sem sungnir voru í guðs-
þjónustunni voru allir eftir konur.
Á sumardaginn fyrsta var skáta-
guðsþjónusta í Blönduósskirkju og
tóku skátar þátt í henni. Á kirkju-
degi aldraðra, uppstigningardegi,
var guðsþjónusta í Blönduóss-
kirkju. Ræðumaður var Ingibjörg
Eysteinsdóttir, Beinakeldu og söng
kór eldri borgara í guðsþjónust-
unni undir stjórn Kristófers Krist-
jánssonar, við undirleik Sólveigar
S. Einarsdóttur og OlaJ. Björns-
sonar.
Á þjóðhátíðardaginn 17. júní
var guðsþjónusta í Blönduóss-
kirkju. Þess má líka geta að á dög-
unum, Matur og menning á
Blönduósi var gospelmessa í
Blönduósskirkju og tókst vel.
Þann 18. júlí fengum við góða
heimsókn í Auðkúlukirkju, þá
komu til okkar Skagfirðingar úr
Miklabæjarprestakalli, sr. Dalla
Þórðardóttir, ásamt kór og org-
anista og héldu þar kvöldguðs-
þjónustu. Heimafólk bauð síðan
öllum eftir guðsþjónustuna í
kirkjukaffi.
Fermingarstarfið er á sínum
stað. Á haustdögum fóru ferming-