Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Blaðsíða 22
„Ég hef verið að vinna mikið með Nicholas og við ákváðum að stofna framleiðslufyrirtæki saman,“ seg- ir Þórir Snær Sigurjónsson kvik- myndaframleiðandi um danska leik- stjórann Nicholas Winding Refn sem er einna þekktastur fyrir danska þrí- leikinn Pusher. Þórir er nýkominn heim af Sundance-kvikmyndahá- tíðinni þar sem hann kynnti nýjustu mynd Refns, Bronson, sem og stutt- myndina Smáfugla eftir Rúnar Rún- arsson. „Það er sem sagt ég fyrir hönd Zik Zak, Nicholas og svo Lene Borglum fyrir hönd Zentropa sem stofnuð- um fyrirtækið,“ en Zentropa er fram- leiðslufyrirtæki leikstjórans Lars Von Trier sem gerði meðal annars mynd- ina Dancer in the Dark með Björk Guðmundsdóttur í aðalhlutverki. „Við erum svona í start- holunum með þetta en við erum að vinna að ýmsum verkefnum. Til dæmis erum við að vinna að danskri mynd ásamt DR (danska ríkis- sjónvarp- inu).“ Nich- olas og hasar- myndahetjan Ja- son Statham eru góð- ir vinir og aðspurður hvort fyrir- tækið muni starfa með leik- ar- anum í framtíðinni segir Þórir það óskandi. „Þeir eru mjög góðir vinir og eru reglulega í sambandi. Það er aldrei að vita nema eitt af þessum verkefnum henti Statham.“ Ásamt því að koma að fram- leiðslu myndarinnar Bronson, sem fjallar um hættulegasta fanga Bret- lands, vann Þórir einnig með Refn að myndinni Valhalla Rising sem er væntanleg á árinu. Þar er á ferðinni víkingamynd sem skartar danska leikaranum Mads Mikkelsen í aðal- hlutverki. Mads er einn frægasti leik- ari Dana og hefur leikið í myndum eins og Pusher, Blinkende Lygter og Adams Æbler. Hann er þó þekktast- ur fyrir hlutverk sitt sem óþokkinn Le Chiffre í Bond-myndinni Casino Royale. asgeir@dv.is þriðjudagur 27. janúar 200922 Fólkið Kvennagullið Fjölnir Þorgeirs- son hefur nú trúlofast kær- ustu sinni til nokkurra mánaða, Sjöfn Sæmundsdóttur. Fjölnir og Sjöfn eru búsett í Hveragerði og stunda þar hestamennsku af miklum krafti en eins og mörg- um ætti að vera kunnugt rekur Fjölnir heimasíðuna hestafrett- ir.is ásamt öðru sem viðkemur hestamennsku. Skömmu áður en Sjöfn varð á vegi Fjölnis lýsti hann því yfir í tímaritinu Séð og Heyrt að hann vildi ekki sjá konur og ætlaði að taka sér frí frá kvenþjóðinni. Það frí entist þó stutt og bárust fljót- lega fréttir af því að Fjölnir hefði fundið ástina á ný. Má því ætla að Sjöfn hafi heillað kvennagull- ið upp úr skónum. Íslenska stórsveitin Hjaltalín hélt í sinn fyrsta Evróputúr í janúar og hefur hann gengið einstaklega vel fram að þessu. Síðastliðið föstudagskvöld spilaði sveit- in á stað sem nefnist Lumiaire og er í London og er óhætt að segja að blaða- maður Financial Times hafi heldur bet- ur hrifist af sveitinni. Blaðamaðurinn fer fögrum orðum um sveitina og segir Högna Egilsson, söngvara sveitarinnar, ná rödd sinni vel upp á háu nóturnar og líkir hon- um meðal annars við Guy Garvey, for- sprakka hljómsveitarinnar Elbow, en í sveitalegum líkama tennisstjörnunnar Björns Borg. Að auki segir blaðamaður frá því þegar Hjaltalín spilaði vinsælasta lag Íslands síðastliðið ár, Þú komst við hjartað í mér, sem þýðist yfir á ensk- una „You Touched My Heart“. Segir hann Högna hafa viðurkennt að nafnið á laginu hljómaði væmið, klúðurslegt og smeðjulegt á ensku en sé í rauninni mjög töff á íslensku. Blaðamaður seg- ir vinsældir lagsins ekki hafa leynt sér þegar allir Íslendingar á svæðinu hafi þotið alveg upp að sviðinu þegar lagið hófst. Og svo virðist sem Hjaltalín hafi leik- ið á als oddi milli laga í London og jafn- vel haft húmor fyrir efnahagsástandi Ís- lands: „Komið til Íslands. Það er ódýrt og skemmtilegt og það eru óeirðir og ýmislegt þar,“ ku Högni hafa sagt. Að lokum segist blaðamaður vera sannfærður um að ef orðspor sveitar- innar muni berast komi Hjaltalín til með að vera „Festival favourites“ eða uppáhald tónlistarhátíða sumarsins, líkt og Sigur Rós hafi verið hingað til. krista@dv.is Eins og svEitalEgur Björn Borg Náði háu tónunum vel Blaðamað- ur Financial Times fer fögrum orðum um Högna, söngvara hljómsveitar- innar Hjaltalín, og líkir honum við tennisstjörnuna Björn Borg. Fjölnir trúloFast Blaðamaður Financial Times hreiFsT mjög aF hjalTalín í london: þórir snær: „Er ég sá eini sem er til í að lóga þessum mótmælendum niðri í bæ? Hvaða drasl er þetta? Er Æsufellið tómt á kvöldin? Ugly Protestors Bothering Beautiful People! Þú sérð ekki Þorgrím Þráins eða Störe mótmæla,“ segir Gillzenegger, eða Störe, eins og hann vill láta kalla sig um þessar mundir í nýrri bloggfærslu sinni eftir töluverða bloggpásu. Einnig lýsir vöðvastælti blogg- arinn því yfir að hann þrái að henda sér í vestið, setja á sig hjálminn, halda niður í bæ með kylfur og bakka upp lögguna. „Skil ekki af hverju þetta er látið bitna á grey lögreglumönnun- um,“ segir Störe hneykslaður. ljóta Fólkið mótmælir FramlEiðir Í Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak hefur stofnað framleiðslufyrirtæki ásamt danska leikstjóranum Nicholas Winding Refn. Fyrirtækið er þegar byrjað að vinna að ýmsum verkefnum og gæti verið að hasarhetjunni jason statham brygði fyrir í einhverju þeirra. Þórir Snær Er sonur Sigurjóns Sighvatsson- ar stórframleiðanda. Jason Statham Er góðvinur nicholas Winding refn. Mads Mikkelsen Leikur aðalhlutverkið í myndinni Valhalla rising þar sem þórir er einn framleiðanda. Danmörku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.