Húnavaka - 01.05.2005, Page 235
H U N A V A K A
233
KRABBAMEINSFÉLAG A-HÚN.
Fimm stjórnarfundir voru haldnir
á árinu með aðalfundi sem hald-
inn var 27. mars. A dagskrá aðal-
fundar, auk hefðbundinna fundar-
starfa, fluttí Anna Pálína Arnadótt-
ir söngkona frábært erindi um bar-
áttu sína við krabbamein, einnig
söng hún.
Starfsemi félagsins var með svip-
uðu sniði og hefðbnndnir þættir,
s.s. pennasala, fór fram að hausti
og þar að auki seldum \ið nokkrar
bækur Onnu Pálínu Arnadóttur
sem Apótekið á Blönduósi tók að
sér að selja. A stjórnarfundi 27.
apríl var tekin fyrir beiðni frá Heil-
brigðisstofnuninni á Blönduósi og
samþykkt að veita kr. 250.000 til
tækjakaupa.
Félagið greiddi dvöl fyrir tvo
einstaklinga í íbúðum Krabba-
meinsfélagsins í Reykjax'ík á starfs-
árinu. I október beitti félagið sér
fyrir því, af tílefni þess, að sá mán-
uður er helgaður Arvekni um
brjóstakrabbamein, að settar voru
Úr haustfeib eldri borgara.
rauðar filmur á kastara bæði á
kirkjunni og á sjúkrahúsinu sem
vörpuðu þannig bleiku ljósi á um-
hverfið. Verður þetta gert árlega
framvegis. Við sóttum einnig árleg-
an fræðslufund sem haldinn var að
Löngumýri 23. maí í boði Krabba-
meinsfélaga Skagafjarðar, Akureyr-
ar, Siglufjarðar og A- Hún.
Samhugur eru mjög virk samtök
krabbameinssjúkra og aðstand-
enda þeirra og styrkir Krabba-
meinsfélag A-Hún starfsemi
þeirra. A árinu voru haldnir sam-
eiginlegir fundir með þessum sam-
tökum. Er þeim sem standa í
baráttunni við krabbamein, að-
standendum og vinum þeirra, hér
með bent á Samhug og á Krabba-
meinsfélag A-Hún. sem eru ávallt
tilbúin að veita upplýsingar og
stuðning í formi fyrirgreiðslu og
fræðslu.
Sveinfríbur Sigurpálsdóttir, formaður.
FRÁ FÉLAGI ELDRI BORGARA í
HÚNAÞINGI.
Eins og áður hefur komið fram var
félagið stofnað 24. janúar 2002 eft-
ir að Félag eldri borgara í Austur-
Húnavatnssýslu, sem starfað hafði
í áratug, var úrskurðað gjaldþrota
vegna fjárkrafna varðandi íbúðir á
Flúðabakka 1 og 3 á Blönduósi.
Þetta unga félag hefur starfað með
miklum blóma eins og áður hefur
komið fram í Húnavöku.
I félaginu er starfandi ferða-
nefnd undir forustu Sigurðar Páls-
sonar og Guðrúnar Ingimars-
dóttur. Á árinu 2003 var farið til
Grímseyjar en á síðasta sumri lá
leiðin á slóðir Eiríks rauða og síð-