Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Blaðsíða 20
þriðjudagur 27. janúar 200920 Fókus Frank og April Wheeler eru ung hjón með tvö börn sem búa í út- hverfi í Connecticut í Bandaríkj- um sjötta áratugarins. Hún er lærð leikkona en í upphafi myndar gefur hún leiklistina upp á bátinn eftir að hafa frumsýnt misheppnað leikrit og Frank segir hana hæfileikalausa leikkonu. Frank vinnur skrifstofu- starf hjá sama fyrirtæki og faðir hans hafði unnið hjá í tvo áratugi í tilbreyt- ingarsnauðu starfi. Föður hans lík- aði aldrei starfið og Frank er við það að feta sömu leið óhamingjusams lífs, þrátt fyrir að hafa lofað sjálfum sér að gera ekki sömu mistök. Apr- il er ekki hamingjusöm sem hús- móðir en hvorugt hjónanna lætur á neinu bera út á við og líta aðrir bæj- arbúar hin fögru hjón öfundaraug- um. Þegar April viðrar óvenjulega hugmynd við eiginmanninn hriktir í glansmyndinni sem til staðar er; að þau flytji til Parísar þar sem hún yrði fyrirvinna heimilisins á meðan hann reyndi að átta sig á hvað hann vilji gera í lífinu. Eftir smá umhugs- un tekur Frank vel í hugmyndina og Wheeler-hjónin ákveða að flytja bú- ferlum haustið eftir. En þegar Frank býðst stöðu- og launahækkun renna á hann tvær grímur. Revolutionary Road fjallar í aðra röndina um það átak sem þurfti til að konur kæmust út á vinnumarkaðinn í álíka mæli og karlar. Og hún fjallar um þessa byltingu með því að segja sögu konu sem þráir að taka þátt í henni en lendir á vegg. Húsvegg heimilisins. Eiginmaðurinn hindrar April í að fá draum sinn uppfylltan. Hann er fangavörðurinn sem heldur henni í prísundinni, sem áberandi rimlumlíkir gluggalistarnir á heim- ili Wheeler-hjónanna undirstrika, og kemur skýrast fram í ógnarsterku atriði þar sem April stendur við einn glugga fangaklefa síns og afdrifarík- ir atburðir eru að eiga sér stað. Yfir- fangavörðurinn aftur á móti er venj- an og óskrifuðu lögin að karlar ættu að vinna fyrir heimilinu. Wheeler-hjónin eru góðum kost- um gædd en ná hins vegar ekki að nýta það sem þau hafa til brunns að bera vegna þess að þau elta ekki drauminn. Þau gera öðrum til hæfis með því að vera um kyrrt í stað þess að brjótast út úr viðjum vanans og hefðarinnar. Þau taka fyrstu skrefin niður veg byltingarinnar en það þarf hugrekki og dug til að halda göng- unni áfram allt til enda. Framvindan er hæg og örugg og undirbygging dramatískra hápunkta frábær. Hér er feikilega sterk mynd á ferð í leikstjórn Sams Mendes, þess sama og gerði American Beauty. Re- volutionary Road er gjörólík þeirri fyrrnefndu en ástir og átök Wheel- er-hjónanna, í túlkun „Titanic-pars- ins“ Leonardos DiCaprio og Kate Winslet, gefa hinni eftirminnilegu og meinfyndnu rimmu úthverfa- hjónanna Kevins Spacey og Annette Bening lítið eftir. Bæði Winslet og DiCaprio sýna afbragðsleik og eng- in furða að Winslet hafi fengið Gold- en Globe-verðlaunin fyrir leik sinn á dögunum. Þá skal getið stórgóðr- ar óskarstilnefningarframmistöðu Michaels Shannon í hlutverki geð- veiks manns og eins konar samvisku hins kjarklausa Franks. Kristján Hrafn Guðmundsson á þ r i ð j u d e g i Fyrirmyndir toppa milljarðamæringa gamanmyndin Role Models sem frumsýnd var um helgina var mest sótta mynd helgarinnar í kvikmyndahúsum landsins. Hún vék þar með hinni rómuðu Slumdog Millionaire úr toppsætinu sem kom ný inn á lista helgina áður. Hún situr nú í öðru sæti en þar fyrir neðan er önnur gamanmynd, Bedtime Stories með AdAM sAndleR. nýjasta mynd leonARdo diCApRio og KAte Winslet, revolutionary road sem frumsýnd var um helgina, nær einungis sjöunda sæti listans. Lay Low á