Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Síða 2
þriðjudagur 27. janúar 20092 Fréttir
RíkisstjóRniR íslands
FullveldisstjóRnin
4. janúar 1917 – 25. febrúar 1920
Forsætisráðherra Jón Magnússon.
Heimastjórnarflokkur, Sjálfstæðisflokkur
þversum og Framsóknarflokkur.
BoRgaRastjóRn
25. febrúar 1920 til 7. mars 1922
Forsætisráðherra Jón Magnússon
Heimastjórnarflokkur og utan flokka
BoRgaRastjóRn
7. mars 1922 – 22. mars 1924
Forsætisráðherra Sigurður Eggerz
Sjálfstæðisflokkur og utan flokka
HágengisstjóRn
22. mars 1924 til 8. júlí 1926
Forsætisráðherra Jón Magnússon
Íhaldsflokkur
BoRgaRastjóRn
8. júlí 1926 – 28. ágúst 1927
Forsætisráðherra Jón Þorláksson
Íhaldsflokkur
FyRsta stjóRn FRamsóknaR
28. ágúst 1927 – 3. júní 1932
Forsætisráðherra Tryggvi Þórhallsson
Framsóknarflokkur
samstjóRn lýðRæðissinna
3. júní 1932 – 28. júlí 1934
Forsætisráðherra Ásgeir Ásgeirsson
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur
stjóRn Hinna vinnandi stétta
28. júlí 1934 – 2. apríl 1938
Forsætisráðherra Hermann Jónasson
Framsóknarflokkur og alþýðuflokkur
ÞRiðja stjóRn
HeRmanns
17. apr. 1939 – 18. nóv. 1941
Forsætisráðherra Hermann
Jónasson - Framsóknarfl.
stjóRn geiRs
HallgRímssonaR
28. ágúst 1974 – 1. september 1978
Forsætisráðherra Geir Hallgrímsson
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarfl.
vinstRistjóRn
1. september 1978 – 15. október 1979
Forsætisráðherra Ólafur Jóhannesson
Framsóknarflokkur, alþýðubandalag,
alþýðuflokkur
FyRsta stjóRn steingRíms
HeRmannssonaR
26. maí 1983 – 8. júlí 1987
Forsætisr. Steingrímur Hermannsson
Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur
stjóRn gunnaRs tHoRoddsen
8. febrúar 1980 – 26. maí 1983
Forsætisráðherra Gunnar Thoroddsen
Hluti Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokkur,
alþýðubandalag
stjóRn ÞoRsteins
PálssonaR
8. júlí 1987 – 28. sept. 1988
Forsætisráðherra Þorsteinn
Pálsson - Sjálfstæðisfl.,
Framsóknarfl., alþýðufl.
ÖnnuR stjóRn HeRmanns
2. apríl 1938 – 17. apríl 1939
Forsætisráðherra Hermann Jónasson
Framsóknarflokkur
vinstRistjóRn
14. júlí 1971 – 28. ágúst 1974
Forsætisráðherra Ólafur Jóhannesson
Framsóknarflokkur, alþýðubandalag,
Samtök frjálslyndra og vinstri manna
1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009
minniHlutastjóRn
alÞýðuFlokks
15. október 1979 – 8. febrúar 1980
Forsætisráðherra Benedikt Gröndal
alþýðuflokkur
1917 1918 1919 1920 1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950 1951 1952 1953 1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964
Forysta Sjálfstæðisflokksins batt
vonir við það að ekki þyrfti að leysa
Davíð Oddsson frá störfum í Seðla-
bankanum. Geir H. Haarde, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, lét í
veðri vaka þegar upp úr stjórnar-
samstarfinu slitnaði í gær, að unnið
hefði verið að því að breyta lögum
um Seðlabankann og Fjármálaeft-
irlitið. Í smíðum væri lagafrumvarp
um sameiningu Fjármálaeftirlitsins
og Seðlabankans.
Samkvæmt heimildum DV var
það von Geirs og annarra ráðherra
Sjálfstæðisflokksins að unnt yrði
að sefa Samfylkinguna með frum-
varpinu. Gert var ráð fyrir að lögin
tækju þegar gildi og að sameining
Fjármálaeftirlitsins og Seðlabank-
ans færi fram 1. mars, sama dag og
Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, léti
af störfum.
Forysta Sjálfstæðisflokksins von-
aðist til þess að þennan tiltekna dag,
1. mars, yrði Davíð Oddsson kom-
inn í nýtt starf og því kæmist Geir
hjá því að segja honum upp störfum
í Seðlabankanum.
DV hefur áreiðanlegar heimildir
fyrir því að unnið hafi verið að því að
koma Árvakri, útgáfufélagi Morgun-
blaðsins, í hendur manna sem hlið-
hollir eru Sjálfstæðisflokknum og að
Davíð Oddsson hafi átt að verða rit-
stjóri Morgunblaðsins. Þannig átti
Davíð að fara sjálfviljugur frá bank-
anum en ekki með valdboði.
