Húnavaka - 01.05.2005, Page 243
HUNAVAKA
241
legan urðunarstað eða sorp-
brennslu á svæðinu sem gæti ann-
að þörfum Austur-Húnvetninga og
Skagfirðinga til lengri tíma litið.
Sameiginleg nefnd vinnur að verk-
efninu. Hún er skipuð: Jónu Fann-
eyju Friðriksdóttur, Magnúsi B.
Jónssyni og Bjarna Maronssyni.
Ráðgjöf annast, Omar Bjarki
Smárason hjá Stapa ehf.
Textílsetur Islands.
Héraðsnefnd skipaði nefnd sem
ætlað var það hlutverk að leita
leiða til þess að koma á fót stofnun
á sviði textíliðnaðar í Kvennaskól-
anum á Blönduósi. I nefndinni
eru: Páll Pétursson, fyrrv. ráð-
herra, Hrönn Vilhelmsdóttir,
textílhönnuður og Guðrún Helga-
dótdr, kennari við Hólaskóla. Með
nefndinni störfuðu fyrst, Bryndís
Guðjónsdóttir og síðan Valgarður
Hilmarsson. Nefndin hélt marga
fundi og vann mjög gott starf að
undirbúningi stofnunar „Textílset-
urs Islands á Blönduósi“ og lagði
fram tillögur sínar á kynningar-
fundi með ýmsum hagsmuna- og
áhugaaðilum. Hugmynd þessi hef-
ur vakið mikla athygli, m.a. hjá há-
skólastofnunum. Gert er ráð fyrir
að stofna fljótlega sjálfseignarstofn-
un um verkefnið.
Daglegur akstur í FNV.
I samstarfi við Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra voru kannaðir
möguleikar á að koma á daglegum
akstri nemenda, frá Blönduósi og
Skagaströnd, í skólann yfir Þverár-
fjall. Ekki reyndist næg þátttaka til
þess að hefja akstur að þessu sinni.
Valgarður Hilmarsson.
FRÁ HÉRAÐSBÓKASAFNINU.
Rekstur Héraðsbókasafnsins á ár-
inu 2004 var óbreyttur frá fyrri
árum. Opnunardagar urðu 131 á
árinu. Skráðir safngestir urðu
3.800 á móti 4.200 árið 2003. Taln-
ing gesta er ekki nákvæm og kann
það að skýra breytingar milli ára.
Utlán á árinu urðu sem hér segir:
2004 2003
Barnabækur . . 1.554 1.521
Skáldverk . . . . 5.117 5.010
Flokkabækur . 3.375 3.715
Hljóðbækur og önnur
safngögn . . . . 108 177
Samtals: 10.154 10.423
Samdráttur í útlánum er um 2%
milli ára. Þetta er annað árið í röð
sem samdráttur er í útlánum, skýr-
inga virðist helst að leita í fækkun
íbúa á þjónustusvæði safnsins.
Skráð aðföng til safnsins voru
nokkru minni en undanfarin ár
eða sem hér segir: 2004 2003
Barnabækur . . . 63 70
Flokkabækur . . . 162 153
Skáldsögur 119 107
Samtals: 344 303
Kilju- og tímaritakaup eru svip-
uð frá ári til árs. Auk þessa var mik-
ið af eldri bókum, sem orðnar
voru úr sér gengnar, endurnýjað.
Koma þar að góðu gagni bókagjaf-
ir sem safninu berast ár hvert. I
héraðinu er veruleg Jrátttaka í fjar-
námi og leita fjölmargir nemend-
ur dl safnsins við útvegun heimilda
og lesefnis sem vísað er til. Reynt