Húnavaka - 01.05.2005, Page 239
H U N AVAKA
237
slitin að nauðsynlegt var að endur-
nýja hana til þess að geta haft
þokkalega vel hirtan golfvöll. Flatir
voru gataðar og sandaðar einu
sinni.
Firmakeppnin var haldin 11.
júlí og sigraði Morgunblaðið sem
Jón Jóhannsson keppti fyrir. Þetta
mót skilaði góðum tekjum fyrir
klúbbinn.
A árinu voru haldin tvö opin
mót: Opna Tryggingarmiðstöðv-
armótið var haldið 26. júní og
mættu 29 keppendur til leiks.
Sumarmót Bylgjunnar var haldið í
blíðskaparveðri 17. júlí og tóku 40
keppendur þátt í mjög skemmti-
legt móti. Heiðar Davíð Bragason
og Kiistján Blöndal sigruðu með
glæsibrag.
Meistaramót var haldið 21. - 24.
júlí, karlameistari klúbbsins er
Brynjar Bjarkason og meistari
kvenna er Fanney Zophoníasdótt-
ir. I fyrsta flokki karla sigraði Ki ist-
ófer Kiistjánsson og í unglinga-
flokki sigraði Grímur Rúnar Lárus-
son. Heimir Hallgrímsson sá um
að þjálfa unglingana.
Vatnslaust varð í golfskálanum
þegar líða tók á sumarið og kom
þá mjólkurtankurinn að góðum
notum. Þurrkatíðin sl. sumar kom
niður á vellinum og voru flatirnar
orðnar mjög þurrar og farnar að
brenna af þeim söknm. Nauðsyn-
legt er að finna einhverjar lausnir
á þeim vanda.
Ljóst er að við hjá golfklúbbn-
um getum litið með bjartsýni til
næsta árs í starfi klúbbsins með
ósk um ánægjulegt golfsumar.
ValgeirM. Valgeirsson.
HEILBRIGÐISSTOFNUNIN
BLÖNDUÓSI.
Þegar litið er yfir þau verkefni sem
unnið var að á árinu 2004 og fjall-
að um í fundargerðum fram-
kvæmdastjórnar er af nógu að
taka. Janúarmánuður var viðburð-
arríkur og þá ekki aðeins í veður-
farslegu tilliti en um miðjan janúar
gerði norðan hvell. Samgönguráð-
herra, sem jafnframt er fyrsti þing-
maður kjördæmisins, hafði boðað
komu sína til að kynna sér starf-
serni stofnunarinnar en þurfti að
fresta heimsókninni. I janúar var
m.a. haldið námskeið, fyrir starfs-
fólk, um samskipti á vinnustað og
tók hartnær helmingur þess Jrátt í
því námskeiði. Þá var einnig tekið í
notkun nýtt sjúklingabókhalds-
kerfí sem kallast Saga og hefur það
reynst með ágætum.
Gjafir.
Síðari hlutajanúar komu þrjár
konur frá Kvenfélagasambandi A-
Hún í heimsókn og færðu stofnun-
inni að gjöf þrjú sjónvörp og voru
Jjau sett upp á sjúkradeild I. Félag-
ið Hjartavernd (nú Hjartaheill)
gaf einnig á árinu blóðþrýstings-
tæki og í maí færði Hjartaheill, Fé-
lag hjartasjúklinga á Norðurlandi
vestra, ásamt Kaabbameinsfélagi
Austur-Húnavatnssýslu stofnun-
inni, Schiller hjartalínuritstæki,
öndunarmæli og Doppler, (óm-
tæki til að mæla æðaslátt v/sára-
meðferðar), alls að verðmæti
727.800 kr. til nota á stofnuninni.
Tækin voru afhent á sameiginleg-