Breytingar strax!
Samfylkingarmenn voru ekki ginn-
keyptir fyrir tilboði sjálfstæðis-
manna í þessum efnum enda
trúnaðurinn að engu orðinn milli
flokkanna vegna seinfærni og vax-
andi tortryggni.
Geir Haarde og fleiri þingmenn
Sjálfstæðisflokksins hafa fullyrt að
Samfylkingin hafi augljóslega sett
fram óaðgengileg skilyrði um að
hún fengi forsætisráðherraembætt-
ið. Hafa ber í huga að með því hefði
valdið yfir Seðlabankanum færst
til Samfylkingarinnar. Því má líta
svo á að brotnað hafi á enn einum
múrnum sem Sjálfstæðisflokkurinn
reyndi að setja upp til varnar Davíð.
Í þessu ljósi ber að meta orð Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur þegar
hún brást hart við ásökunum Geirs
Haarde á stuttum þingfundi á Alþingi
í gær. Þar sagði hún að Samfylkingin
hefði sýnt Sjálfstæðisflokknum mik-
ið langlundargeð: „Ýmislegt sem
varðar breytingar í fjármálakerfinu
okkar sem lýtur ekki síst að Seðla-
bankanum og því að endurreisa
traust á þessari æðstu stofnun efna-
hagsmála í landinu, sem er Seðla-
bankinn, hefur mistekist. Við viljum
að á því verði breyting eigi síðar en
strax. Við teljum ekki að það sé hægt
að bíða lengur. Við erum búin að
bíða frá því í haust, við getum ekki
beðið lengur eftir þeirri breytingu.
Hún verður að gerast núna. Það er
ekki hægt að vísa henni inn í fram-
tíðina með hugmyndum um hugs-
anlegar lagabreytingar. Þetta þarf að
gerast núna.“
Rauðgræn stjórn í smíðum
„Við útilokum engan kost fyrir fram
og við göngum ekki til slíkra við-
ræðna með fyrirframskilyrði, allra
síst um menn eða verkaskiptingu
því að það er málefnið og verkefnið
sem skiptir öllu hér og að því þurfa
menn að hyggja,“ sagði Steingrímur
J. Sigfússon, formaður VG, á Alþingi
í gær.
Þessi orð Steingríms strax að
lokinni yfirlýsingu Geirs H. Haarde
um stjórnarslit geta hæglega þýtt að
hann hafi lítið við það að athuga að
Jóhanna Sigurðardóttir verði forsæt-
isráðherra í ríkisstjórn sem starfar
skamma hríð. Orð hans mátti einn-
ig skilja á þann veg að eftir harka-
lega magalendingu fráfarandi ríkis-
stjórnar væri þjóðstjórn allra flokka
fjarlægur möguleiki. „Þjóðstjórn
verður þá að vera alvöruríkisstjórn,
fær um að vinna þau verk sem þarf
að vinna á næstu vikum og leiða svo
landið inn í kosningar. Maður hlýt-
ur að hafa vissar efasemdir eftir það
sem á dagana hefur drifið og eink-
um í dag í þeim efnum.“
Gátlisti eða stefnuyfirlýsing?
Eins konar málefnasamningur eða
gátlisti nýrrar ríkisstjórnar kveð-
ur á um samvinnuna við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn, kosningar með
fyrra fallinu, bráðaaðgerðir gegn
atvinnuleysi, fjöldagjaldþrotum
heimila og fyrirtækja og meðferð er-
Stjórnin Sprakk á Davíð
Varnarmúr Sjálfstæðisflokksins um Davíð Oddsson seðlabankastjóra rofnaði þegar
ríkisstjórnin sprakk í gær. Hann átti að verða Morgunblaðsritstjóri fyrir lok febrúar
áður en FME yrði sameinað Seðlabankanum með nýjum lögum. Samfylkingin gafst
upp og setti skilyrði sem rufu múrinn. Allt bendir til þess að forseti Íslands fái for-
manni Samfylkingarinnar umboð í dag til þess að mynda starfhæfan meirihluta á
þingi og nýja ríkisstjórn.
JÓHann HaukSSOn
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Forysta Sjálfstæðis-
flokksins vonaðist til
þess að þennan til-
tekna dag, 1. mars, yrði
Davíð Oddsson kominn
í nýtt starf og því kæm-
ist Geir hjá því að segja
honum upp störfum í
Seðlabankanum.
Stungið saman nefjum jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherraefni ráðfærir sig við ingibjörgu
Sólrúnu gísladóttur eftir stjórnarslitin í gær.
MynD RakEl ÓSk SiGuRðaRDÓTTiR