Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Blaðsíða 17
þriðjudagur 27. janúar 2009 17Sport ÖRLÆTI PAC MAN Eftir að ricky Hatton fékk nóg af samningaþófinu í Manny Pacquiao fyrir bardaga þeirra í maí og hóf viðræður við de la Hoya og Floyd Mayweather jr. stökk Pacquiao til og samþykkti rúmlega 117 milljón- ir dollara auk helmings af sjónvarpsréttindum fyrir að stíga í hringinn með Hatton. Pac Man vildi 60% af öllum peningum en hefur nú fundið auðmýkt og örlæti í hjarta sínu og sætt sig við fjórtán og hálfan milljarð króna fyrir að hámarki 48 mínútur í hringnum. þá eru ótaldar tekjur af sjónvarpsútsending- um sem vonandi færa Pacquiao greyinu aðeins meira salt í grautinn. Bardagi Hattons og Pacquiaos fer fram í Las Vegas 2. maí. Evrópu- og Englandsmeistarar Manchester United jöfnuðu um þar- síðustu helgi met Chelsea frá því tímablið 2004-05 með því að halda hreinu tíunda leikinn í röð. United, sem hefur verið á mikilli siglingu, tryggði sér þar þrjú mikilvæg stig á lokamínútu leiksins þegar Dimitar Berbatov skallaði knöttinn í netið gegn Bolton á útivelli. Manchester United getur bætt metið í kvöld og haldið hreinu ellefta leikinn í röð þegar liðið mætir neðsta liði úrvalsdeildarinnar, West Brom, á útivelli. Það sem meira er, United getur sett meiri pressu á Liverpool með sigri. Liverpool leikur ekki fyrr en á morgun gegn Wigan á útivelli og getur United því verið með sex stiga forskot þegar Liverpool-liðar halda inn á JJB-völlinn. Ryan Giggs segir fyrri leik liðanna sem endaði með 4-0 sigri meist- aranna ekki endurspegla hvernig sá leikur þróaðist. „WBA var mun betra en við á löngum köflum og hélt hreinu í hálfleik. Það er á miklu skriði þessa stundina, sérstaklega á heimavelli og þetta er lið sem vill spila fótbolta. Þetta verður erfiður leikur,“ segir örvfætta goðsögnin á Old Trafford. Meiðslalisti meistaranna lengdist þó um helgina í bikarsigrinum gegn Tottenham en Fabio, bróðir Rafaels sem hefur verið að geta sér gott orð með aðalliðinu, gekk ásamt hinum unga Danny Welbeck af velli meidd- ur. Fjórir leikir eru á dagskrá í kvöld. Tottenham, sem fjárfesti í tveimur nýjum mönnum í gær, mætir Stoke á heimavelli, Portsmouth tekur á móti Aston Villa og þá sækir Fulham lið Sunderland heima á Leikvang ljóss- ins. tomas@dv.is Manchester United getur bætt met Chelsea í kvöld: hALdA þeIR hReINu í eLLefu LeIkI? BeTRI eN SChuMI nýr framkvæmdastjóri McLaren- liðsins í Formúlu 1, Martin Whitmarsh, segir heimsmeistarann Lewis Hamilton getað jafnað og jafnvel bætt met þjóðverjans Michaels Schumacher sem státar af hvorki fleiri né færir en sjö heimsmeistaratitlum. Hamilton vann sinn fyrsta síðasta haust. „Hann getur svo sannarlega bætt þetta met. Hann hefur alla burði til þess en hann mun sjálfur aldrei tala um það því hann er svo hógvær,“ segir Whitmarsh. „aðalatriðið að muna er að Hamilton er aðeins 24 ára gamall núna og þegar búinn að vinna heimsmeistaratitil. Hann hefur ekki enn toppað,“ segir Martin Whit- marsh. eITT MARk, eITT hÖgg það var skammvinn gleðin hjá brasilíska framherjanum adriano hjá inter. adriano fékk örlitla uppreisn æru þegar hann skoraði sigurmark inter gegn Sampdoria um helgina en Brassinn hefur staðið í endalausu stríði við þjálfarann, jose Mourinho. Í leiknum kýldi adriano leikmann Sampdoria en dómarinn sá ekki atvikið og gerði því eðlilega ekkert í því. Í gær fór svo aganefnd ítalska knattspyrnusambandsins yfir atvikið á myndbandi og dæmdi framherj- ann kraftmikla í þriggja leikja bann. TveIR TIL ToTTeN- hAM Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham heldur áfram að styrkja sig fyrir seinni hlutann í deildinni en Lundúnaliðið nældi sér í tvo leikmenn í gær. Fyrst var tilkynnt að félagið hefði náð samningum við ítalska markvörðinn Carlo Cudicini sem kemur til liðsins frá Chelsea þar sem hann hefur verið undanfarin ár. Cudicini var aðalmarkvörður Chelsea og einn sá besti í úrvalsdeildinni áður en Petr Cech kom og hirti af honum stöðuna. Mörg lið hafa reynt að fá Cudicini undanfarin ár en hann hefur haft það gott á fínum launum á tréverkinu hjá Chelsea. Seinna um daginn var gengið frá kaupum á franska hægri bakverðin- um Pascal Chimbonda frá Sunder- land en hann þekkir ágætlega til hjá félaginu. Chimbonda lék með Tottenham í tvö ár áður en hann hélt til Sunderland í sumar en snýr nú aftur eftir aðeins nokkurra mánaða fjarveru. uMSjón: TóMaS