Húnavaka - 01.05.2006, Blaðsíða 179
HÚNAVAKA
177
B°ge)ju Finnbogadóttur sem Þórarinn gekk í föðurstað og ól upp sem
sína eigin dóttur. Börn Þórarins og Helgu eru í aldursröð: Guðný elst,
Heiðrún, hún er látin, Sveinn, Gestur, hann er látinn, Hjördís, Finnbogi
og Olafur yngstur.
Það var það rétt fyrir miðja síðustu öld að
þau Þórarinn og Helga stofnuðu heimili. Þór-
arinn vann alla almenna vinnu sem til féll, var
í vegavinnu á sumrum og á haustin í slátur-
húsinu á Blönduósi. Síðast vann hann í pakk-
húsi kaupfélagsins, þar var hann einna lengst
og allt til þess að hann hætti störfum sjötug-
ur. Oll sín hjúskaparár hélt Þórarinn skepnur
á Blönduósi, kýr og kindur, til að létta undir
með barnmörgu heimili sínu. Einnig átti Þór-
arinn hesta og hafði mikla ánægju af góðunt
hestum. Hann var alla tíð mjög duglegur til
vinnu og hjálpsamur og greiðvikinn samferða-
mönnum sínum.
Þórarinn andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Þar hafði
hann dvalið um nokkurra ára skeið.
Utför hans var gerð frá Blönduósskirkju þann 24. september.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Ottó Ákason,
Skagaströnd
Fceddur 12. júní 1921 - Dáinn 17. september 2005
Ottó fæddist í Brekku á Djúpavogi, sonur hjónanna, Aslaugar Jónsdóttur
og Aka Kristjánssonar. Börn þeirra voru 14 talsins.
Eiginkonu sinni, Matthildi Jónsdóttur frá Akranesi kynntist, Ottó þeg-
ar hún kom að Brekku sem ráðskona og þeirra fyrstu búskaparár voru
þar. Þau eignuðust saman fimm börn: Rögnvald f. 1965, Guðfinn Bjarna
f. 1966, Ársæl Anton f. 1968, Erling Sigurjón f. 1972 ogÁslaugu f. 1981.
Fyrir átti Matthildur tvö börn, þau Sigurbjörn f. 1962 og Guðrúnu Jónu
f. 1963, gekk Ottó þeim í föðurstað. Börnum sínum reyndist hann góður
og traustur faðir.
Þau hjónin bjuggu á Djúpavogi þar til þau fluttu til Skagastrandar árið
1975 og voru þar í nokkur ár. Aftur fluttu þau til Djúpavogs en fluttu svo
til Skagastrandar 1998 og hafa búið þar síðan.
Ottó átti sterkar rætur á Djúpavogi. Honum þótti afar vænt um
bernskuslóðirnar og uppvaxtarárin, æskuvinina, túnið heima, bryggjuna
og fjöllin og fegurðin á Djúpavogi var honum hugstæð. Hann var hlé-
drægur maður og fór ekki hátt en naut sín í samfélagi með traustum vin-