Húnavaka - 01.05.2006, Blaðsíða 234
232
H U N A V A K A
FRÁ HÉRAÐSSKJALASAFNINU.
I nóvember 2005 var Héraðsskjala-
safnið opnað að nýju eftir að hafa
verið lokað frá miðju ári 2004 þeg-
ar Þórarinn Torfason, sem gegnt
hafði starfi skjalavarðar í nokkur
ár, flutti frá Blönduósi. Ráðinn var
nýr skjalavörður, Kolbrún Zophon-
íasdóttir.
Eins og gefur að skilja höfðu
ýmis gögn borist safninu þann
tíma sem enginn var þar við vinnu.
Þá var það stutt liðið frá flutningi
safnsins í núverandi húsnæði að
ýmislegt var ófrágengið eftir þá
flutninga og fýrstu vikurnar fóru í
að skrá gögnin og koma þeim fyrir.
Það sem ekki er sýnilegt er fljótt
að gleymast svo að fyrirspurnir til
safnsins þessa síðustu mánuði árs-
ins voru skiljanlega ekki margar
eftir svo langa lokun. Þeir sem
höfðu samband voru aðallega að
leita að myndum, bæði af fólki og
húsum, einnig voru fyrirspurnir
nm landamerki. Safnið hefur eign-
ast skanna sem anðveldar allar
mynda- og skjalasendingar gegn-
um tölvu.
Margir lögðu leið sína í safnið
fyrir jólin og keyptu bókina Föður-
tún og myndbandið, Austur-Húna-
vatnssýsla um aldamótin 2000, gert
af Sigursteini Guðmundssyni.
Bæði bókin og myndbandið eru til
sölu í safninu.
Tólf manns hafa afhent safninu
ýmiss konar gögn, fundargerða-
bækur, skjöl og myndir. Þar er þó
mest að vöxtum skjala- og mynda-
safn frá Kaupfélagi Húnvetninga
sem kom hingað í 30 kössum og
má segja að þar megi lesa 110 ára
sögu héraðsins.
Skjalavörður vill þakka öllum
þeim sem hafa komið með gögn til
safnsins og hvetja Húnvetninga til
að gera enn betur og koma hingað
myndum, fundargerðarbókum og
ýmsum pappírum sem víða leyn-
ast. Einnig þökkum við Sigurði
Jóhannessyni og Ragnari Inga
Tómassyni hjá Húnakaupum fyrir
góðar gjafir og aðstoð.
Eftirtaldir færðu safninu skjöl
og myndir eftir opnun safnsins
2005.
Alda Friðgeirsdóttir, Anne Jóhanns-
dóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttír, Jón Ara-
son, Jón Isberg, Oddný Gunnarsdóttir,
Ragnar Ingi Tómasson, Sigurður Jó-
hannesson, Sigurður H. Þorsteinsson og
Sigursteinn Guðmundsson, öll Blöndu-
ósi. Unnar Ingvarsson Sauðárkróki og
Þorvaldur G. Jónsson Guðrúnarstöðum.
Kolbmn Zophoníasdóttir.
FRÁ HEIMILISIÐNAÐARSAFNINU .
Safnastarfid.
A útmánuðum ársins 2005 var
hið nýbyggða hús Heimilisiðnaðar-
safnsins orðið skuldlaust en húsið
var tekið í notkun árið 2003. Telur
stjórn safnsins að nú ntuni léttast
róðurinn og næsta skref verði að
einbeita sér meira að innra starfi
safnsins.
A liðnu ári var tekið í notkun
nýtt tákn „ logo“ fyrir safnið og er
hugmyndin á bak við það band-
hnykill. I janúar voru Heimilisiðn-
aðarsafninu veitt hvatningarverð-
laun Att'innuþróunarfélags Norð-
urlands vestra fyrir árið 2004.
Heimsóknir grunnskólabarna
og nema í textílfræðum færast í
vöxt yfir vetrarmánuðina. Njóta
þau sérstakrar leiðsagnar og
fræðslu auk þess sem gjarnan eru