þór þórðarSon, tomas@dv.is / SVEinn WaagE, swaage@dv.is Síðustu vikur og mánuðir hafa verið knattspyrnufélögunum erfið. Mýmörg þeirra hafa beðið leikmenn sína um að taka á sig launalækkanir og fyrir leikmenn sem nú þegar hafa misst vinnuna eða treystu á fótbolt- apeninginn með skólagöngunni eru góð ráð dýr. Floy sem leikur í þriðju efstu deild í Noregi hugsar sér gott til glóðarinn- ar á íslenskum markaði. Liðið hefur nú þegar tryggt sér þjónustu Jóhann- esar Harðarsonar sem flutti sig til í Noregi, Óli Stefán Flóventsson hef- ur æft með liðinu og bíður nú eft- ir samningstilboði og þá hefur liðið verið að bera víurnar í Tryggva Guð- mundsson, leikmann Íslandsmeist- ara FH. Kreppunni að kenna „Já, það má eiginlega segja það hreint út. Kreppan varð til þess að ég fór að spá alvarlega í þessi mál,“ seg- ir Óli Stefán Flóventsson, miðvörður Fjölnis, sem sló í gegn í Landsbanka- deildinni í sumar. „Ég hef verið í skóla síðustu tvö árin og unnið aðeins með skólanum. Það ásamt peningunum fyrir fótboltann hefur tryggt manni að ná endum saman,“ segir Óli sem er að læra sjúkraliðann og starfaði í lausamennsku við það áður en hann missti starfið. Líklega verið áfram Óli fór utan að æfa með Floy og bíður eins og áður segir eftir samn- ingstilboði frá liðinu. En hefði ekkert breyst í knattspyrnuheiminum væri hann þá áfram í Fjölni? „Það er mjög hugsanlegt,“ svarar Óli sem viður- kennir að Fjölnir hafi beðið hann um að taka á sig launalækkun. Hjá Floy fer hann ekki í fulla atvinnumennsku en með knattspyrnunni fær hann starf og konan hans líka. Betur staddur „Þetta er auðvitað ekkert í hendi en félagið talaði um tveggja ára samning. Ég myndi fá vinnu með boltanum og konan líka. Bara með því að fara út að vinna væri ég bet- ur staddur en hér heima,“ segir Óli og hlær við. „Þetta er samt ekki allt slæmt því þetta er fínt tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og eins og ég sá þegar ég var úti er þetta flott fót- boltalið,“ segir Óli Stefán Flóvents- son og játti því að hann hefði heyrt af fleiri leikmönnum í kringum sig sem væru að skoða svipaða hluti og hann. Þá tjáði hann einnig blaðamanni að hann hefði einnig heyrt af leikmönn- um sem væru að hugsa um að flytja út til þess eins að fá vinnu og knatt- spyrnan væri þá í aukahlutverki, ef einhver væri. Tveir til Færeyja Það eru ekki aðeins lið í Svíþjóð og Noregi sem sækja í íslenska leik- menn heldur nældi færeyska B- deildar liðið MB1905 sér í tvo minna þekkta í byrjun mánaðarins. Mark- vörðinn Halldór Skarphéðinsson frá BÍ/Bolungarvík og Daða Má Steins- son frá Aftureldingu. Sá síðarnefndi segir kreppuna vera ástæðu vista- skiptanna. „Ég missti vinnuna hjá Árdegi þannig að það kom lítið annað til greina hjá mér þegar þetta bauðst. Peningarnir eru ekki beint í fótbolt- anum þarna. Þetta er voða svipað og hefði ég gert samning við eitthvert lið hér heima. Ég fæ þó húsnæði og all- an útbúnað frítt. En þarna úti fæ ég vinnu. Félagið hefur lofað mér bygg- ingarvinnu með góðum launum og góðum vinnutíma,“ segir Daði Már Steinsson. Kreppan hér heima hefur neytt marga knattspyrnumenn til að líta í kringum sig. Neðri- deildarlið í Skandinavíu horfa nú girndaraugum til íslenskra leikmanna sem þeir geta fengið á sannkölluðu krepputilboði. Óli Stefán Flóventsson bíður nú eftir tilboði frá 2. deildar liðinu Floy en Óli viðurkennir að kreppan valdi því að hann fer utan eftir að Fjölnir bað hann um að taka á sig launalækkun. „Bara með því að fara út að vinna væri ég betur staddur en hér heima.“ TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Farinn guðmundur Steinarsson er farinn til Liechtenstein MyNd GUNNAR GUNNARSSON Á leið út óli Stefán Flóventsson er að reyna flýja kreppuna. MyNd FÓTBOLTi.NeT Krepputilboð á íslensKum leiKmönnum LeiKMeNN FARNiR UTAN: Guðmundur Steinarsson frá Keflavík til FC Vaduz - Svissneska a-deildin Halldór Skarphéðinsson frá BÍ til MB1905 - færeyska B-deildin daði Már Steinsson uMFa til MB1905 - færeyska B-deildin Pétur Heiðar Kristjánsson frá Hömrunum/Vinum til Stryn - norska d-deildin Kristján Sigurólason frá þór til Stryn - norska d-deildin Atli Heimisson frá ÍBV til asker - norska C-deildin Peter Gravesen frá Fylki til Blokhus - danska C-deildin Harður Serbinn nemanja Vidic hefur lagt allt í sölurnar til að halda marki united hreinu. MyNd GeTTy iMAGeS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.