Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Blaðsíða 13
þriðjudagur 27. janúar 2009 13Fréttir Spilltir lávarðar Fjórir þingmenn úr bresku lávarða- deildinni sæta nú ásökunum um að hafa verið reiðubúnir að breyta lögum gegn greiðslu. Fjallað var um mál mannanna í The Sunday Times. Þar sagði að Taylor lávarður frá Blackburn hefði sagt við blaða- mann að honum hefði tekist að seinka löggjöf fyrir eitt fyrirtæki. Þannig hafi honum tekist að vinna á bak við tjöldin að hagsmunum þeirra sem hafa greitt honum fé. Haft er eftir honum að hann hafi fengið 25 þúsund til 100 þúsund pund á ári frá fyrirtækjum. Lávarðarnir sem um ræðir eru allir skipaðir af Verkamannaflokknum. Krabbamein í blöðruhálskirtli gæti tengst kynlífi ungra manna: Karlmenn sem lifa miklu kynlífi eða fróa sér oft á tvítugs- og þrítugsaldri virðast eiga frekar á hættu en aðrir að fá krabbamein í blöðruhálskirtil. Þetta kemur fram í rannsókn vísinda- manna við háskólann í Nottingham sem spurði 800 menn út í kynlífs- reynslu þeirra. Samkvæmt frétt BBC af rannsókninni virðist fylgni á milli þess hversu mikla kynferðislega útrás karl- menn fá og líkanna á því hvort þeir fái krabbamein í blöðruhálskirtil. Vísindamenn undir forystu Polyx- eni Dimitropoulou ræddu við rúm- lega fjögur hundruð menn sem hafa greinst með krabbamein í blöðruháls- kirtli og álíka marga menn sem höfðu aldrei þjáðst af sjúkdómnum. Að sögn vísindamannanna telja þeir að aukið magn kynlífshormóna í sumum mönnum leiði hvort tveggja til þess að þeir séu virkari í kynlífi og eigi meiri hættu á að fá meinið. „Hormónar virðast leika lykilhlutverk um myndun krabbameins í blöðru- hálskirtli og það er mjög algengt að veita mönnum meðferð sem felst í því að draga úr hormónunum sem ýta undir krabbameinsmyndunina,“ sagði Dimitropoulou. Rannsóknin er áhugaverð, sagði John Neate, yfirmaður samtaka sem berjast fyrir lækningum á krabba- meini í blöðruhálskirtli. Hann sagði þó að styðja yrði rannsóknina frekari sönnunargögnum áður en væri hægt að taka hana fullgilda. Þá benti hann á að það gæti reynst erfitt fyrir menn að rifja upp hversu oft og með hversu mörgum félögum þeir hefðu stundað kynlíf tveimur til þremur áratugum áður en rannsóknin var gerð. Kynóðir fá krabbamein Neita hjálparávarpi Stjórnendur tveggja stærstu frétta- sjónvarpsstöðva Bretlands hafa neitað að senda út hjálparkall frá Gaza, þar sem fólk er hvatt til þess að styðja við bakið á Gaza-búum eftir innrás Ísraela. Mark Thompson, yfirmaður BBC, og John Ryley, yfirmaður Sky News, segja báðir að útsendingin brjóti í bága við þá skyldu stöðvanna að vera hlutlausar í umfjöllun sinni. Stjórnendur nokkurra annarra sjón- varpsstöðva hafa hins vegar ákveðið að senda hjálparkallið út. Það er í formi sjónvarpsþáttar. BBC hefur sætt mikilli gagnrýni fyr- ir að senda þáttinn ekki út. BÖRN NOTUÐ TIL AÐ DREPA OG NAUÐGA vitnastúkuna á miðvikudaginn en það er fyrrverandi barnahermað- ur. Því næst verður faðir hans látinn bera vitni. Þrátt fyrir óteljandi sannanir gegn Lubanga heldur hann því statt og stöðugt fram að hann hafi verið að reyna að koma á friði í Ituri-hér- aðinu í Austur-Kongó. Í mörg ár hafa þar geisað blóðug átök milli hópa sem vilja ráða yfir steinefnaauðlind- um héraðsins. Skýr skilaboð Réttarhöldin hafa vakið mikla at- hygli í Ituri-héraðinu og segir frétta- ritari BBC í Kongó að fjögur hundruð manns muni fylgjast með á stórum skjá í höfuðborg héraðsins, Bunia. Hann segir enn fremur að börn séu enn neydd til að berjast í nágrenni héraðsins. Martin Plaut, sem fæst við grein- ingu á Afríku fyrir BBC-fréttastofuna, segir að með þessum réttarhöld- um sendi stríðsglæpadómstóllinn skýr skilaboð til uppreisnarmanna um allan heim sem hafa framið ófá ódæðisverk á síðustu árum án þess að vera sóttir til saka. Dómarar stríðsglæpadómstólsins munu ákveða bráðlega hvort þurfi að gefa út handtökuheimild á hend- ur Omar al-Bashir, forseta Súdans, en hann er sakaður um þjóðarmorð í Darfur. Notaðar sem kynlífsþrælar Stúlkurnar sem hnepptar voru í ánauð Lubanga voru notaðar sem kynlífsþrælar um leið og þær náðu kynþroskaaldri. Hættuleg hormón Hormón sem ýta undir kynferðislega virkni gætu líka ýtt undir krabbamein.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.