Húnavaka - 01.05.2005, Síða 228
226
H U N A V A K A
arbörn í Húnavatnsprófastsdæmi í
fimm daga fermingarferð í Vatna-
skóg. Þarna voru saman komin um
80 börn úr prófastsdæminu öllu
frá Skagastönd til og með Arnesi á
Ströndum. Ferðin í Vatnaskóg er
liður í undirbúningi fermingarinn-
ar og dagana fimm skiptist á leikur
og nám, gagn og gaman.
Fermingarferðin í Vatnaskóg
var samstarfsverkefni allra kirkn-
anna í Austur- og Vestur-Húna-
vatnssýslum og Strandasýslu og
tókst þetta verkefni vel í alla staði
eins og undanfarin ár.
Þess skal geta að fermingar-
börnin í Austur-Húnavatssýslu
tóku þátt í landssöfnun fermingar-
barna í samstarfí við Hjálparstarf
kirkjunnar. Safnað var framlögum
til hjálpar fátækum börnum í
þriðja heiminum og gekk söfnun-
in vel. Alls söfnuðust 113.374 kr. í
báðum prestaköllum sýslunnar.
Haustferð eldri borgara á veg-
um kirknanna í Austur-Húnavatns-
sýsln var að þessu sinni farin að
Hólum í Hjaltadal. I upphafi ferð-
ar var veðurútlit ekki gott, veturinn
minnti á sig með snjókomu og
hálku þannig að Hallur Hilmars-
son bílstjóri varð að setja keðjur á
rútubílinn áður en farið var yfir
Vatnsskarðið í Skagafjörðinn. Að
Hólum var skoðuð Hóladómkirkja
og Auðunnarstofa undir leiðsögn
Hólabiskups, Jóns Aðalsteins Bald-
vinssonar.
Aður en haldið var heim var lit-
ið inn í kennslustund á hrossa-
braut sem er ein af mörgum
kennslugreinum skólans. Skólinn
er sóttur af nemendum héðan og
þaðan úr heiminum, hann er að
verða fjölþjóðleg menntastofnun,
sagði einn kennarinn og góð kynn-
ing fyrir land og þjóð.
Sameiginleg aðventuliátíð var í
Blönduósskirkju þriðja sunnudag í
aðventu fyrir allar kirkjur presta-
kallsins. Jón Bjarnason, alþingis-
maður, var ræðumaður liátíðar-
innar.
Hér má nefna að á síðasta ári
kom stjórn Blönduósskirkjugarðs
saman og ræddi á sínum fundum
mál kirkjugarðsins, hvernig mætti
enn bæta og fegra útlit hans.
Margt fleira væri hægt að taka
inn í þetta yfirlit um starfið í kirkj-
unni, vona ég að hér sé svolítil
mynd af því starfí sem fram fer í
prestakallinu og sóknum þess.
Að lokum má geta þess að Þing-
eyrakirkja og Blönduósskirkja voru
opnar ferðamönnnm yfír sumar-
mánuðina, starfsfólk var opnunar-
tímann í kirkjunum og sá um
fræðslu, leiðsögn og gæslu.
Blönduósskirkju sóttu heim 2529
manns og var hún opin í 56 daga,
að meðaltali komu 45 á dag. Hinn
sögufræga klausturstað, Þingeyrar
og Þingeyrakirkju heimsóttu 5147
ferðamenn.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
HÖFÐINGLEG GJÖF.
Systkinin, Sigríður Pálsdóttir og
Sigurður Pálsson frá Sviðningi á
Skaga, bæði búsett á Blönduósi,
gáfu mjólkursamlaginu á Blöndu-
ósi gömul mjólkurvinnslutæki, úr
dánarbúi bróður þeirra, Olafs Páls-
sonar, fyrrum bónda á Ytri-Björg-
um á Skaga en Olafur lést 26. mars