Húnavaka - 01.05.2005, Side 263
H Ú N A V A K A
261
að hafa á boðstólnum „gamaldags“
bakkelsi svo sem kleinur, ástar-
punga, flatbrauð og þess háttar,
svona í anda hússins. Haldin voru
nokkur skemmtikvöld og tónleikar
og var þá jafnan húsfyllir. Kaffihús-
ið var einnig opið ájólaföstinni og
var þá samhliða haldinn markaður
handverksfólks í kjallaranum svo
og máh'ei kasýningjóns Ivarssonar.
IG/MBJ.
KIRKJUSTARF SKAGASTRANDAR-
PRESTAKALLS ÁRIÐ 2004.
Inngangur.
1 þessari skýrslu verður gerð
grein fyrir starfsmannamálum,
kórstarfi, helgihaldi og almennu
safnaðarstarfi í prestakallinu, auk
þess sem gerð verður grein fyrir
embættisverkum og fjölda þeirra
hjá undirrituðum á árinu.
Starfsmannamál og kórstarf.
Af starfsmannamálum ber það
hæst að enginn organisti sagði upp
á árinu og er það vel. Anna María
Guðmundsdóttir hélt góðu heilli
áfram sem organisti á Skagaströnd
en auk þess að stjórna kirkjukórn-
um \ið athafnir í Hólaneskirkju þá
hefur hún einnig stýrt honum \dð
allar atliafnir í Hofs- og Höskulds-
staðakirkjum. Sameiginlegum
kirkjukór Bergsstaða-, Bólstaðar-
hlíðar- og Holtastaðakirkna var
syórnað með styrkri hendi af Sig-
rúnu Grímsdóttur í Saurbæ, líkt og
verið hefur um nokkurra ára skeið.
Gospelnámskeið var haldið í
Hólaneskirkju, helgina 17.-18.
apríl, undir stjórn Óskars Einars-
sonar „gospelkóngs Islands“. Nám-
skeiðið var haldið fyrir kór
kirkjunnar og aðra áhugamenn
um gospelsöng. Stóð það yfir allan
laugardaginn 17. en endaði með
gospelmessu að rnorgni dags
sunnudaginn 18. apríl.
Kirkjukór Mælifellskirkju,
Sveinn Arnason organisti og sr.
Ólafur Hallgrímsson sóknarprest-
ur í Mælifellsprestakalli, komu í
messuheimsókn í Höskuldsstaði
sunnudaginn 21. mars. Á móti
þeim tóku sóknarnefnd og söfnuð-
ur Höskuldsstaðakirkju, sóknar-
prestur Skagastrandarprestakalls,
sr. Magnús Magnússon, og
kirkjukór Hólaneskirkju. Sungu
gestirnir messu í Höskuldsstaða-
kirkju en síðan var drukkið messu-
kaffi í Kántrýbæ í boði
Höskuldsstaðakirkju.
Helgihald og almennt safnaðarstarf
Messað var að jafnaði á tveggja
vikna fresti í Hólaneskirkju á
Skagaströnd á árinu að undan-
skildum sumartímanum og á
sama tíma voru þijár guðsþjónust-
ur að jafnaði á hverri af fimm
sveitakirkjum prestakallsins en
þær eru Bergsstaðakirkja, Bólstað-
arhlíðarkirkja, Hofskirkja, Holta-
staðakirkja og Höskuldsstaða-
kirkja. Stundum hendir það að
fjórar guðsþjónustur eru á sömu
sveitakirkjunni á einu ári en það
helgast af því að fjórða guðsþjón-
usta þess árs er fermingarmessa.
Hefur sóknarprestur reynt að
halda þeirri stefnu að bjóða upp á
fjölbreytni í helgihaldi þannig að
allir finni eitthvað við sitt hæfi.