Húnavaka - 01.05.2005, Page 241
II U N A V A K A
239
það er samningur milli stofnunar
og ráðuneytis um helstu verkefni
og skyldur hennar.
Fundir og sainningsgerd.
Þá var gengið frá innkaupa-
stefnu, unnið að gerð fjárlagatil-
lagna fyrir árið 2005 sem og
undirbúinn hefðbundinn samráðs-
og upplýsingafundur með héraðs-
nefnd. Þá var unnið að samstarfs-
samningi milli Sæborgar og HSB
um þjónustu en þörf þar á bæ fyrir
hjúkrunar- og læknisþjónustu hef-
ur aukist hægt en stígandi á hverju
ári. Hefur sá samningur og sam-
starf vegna hans tekist mjög vel.
A árinu var áfram unnið að und-
irbúningi innleiðingar hins nýja
bókhalds og mannauðskerfis ríkis-
ins. A vordögum voru einnig gerð-
ir stofnanasamningar við ófag-
lærða sem voru mikil kjarabót fyrir
þá starfsmenn sem hann nær til.
Eins og gefur að skilja þá er
starfsemi eins og rekin er á vegum
heilbrigðisstofnunar umtalsverð og
oft á tíðum dálítið flókin eins og
upptalning hér að framan gefur til
kynna. Þar er fyrst og fremst fjall-
að um það helsta sem á döfínni var
og unnið var að fyrstu tvo mánuði
ársins.
Sumarið gekk sinn vanagang,
sumarafleysingar og annað tengt
þeim málum gekk vel. Unnið var
að endurbótum og viðhaldi húsa
og var m.a. endurnýjað ofnakerfí í
heilsugæslustöðinni á Skaga-
strönd, frá grunni.
Kröfur um hagrædingu.
Síðari hluta ársins, í tengslum
við fjárlagagerð, var gerð 4% hag-
ræðingarkrafa til HSB af kerfínu
eins og það er kallað en það þýðir
á mæltu máli að stofnuninni var
ætlað að draga saman seglin um
12 milljónir króna. Sú krafa, til við-
bótar innbyggðum halla sem er
um þrjár milljónir króna, þýðir
það eitt að fækka þarf fólki. Sem
dæmi þá voru heildarlyfjainnkaup
stofnunarinnar á árinu 8,6 millj.
kr. þannig að augljóst er að al-
mennur rekstrarkostnaður verður
ekki dreginn saman sem nemur
hagræðingarkröfunni. Þegar þessi
orð eru rituð nú í apríl 2005 er
ekki enn orðið ljóst hvernig þess-
um málum muni lykta en til lengri
framtíðar litið eru meiri líkur en
minni að til samdráttar þurfí ekki
að koma. Voru þessi málefni m.a.
kynnt formanni fjárlaganefndar,
Magnúsi Stefánssyni, þegar hann
kom í heimsókn í nóvember.
Framkvcemdir.
Við samþykkt fjárlaga fyrir árið
2005 var m.a. samþykkt fjárveiting
til nýbyggingar heilsugæslustöðvar
á Skagaströnd. Framkvæmdir
munu væntanlega hefjast í ágúst
2005.
Góð starfsemi.
Rekstur ársins 2004 kom ágæt-
lega út og er það mat undirritaðs,
þótt hlutdrægur sé, að rekstur og
starfsemin öll sé til fyrirmyndar,
valinn maður sé í hverju rúmi og
Húnvetningar geti verið stoltir af
fjölmennasta vinnustað héraðsins.
Valbjörn Steingrímsson,
framkvœmdastjóri.