Húnavaka - 01.05.2005, Page 240
238
HUN AVA K A
I maífœrði Hjartaheill, Félag hjartasjúklinga á Norðurlandi vestra, ásamt
Krabbameinsfélagi Austur-Húnavatnssýslu stofnuninni, Schiller hjartalínu-
ritstæki, öndunarmæli og Doppler ómtceki.
um fundi stjórna viðkomandi fé-
laga í Heilbrigðisstofnuninni í
október.
Þá var stofnuninni, með erfða-
skrá Ingibjargar Pálsdóttur, gefmn
50% eignarhluti í Olafshúsi til
minningar um afa Ingibjargar,
Olaf Olafsson. Eignarhlutinn var
seldur á árinu og verður andvirð-
ið, 450.000 krónur, notað til kaupa
á tækjum fyrir stofnunina. Er það
stofnuninni ómetanlegt að eiga að
slíka velunnara sem hin ýmsu félög
í héraðinu eru.
Heimsóknir.
Ráðherrann Sturla Böðvarsson
kom í heimsókn ásamt aðstoðar-
manni sínum, Bergþóri Olafssyni,
þann 18. febrúar og áttu þeir við-
ræður við framkvæmdastjórn.
Fundinn sátu einnig fulltrúar bæj-
arstjórnar Blönduóss, þau Jóna
Fanney Friðriksdóttir, Valgarður
Hilmarsson og Agúst Þór Braga-
son. Meðal umræðuefna var staða
stofnunarinnar í okkar samfélagi
og sú þörf sem er á fjölgun hjúkr-
unarrýma, 50 ára afmæli stofnun-
arinnar sem er í janúar 2006 og
fleira. Anægjulegt er að vita til þess
að ráðamenn þjóðarinnar skuli
sýna stofnun sem Heilbrigðisstofn-
uninni áhuga í verki.
Heimasíba.
I febrúar var sett í loftið ný
heimasíða stofnunarinnar, fékk
fyrrum yfirlæknir stofnunarinnar,
Sigursteinn Guðmundsson, það
verkefni að lýsa hana formlega
komna í loftið. Slóðin er:
www.hsb.is. Vonandi tekst að halda
þeim vef nægilega lifandi þannig
að almenningur hafi af honum
það gagn sem vonast er til en tím-
inn einn leiðir það í ljós. Onnur
helstu málefni, sem fengu umfjöll-
un og unnið var að, voru m.a. gerð
nýs árangurstjórnunarsamnings en