rósenberg Lay Low verður með tónleika á Café Rósenberg í kvöld. Lovísa mun þar stíga á stokk, ásamt gítarleikara sínum, Pétri Hallgrímssyni. Miðað við hversu mikið er fram undan hjá Lovísu erlendis á þessu ári er óljóst hvenær hún muni spila á Íslandi næst, segir í tilkynningu. Í fyrra- málið halda hún Pétur til London og ganga um borð í rútuna hennar Emilíönu Torrini sem þau ætla að túra með á næstu vikum. Stefnan er sett á Frakkland þar sem tónleika- ferð Emilíönu hefst 29. janúar. Auk Frakklands verður spilað á Ítalíu, í Þýskalandi, Sviss, Austurríki, Belgíu, Hollandi og Lúxemborg eða á sautj- án tónleikum alls. MiðasaLa haF- in á jón Fingra- FiMa Miðasala er hafin á tónleikaröð- ina Af fingrum fram undir stjórn Jóns Ólafssonar sem verður í Saln- um og hefst í næsta mánuði. Þar mun Jón sitja við flygilinn og fara í gegnum sjóð íslenskra dægur- laga með gestum sínum sem eiga það sameiginlegt að hafa glatt landsmenn með tónlist sinni í lengri eða skemmtri tíma. Margir muna sjálfsagt eftir samnefndnum þáttum hans sem voru á dagskrá RÚV. Fyrsti gestur Jóns er enginn annar en Magnús Eiríksson sem hefur samið ótal lög og texta sem íslenska þjóðin hefur tekið ást- fóstri við. Sérstakur gestur er Ellen Kristjánsdóttir. Næstu gestir verða svo Magnús Þór Sigmundsson og Valgeir Guðjónsson. guLLöLd í bæjarbíói Fjórar myndir sem gerðar voru á tíma japönsku gullaldarinnar verða sýndar hjá Kvikmyndasafni Íslands á næstu vikum. Fyrsta myndin verður sýnd í kvöld, myndin Ukigusa sem á ensku nefnist Floating Weeds, í leikstjórn Yasujiro Ozu. Myndin er frá árinu 1959 og er endurgerð Ozu á einni af hans vinsælustu myndum, A Story of Floating Weeds. Hópur farandleik- ara með Komajuro nokkurn með í för sækir heim lítið þorp þar sem hann á bæði ástkonu og táningsson sem veit ekki um föður sinn. Leiðtogi hópsins og núverandi ástkona Komajuros þekkir þó leyndarmálið og sakir af- brýðisemi narrar hún unga leikkonu úr hópnum til að draga drenginn á tálar. Sýningin er klukkan 20.00 og kostar 500 krónur inn. Danssýningin Systur verður sýnd að nýju í Iðnó frá og með næsta laugardegi, 31. janúar, en hún var sýnd fyrir fullu húsi og við góðar viðtökur í maí í fyrra. Tvær sýning- ar voru í Samkomuhúsinu á Akur- eyri um síðastliðna helgi og voru viðtökur sömuleiðis afbragðsgóð- ar þar nyrðra að því er frá greinir í fréttatilkynningu. Gagnrýnandi DV gaf sýningunni þrjár stjörn- ur í dómi sínum síðastliðið vor og sagði hana forvitnilega. Aðr- ir gagnrýnendur fóru ívið lofsam- legri orðum um sýninguna. Systur er rússíbanareið um hugaróra tveggja kvenna. Ástrós Gunnarsdóttir og Lára Stefáns- dóttir túlka ýmis minni kvenna við texta Hrafnhildar Hagalín og fjöl- breytta tónlist þar sem viðfangs- efnin eru meðal annars spenna, söknuður, erótík, unaður, losti, limir, hreinleiki og trú. Ástrós og Lára eru báðar á með- al reyndustu dansara og danshöf- unda landsins. Þær bregða sér í ýmis gervi í sýningunni, auk þess sem karlmaður stígur með þeim á svið á Adamsklæðum. Þórhild- ur Þorleifsdóttir var listrænn ráð- gjafi þeirra við gerð sýningarinnar, Björn Bergsteinn Guðmundsson hannaði lýsingu, Dýrleif Örlygs- dóttir sá um búninga og tónlist var í höndum Guðna Franzsonar, ým- ist frumsamin eða valin úr ýmsum áttum. Kristján Hrafn Guðmundsson rússíbanareið í iðnó venjunnar í FangeLsi kvikmyndir RevolutionaRy Road Leikstjóri: Sam Mendes Aðalhlutverk: Leonardo diCaprio, Kate Winslet, Kathy Bates, Michael Shannon Systur Ástrós gunnarsdóttir og Lára Stefánsdóttir eru höfundar og dansarar sýningarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.