Húnavaka - 01.05.2006, Blaðsíða 94
92
HUNAVAKA
dýr úr kartöflum. Börnin pældu ekkert í því að við gætum ekki talað
tungumálið þeirra. Við náðum alltaf einhvern veginn að skilja hvort annað.
Börnin voru yfirleitt með fullt af skartgripum, hálsmen, armbönd,
eyrnalokka og ökklabönd. Þau voru einnig oft máluð svört kringum aug-
un en það var til að gera þau fallegri. Stundum var málaður svartur blett-
ur í augabrúnina senr átti að varna vondum augum að horfa á þau. Þegar
þau voru óþekk hótuðu mæðurnar stundum að slá þau með trjágrein,
þær gerðu það reyndar aldrei en ég og Tine vorum ekki alveg sáttar viö
þessar aðferðir.
Eg man ennþá nöfnin á öllum börnunum, þau heita nöfnum eins og
Amit, Rahul, Aaina, Diksha, Kamla, Sonali, Ankur, Aakriti, Himanshi og
svo mætti lengi telja. Amit var óþekkastur, hann gat alltaf fundið ein-
hverja leið til að prakkarast en þrátt fyrir það var hann alltaf í góðu skapi
og tilbúinn að prufa eitthvað nýtt með bros á vör. Himanshi var lítil
strákastelpa með svakalega mikinn persónuleika. Eitt sinn gekk til dæm-
is lúðrasveit framhjá leikskólanum á leið í brúðkaup. Krakkarnir voru all-
ir forvitnir eins og gengur og gerist en sérstaklega Himanshi. Um 10
mínútum eftir að lúðrasveitin hafði gengið framhjá stóð hún upp og byrj-
aði að syngja, dansa og klappa með höndunum af öllum lífs- og sálar-
kröftum. Eg gæti sagt endalausar sögur um þau en ég held að það myndi
fylla upp í heila bók.
Palampur
Bærinn Palampur var í klukkutíma göngufæri frá búðunum og oft var
það hressandi að ganga þegar gott var veður. Það var einnig annað val en
það var sjálfsmorðsleið númer eitt eins og við kölluðum hana. Þetta var
hinn ógurlegi strætó. Um leið og þú steigst inn í strætó var eins gott að
halda sér fast því að það var gefið í með krafti og snarhemlað þegar
þurfti að stoppa. Þegar beygja nálgaðist var bara gefið í botn. Góð hand-
festa og fast grip var lykillinn að því að slasast ekki inni í farartækinu en
þá gat hálsrígur hins vegar verið áverki eftir skrykkjótta strætóferð í bæ-
inn. Það var auðvitað eins með strætó og öll önnur farartæki á Indlandi,
troðið var inn í hann þar til síðasta manneskjan stóð á síðustu tröppunni
í dyrunum. Síðan var hurðinni bara læst til að viðkomandi dytti ekki út.
Rétt hjá bænum var ríkisrekinn spítali sem ég þurfti eitt sinn að leita
til. Slíka læknisheimsókn hafði ég nú ekki upplifað áður. Biðstofan var
full af fólki, aðallega þorpsbúum sem höfðu gengið rnarga klukkutíma til
að ná tali af lækni. Það voru biðraðir fyrir utan dyrnar hjá lækninum og
erfítt var að troðast í gegnum allt þetta fólk. Þegar hurðin var opnuð
tróðst bara fólkið inn, fyrstir koma, fyrstir fá. Þegar herbergið var orðið
fullt fór dyravörðurinn að ýta fólkinu frá svo að hægt væri að loka lturð-
inni. Heirna á Islandi var ég vön dyravörðum við skemmtistaði en dyra-
vörður á læknastofu var eitthvað sem maður sá ekki á hverjum degi. Það