Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Blaðsíða 12
þriðjudagur 27. janúar 200912 Fréttir Fjórtán ára lögga Lögreglustöð í einu úthverfa Chic- ago liggur undir ámæli þessa dagana eftir að fjórtán ára gömlum pilti tókst á laugardaginn að ganga inn á stöð- ina og fá úthlutað verkefni. Því næst fór pilturinn upp í lögreglubíl ásamt lögreglumanni og ók með hon- um um götur borgarinnar í fimm klukkustundir. James Jackson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn á stöðinni segir að upp hafi komist um málið þegar pilturinn snéri til baka til að skila bílnum. Yf- irmenn stöðvarinnar tóku eftir að hann var ekki með lögreglustjörnu á búningnum sem venja er á búning- um alvöru lögregluþjóna. Segir lögreglan að um alvarlegan ör- yggisbrest sé að ræða en pilturinn á yfir höfði sér kæru. Hjólabrettaæði hefur gripið um sig í nokkrum íbúðarhverfum í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Áhuginn á þessari vestrænu íþrótt er orðinn svo mikill meðal ungmenna, að Ástr- ali að nafni Oliver Percovich, sem búsettur er í Kabúl, hefur ákveðið að setja á fót fyrsta hjólabrettaskóla borgarinnar á næstu mánuðum. Hann segir íþróttina gefa ungling- um og börnum kost á því að upplifa eðlilegt líf og eiga sér uppbyggileg áhugamál án mikils tilkostnaðar. Í hverfi einu í Kabúl, safnast nú reglu- lega saman afgönsk ungmenni við gamalt sovéskt steypumót, sem nú þjónar nýjum tilgangi sem hjóla- brettagarður af frumstæðri gerð. Percovich hefur hins vegar fé til þess að byggja glæsilegan hjóla- brettagarð í útjaðri Kabúl. Borgar- yfirvöld hafa þegar gefið land undir framkvæmdirnar og eru miklar von- ir bundnar við framkvæmdina. Meðal þeirra sem stunda hjóla- brettamennsku reglulega er hin níu ára gamla stúlka Maro. „Hjólabrett- in veita mér kjark og um leið og ég fer að renna mér, þá gleymi ég öllum mínum áhyggjum,“ segir hún. Í síðustu viku sprengdi afgansk- ur vígamaður sig í loft aðeins 20 metra frá hjólabrettagarðinum, en slíkir harmleikir eru daglegt brauð í lífi afganskra barna. Önnur afgönsk stúlka, Hadisa, sem stundar hjóla- brettamennsku af krafti, segir þó að íþróttin sé ekki viðurkennd af fjöl- skyldu hennar. „Bræður mínir börðu mig fyrir að renna mér á hjólabretti. Það er hins vegar í lagi, þeir hafa rétt á því.“ Þegar ungu stúlkurnar ná kyn- þroska, neyðast þær hins vegar til að hætta að stunda íþróttina, því þá ber þeim skylda til að hylja sig frá toppi til táar. Vonir standa hins vegar til að leysa megi það vandamál með því að aðgreina hjólabrettaaðstöðu fyrir stráka og stelpur í nýju höllinni. valgeir@dv.is Ástralskur ofurhugi stefnir á byggingu fyrsta hjólabrettaskólans í Kabúl: Hjólabrettaæði grípur um sig í afganistan Ungu stúlkurnar sem Lubanga rændi voru notaðar sem kynlífsþrælar af leiðtogum uppreisnarmanna um leið og þær urðu kynþroska. Thomas Lubanga, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna í Aust- ur-Kongó, kom fyrir dómara stríðs- glæpadómstóls Sameinuðu þjóð- anna í Haag í Hollandi í gær. Þar lýsti hann sig saklausan af ákærum um að hafa notað barnahermenn í fimm ára átökunum í Ituri-héraðinu í Kongó sem lauk árið 2003. Í átökun- um var mörgum óbreyttum borgur- um rænt og þeir neyddir til að vinna fyrir uppreisnarmennina. Notaði þrjátíu þúsund börn Ákæran á hendur Lubanga er í sex liðum og er hann ákærður fyrir að nota þúsundir barna undir fimmt- án ára aldri til að berjast í fimm ára átökunum. Saksóknarar halda því fram að barnahermennirnir hafi verið notaðir til að drepa meðlimi Lendu-hópsins og að Lubanga hafi notað hermennina sem lífverði sína. Lubanga á að hafa ráðið barnaher- mennina í þjónustu sína frá 1. sept- ember 2002 til 13. ágúst 2003. Meira en þrjátíu þúsund börn voru fengin í þjónustu Lubanga á þessu tímabili en talið er að átökin hafi kostað sex- tíu þúsund manns lífið. Drepa, ræna og nauðga Réttarhöldin hófust í gær eftir sjö mánaða töf þar sem dómarar og sak- sóknarar ræddu um trúnaðarsönn- unargögn. Luis Moreno-Ocampo tók fyrstur til máls fyrir hönd ákæru- valdsins og sagði Lubanga hafa notað börnin til að drepa, ræna og nauðga. „Börnin þjást ennþá vegna glæpa Lubanga. Þau gleyma ekki hvað þau gengu í gegnum, hvað þau sáu og hvað þau gerðu. Þau voru níu, ell- efu og þrettán ára,“ segir Moreno- Ocampo. Hann segir enn fremur að nokkur barnanna noti nú fíkniefni til að lifa af og einhver þeirra hafi leiðst út í vændi. Í réttarhöldunum sýndi hann myndbandsupptöku af æfingabúð- um Lubanga þar sem hann var í fé- lagsskap ungra manna og barna og sum þeirra voru klædd í herbún- inga. Moreno-Ocampo krefst þess að Lubanga fái að sitja í fangelsi í allt að þrjátíu ár vegna alvarleika glæps- ins. Saklaus friðarsinni Börnunum var að sögn ákæru- valdsins rænt á leiðinni í skóla eða á íþróttavöllum. Ungu stúlkurnar sem Lubanga rændi voru notaðar sem kynlífsþrælar af leiðtogum upp- reisnarmanna um leið og þær urðu kynþroska. Ákæruvaldið heldur því fram að börnin hafi þurft að þola grófar bar- smíðar og misnotkun af ýmsu tagi. Mörgum börnunum var gefið mar- ijúana og þeim sagt að það ætti að vernda þau gegn göldrum. 93 fórnarlömb Lubanga eru varin af átta lögfræðingum í réttarhöldun- um en 34 vitni verða kölluð í vitna- stúkuna. Þar á meðal eru fyrrverandi barnahermenn, fyrrverandi með- limir uppreisnarmanna og sérfræð- ingar af ýmsu tagi en réttarhöldin munu að öllum líkindum standa yfir í marga mánuði. Fyrsta vitnið fer í BÖRN NOTUÐ TIL AÐ DREPA OG NAUÐGA LiLja KatríN GuNNarSDóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is thomas Lubanga, fyrrverandi leiðtogi uppreisnar- manna í Austur-Kongó, kom fyrir dómara stríðsglæpa- dómstóls Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann er sakaður um að hafa notað barnahermenn í fimm ára átökunum sem lauk árið 2003. Lubanga lýsti yfir sakleysi sínu en margir barnahermenn Lubanga hafa leiðst út í fíkni- efni og vændi. Meira en þrjátíu þúsund börn undir fimmtán ára aldri voru fengin í þjónustu Lubanga en þeim var rænt á leið í skóla eða á íþróttavöllum. Blóðug átök Talið er að um sextíu þúsund manns hafi látið lífið í fimm ára átökunum í austur-Kongó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.