Húnavaka - 01.05.2006, Blaðsíða 244
242
HUNAVAKA
aði, í Súðavík og i Stykkishólmi
sumarið 2005.
Fyrsta maí hátíðahöld voru með
hefðbundnu sniði. Ræðumaður
dagsins var Jón Karlsson, fyrrver-
andi formaður Oldunnar, stéttar-
félags í Skagafirði en hann lét af
formennsku í mars 2005 eftir ára-
tuga starf, fyrst sem formaður
Fram á Sauðárkróki og eftir sam-
einingu Öldunnar og Fram sem
formaður Öldunnar.
Stéttarfélagið Samstaða og Ald-
an, stéttarfélag í Skagafirði, gáfu út
sameiginlegt blað í desember.
Stefnt er að áframhaldandi sam-
starfi varðandi blaðaútgáfu.
Atvinnuástand í A-Hún. var
nokkuð gott á árinu, mikið var að
gera hjá starfsmönnum í bygging-
ariðnaði, bæði viðhaldsverkefni og
nýbyggingar.
Störfum í fiskvinnslu fækkar þó
jafnt og þétt, rækjuverksmiðjan
Særún varð gjaldþrota snemma árs
2005 og nýtt fyrirtæki Hafrún sem
tók við rekstrinum hætti starfsemi
síðsumars.
Nokkrar sviptingar urðu hjá slát-
urhúsi og kjötvinnslu Kaupfélags
V-Hún. Stofnað var nýtt fyrirtæki
um sláturhúsið og vinnsluna með
aðkomu Kaupfélags Skagfirðinga
sem á 50% af hinu nýja félagi, Slát-
urhúsi KVH ehf.
Starfsmönnum saumastofunnar
Freyjuprjóns ehf. var sagt upp seint
á árinu og verður starfsemi sauma-
stofunnar hætt en prjónastofan
mun starfa áfram.
BM ráðgjöf, hóf starfsemi á
Blönduósi í október. Sex til átta
manns eru þar að jafnaði eitt til
tvö kvöld í viku, og er þetta hent-
ug aukavinna fyrir suma.
Stéttarfélagið Samstaða sam-
þykkti alls 87 atvinnuleyfi á árinu,
flest vegna starfa við sláturhús og
kjötvinnslur en einnig til annarra
starfa og nú eru allmargir félags-
menn Stéttarfélagsins Samstöðu af
erlendu bergi brotnir.
Haldinn var kynningarfundur
fyrir erlenda starfsmenn SAH í
september og fyrir starfsmenn slát-
urhúss KVH í október. Haldin eru
íslenskunámskeið fyrir útlendinga
á vegurn Farskólans og Samstöðu á
hverju ári.
Stjórn Stéttarfélagsins Samstöðu
árið 2005 skipuðu efdrtaldir:
Asgerður Pálsdótdr formaður,
Guðrún Matthíasdóttir varafor-
maður, Stefanía Garðarsdóttir
gjaldkeri, Péturína Jakobsdóttir rit-
ari, Guðmundur Finnbogason for-
maður sjómannadeildar, Eiríkur
Pálsson formaður deildar ríkis- og
sveitarfélaga, Gígja Óskarsdóttir
formaður fisk\dnnsludeildar, Guð-
björg Þorleifsdóttir formaður versl-
unardeildar og Sigríður Arnfjörð
Guðmundsdóttir formaður iðnað-
ardeildar.
Asgerður Pálsdóttir.
FRÁ SKÓGRÆKTARFÉLAGI A-HÚN.
Austur-Húnavatnssýsla er ekki
skógivaxið landsvæði en þar má
víða finna fallega skógarreiti sem
verða alltaf meira og meira áber-
andi í landslaginu. Það á eftir að
verða mikil breydng að fáum árum
liðnunt þegar skógar, sem bændur
rækta undir merkjum Norður-
landsskóga, vaxa upp úr móunum
í viðbót við eldri skóga.
Hvert sumarið á fætur öðru á
liðnum árum hefur verið nokkuð
gott fyrir trjágróður þótt undan-