Húnavaka - 01.05.2005, Page 264
262
H U N A V A K A
Frá fermingu í Hólaneskirkju vorið 2004.
Má þar nefna að fyrir utan hina
hefðbundnu messu hefur verið
boðið upp á taizemessur, gospel-
messur, fjölskyldumessur, æsku-
lýðsmessur, konudagsmessur,
sjómannamessur og tilraun með
hestamannamessu var hrundið í
framkvæmd í Höskuldsstaðakirkju
13. júní. Hestamenn komu ríð-
andi frá Blönduósi, Skagaströnd
og nokkrum bæjum í sókninni en
einnig komu nokkrir akandi á
sjálfrennireiðum. Voru hestarnir
settir í aðhald \dð útihúsin á Hösk-
uldsstöðum og gengu menn því
næst til kirkju. Þar var sungin
messa og almennur safnaðarsöng-
ur í hávegum hafður enda enginn
kirkjukór en undirleikur var í
höndum Elíasar Björns Arnason-
ar. Að lokinni messu var drukkið
messukaffi í kirkjunni en veg og
vanda að kaffi og meðlæti hafði
fólk af bæjum í sókninni.
Sóknarprestur var nteð vikulega
samverustund með öldruðum á
Dvalarheimilinu Sæ-
borgu og er síðasta
stund hvers mánaðar
helgistund. Auk þess
fór sóknarprestur
ásamt sóknarprestin-
um á Blönduósi með
aldraða í hina árlegu
haustlitaferð á veg-
um kirknanna í A-
Hún. Var ferðin farin
í október og ekið
norður í Skagafjörð,
nánar tiltekið norður
í Hjaltadal og heim
að Hólum.
Barna- og ung-
lingastarf var í fullum
gangi samhliða skólastarfi. Var
haldið áfrant með vikulegan
kirkjuskóla á Skagaströnd á mánu-
dagssíðdegi. Mæting datt örlítið
niður í febrúar en glæddist aftur í
mars og apríl, hins vegar var hún
ágæt í haust. Kirkjuskólinn í Hofs-
kirkju var haldinn einn fimmtudag
í mánuði. Sameiginlegur kirkju-
skóli í Húnaveri, sem ætlaður er
fyrir börn og unglinga í Bergs-
staða-, Bólstaðarhlíðar-, Holta-
staða- og Höskuldsstaðasóknum,
var haldinn síðasta laugardag
hvers mánaðar, tveggja tíma stund
í hvert sinn. Kirkjuskólastarfinu í
prestakallinu sl. vetur lauk á sum-
ardaginn fyrsta með því að farin
var óvissuferð norður í Skagafjörð.
Gengið var til kirkju í Glaumbæ og
húsakynni fyrri alda skoðuð í
beinu framhaldi. Síðan var farið í
sund í Varmahlíð og endað í pylsu-
veislu á Löngumýri.
í NTT starfinu (9-12 ára) og
æskulýðsfélaginu (13-15 ára) hélst