Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Page 9
þriðjudagur 27. janúar 2009 9Fréttir Friðrik Már Jónsson, fyrrverandi flugumferðarstjóri og friðargæslu- liði, fer fram á fimmtíu milljónir króna í bætur frá utanríkisþjón- ustunni vegna miska sem hann varð fyrir þegar hann starfaði sem friðargæsluliði í Kabúl árið 2004. Friðrik er einn þeirra sem urðu fyrir sjálfsmorðssprengjuárás við Kjúklingastræti þegar Hallgrím- ur Sigurðsson, yfirmaður íslensku friðargæslunnar í Kabúl, fór þang- að ásamt undirmönnum sínum og fylgdarliði að kaupa teppi. Friðrik hefur stefnt utanríkis- þjónustunni vegna þessa og var málið þingfest fyrir helgi. Skortur á þjálfun Eina þjálfunin sem Friðrik Már fékk áður en hann fór til Kabúl var stuttleg kynning á notkun skamm- byssu, sem tók hluta úr degi. „Var þar nokk ólíku saman að jafna að aðrir sem voru á leið til Afganistan héldu til Noregs til tveggja vikna þjálfunar hjá norska hernum. Af slíkri þjálfun frétti [Friðrik] svo af afspurn frá öðrum friðargæslulið- um...“ segir í stefnunni. Sömuleiðis fékk Friðrik enga kynningu eða þjálfun í notkun þess búnaðar sem hann notaði í Kabúl, svo sem hríðskotariffils, eiturefnagalla og gasgrímu. Vanþekking og vanmat Í stefnu Friðriks segir að hann og starfsfélagar hans hafi verið „... starfsskyldna sinna vegna stadd- ir í Kabúl og urðu þar fyrir árás vegna vanmats á aðstæðum og ófullnægjandi verndar sem til var komið vegna vanþekkingar og vanþjálfunar.“ Vanbúnaður þessi er á ábyrgð utanríkisþjónustunn- ar, að mati Friðriks Más sem tek- ur fram að hann ætli henni ekki ábyrgð á sjálfri árásinni. Hallgrím- ur, sem var yfirmaður Friðriks, hafði sömuleiðis metið að óhætt væri að fara að Kjúklingastræti þennan dag. Friðrik slapp að mestu við lík- amleg meiðsli, að heyrnarskemmd undanskilinni, en hins vegar hef- ur hann þjáðst af alvarlegri áfall- astreituröskun sem hefur leitt til þess að allt líf hans hefur farið úr skorðum. Hann er menntaður flugum- ferðarstjóri. Tilraun hans til að koma aftur til starfa sem slíkur eft- ir slysið gekk ekki og hefur hann verið algjörlega óvinnufær. Friðrik krefst bóta vegna 65 prósent varanlegrar örorku og 30 stiga varanlegs miska, auk réttar til þjáningarbóta í 355 daga. „Shit happens“ Eftirminnileg eru orð Hallgríms sem hann lét falla eftir árásina en hann sagði einfaldlega: „Shit happens.“ Hann baðst síðar af- sökunar á þessari athugasemd og sagðist ekki hafa ætlað að særa neinn. Í árásinni lést þrettán ára gömul afgönsk stúlka og banda- rísk kona. Fjórir íslenskir friðar- gæsluliðar særðust í árásinni auk fjölda heimamanna. Við komuna heim frá Kabúl klæddust þeir bol- um sem á stóð „Chicken street – Shit happens“ og sögðu þeir að um svartan húmor væri að ræða. Friðargæsluliðarnir sem slös- uðust í árásinni fóru þegar fram á bætur frá Tryggingastofnun ríkis- ins. Beiðni þeirra var upphaflega hafnað vegna þess að talið var að þeir hefðu slasast í frítíma sínum. Sú ákvörðun hlaut mikla gagnrýni. Árið 2005 skipti forstjóri Trygg- ingastofnunar um skoðun og var ákveðið að veita þeim bætur. Rök- in fyrir sinnaskiptunum voru þau að greinarbetri upplýsingar hefðu borist frá utanríkisráðuneytinu sem leiddu í ljós að friðargæslu- liðarnir ættu rétt á bótum. Friðrik var þá metinn 30 prósent öryrki og ákvarðaðar rúmar 5,4 milljónir í bætur, sem hann telur óviðunandi upphæð miðað við þann skaða og tekjutap sem árásin hefur valdið honum. Viðbrögð ráðuneytis gagnrýnd Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra skipaði í apríl á síð- asta ári hæstaréttardómarana fyrr- verandi Guðrúnu Erlendsdóttur og Harald Henrysson til að kanna til hlítar atburði þá sem áttu sér stað í Kabúl 23. október 2004. Þau kynntu skýrslu um árásina í ágúst og eru viðbrögð utanríkisráðu- neytisins þar gagnrýnd harðlega. Meðal annars er tekið til að ekki hafi verið til viðbragðsáætlun sem hægt var að styðjast við og að við- brögð ráðuneytisins hafi verið til- viljanakennd. Þá kom einnig fram að þrír af fjórum friðargæsluliðum sem særðust í árásinni höfðu enn ekki fengið greiddar bætur. Þegar DV náði tali af Friðrik Má sagðist hann ekki vilja tjá sig um málið fyrr en málarekstri væri lok- ið. Friðrik Már Jónsson hefur stefnt utanríkisþjónustunni vegna örorku og miska sem hann varð fyrir í sjálfs- morðsárás þegar hann sinnti störfum friðargæsluliða í Kabúl árið 2004. Hann var í fylgdarliði Hallgríms Sigurðssonar, yfirmanns friðargæslunnar, sem hafði augastað á teppum sem seld voru við Kjúklingastræti. Friðrik Már segist enga þjálfun hafa fengið til að geta brugðist við þeim aðstæðum sem sköpuðust við árás- „Var þar nokk ólíku saman að jafna að aðrir sem voru á leið til Afganistan héldu til Noregs til tveggja vikna þjálfunar hjá norska hernum.“ Erla HlynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is afdrifarík teppakaup Fjórir íslenskir friðargæsluliðar fylgdu yfirmanni íslensku friðargæslunnar í Kabúl þegar hann fór þangað til að kaupa afgönsk teppi. Mynd Fréttablaðið friðargæsluliði vill 50 milljónir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.