Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Page 14
Nú er Svarthöfði orðinn veru-lega hræddur. Nú er Svart-höfði alveg steinhættur að skoða nokkra þá vefsíðu þar
sem kynni að vera að finna fáklætt
kvenfólk, hvað þá að hann myndi
láta sér detta til hugar að skoða síður
þar sem er að finna allsbert kvenfólk
- nú eða karlmenn ef út í það er farið.
Svarthöfði veit nefnilega sem er að
innan fáeinna daga mega þeir sem
slíkt gera eiga von á heimsókn frá
netlögreglunni. Jú, landsmenn góðir.
Vinstri-græn eru á leið í ríkisstjórn og
þá má búast við að ýmis af þeirra
stefnumálum nái fram að
ganga. Eða varla fer þessi
hjartahreini og hug-
sjónaríki flokkur að
mynda stjórn bara til
að mynda stjórn.
Steingrím-ur J. Sigfús-son verður náttúrulega
fjármálaráðherra.
Minna getur það ekki
verið ef hann lætur
forsætisráðherra-
embættið eftir
til Jóhönnu
Sigurðardóttur.
Fjármálaráðuneyt-
ið er náttúrulega
næstvaldamest
allra ráðuneyta. Og
hverju má búast við
þegar Steingrímur
er kominn með
puttana í fjár-
málin? Skattar
hækka og út-
gjöld aukast.
Og í núver-
andi árferði
þegar
skuldir hins opinbera nema þegar
sex til sjö milljón krónum á hvern
Íslending, frá nýfæddum börnum til
gamalmenna á grafarbakkanum, get-
ur auðvitað ekkert blasað við nema
þjóðargjaldþrot.
Nú. Hann Atli Gíslason hlýtur að verða dóms- og kirkju-málaráðherra. Og þá mega klámhundar landsins al-
deilis fara að vara sig. Eða við hverju
er að búast þegar femínistarnir taka
völdin, sérstaklega þegar þeir eru
karlkyns? Ekki getur það verið neitt
gott. Innreið netlögreglunnar hefst
og sennilega verður víkingasveit
lögreglunnar skorin niður við
trog á móti. Byssubófar og
mótmælendur geta þá
farið sínu fram meðan
hart verður
sótt að
heiðvirðum aðdáendum hins kven-
lega líkamsforms.
Og sennilega sendir hún Kolbrún Halldórsdóttir okkur öll á fjöll til að tína fjallagrös þegar hún verður
orðin umhverfisráðherra. Ætli hún
taki sig ekki til og láti loka álverum og
rífa stíflur? Minna getur það vart ver-
ið í tilfelli flokksins sem barðist sem
harðast gegn þessu. Eða ætla vinstri-
græn að standa aðgerðalaus frammi
fyrir orðnum hlut? Alla vega verða
engin ný álver reist og hvað þá að fólk
fái vinnu við þau.
Ekki líst Svarthöfða betur á að Ögmundur Jónasson verði utanríkisráðherra. Ísland úr Nató og herinn... umm,
sleppum því. Ísland segir sig úr öllum
bandalögum, nema við hin hundfúlu
Norðurlönd og verður skilið eftir með
öllu varnarlaust. Eða héldu menn að
Íslendingar þyrftu virkilega bara á
vörnum að halda gegn innlendu
fjármálalífi? Og verst af öllu er
að Ísland verður lýst kjarnorku-
vopnalaust land og hafsvæðið
líka.
Katrín Jakobsdóttir verður svo vænt-anlega gerð að menntamálaráð-
herra. Ég held að við
vitum öll hvað það þýðir.
Hér eftir verða skólabörn-
in okkar ekki látin lesa
Íslendingasögurnar
og Halldór Laxness,
hvað þá Indriða G.
Þorsteinsson og fleiri
andans jöfra. Nú
verða allir látnir lesa
glæpasögur, senni-
lega með túlkunum
bókmenntafræðings-
ins á ráðherrastóli.
þriðjudagur 27. janúar 200914 Umræða
Rauða hættan
svarthöfði
spurningin
„Nei, ég veit ekki hvort fólk er tilbúið í
það. Ég held að margir taki mig ekki
alvarlega.“
Snorri Ásmundsson, listamaður og
fyrrum forsetafram-
bjóðandi, íhugar að
bjóða sig fram
sem formann
Sjálfstæðisflokks-
ins. Samkvæmt
Snorra er
flokkurinn
fárveikur og þarf á
heilun að halda.
ER búið að bjóða
þéR foRsætisRáð-
hERRastólinn?
sandkorn
n Líf Davíðs Oddssonar seðla-
bankastjóra hefur svo sann-
arlega ekki verið neinn dans
á rósum undanfarið. Lífverðir
eru gjarn-
an skammt
undan til að
verja hann
gegn ofbeld-
ismönnum
og hann
fær ekki um
frjálst höf-
uð strokið.
Tugir mótmælenda mættu þeg-
ar árshátíð Seðlabankans var
haldin en það tókst að skjóta
Davíð fram hjá þeim. Morgun-
inn eftir árshátíðina sást Davíð
sitja í bíl sínum utan við Nóa-
tún á meðan eiginkonan fór
inn að kaupa í matinn. Hann
mun ekki vera ginnkeyptur fyr-
ir því að vera á almannafæri.
n Björn Bjarnason, fráfar-
andi dómsmálaráðherra, þótti
fara nokkuð á kostum á fundi
sjálfstæð-
ismanna á
Reyðarfirði
fyrir nokkru.
Þar var hann
meðal ann-
ars spurður
hvort ekki
væri eðlilegt
að reka Dav-
íð Oddsson úr embætti seðla-
bankastjóra. Svaraði Björn með
því að spyrja á móti hvort ætti
þá líka að segja öllum seðla-
bankastjórum í heiminum upp
störfum. Davíð væri einstak-
lega klár og traustur maður!
n Á Reyðarfjarðarfundinum var
Björn Bjarnason einnig spurð-
ur út í efnahagsbrotadeild
Ríkislögreglustjóra og brot-
lendingar hennar í málverka-
fölsunarmálinu, Baugsmálinu
og rannsókn á fjárdrætti hjá
Lífeyrissjóði verkfræðinga og
hvað þau hefðu kostað ríkis-
sjóð. Björn hafði engar kostn-
aðartölur á reiðum höndum en
sagði að það væri algjör bábilja
að halda því fram að stjórnvöld
ættu að vinna öll mál, sem þau
höfðuðu. „Engum datt í hug
að dómarar kæmust að þeirri
niðurstöðu sem raun varð á í
Baugsmálinu og í málverka-
fölsunarmálinu. Og það eru
meðmæli með dómskerfinu
hérlendis hverjar þessar lyktir
urðu,“ sagði ráðherrann.
n Margir hugsa sér gott til
glóðarinnar að komast á þing
eftir kosningarnar í vor. Með-
al þeirra sem nú stíga á stokk
er Ólína
Þorvarð-
ardóttir,
fyrrverandi
skólameist-
ari Mennta-
skólans á
Ísafirði.
Ólína berst
nú fyrir
bættu lýð-
ræði og þá væntanlega gegn
ráðherraræðinu sem einkennt
hefur Ísland. Sjálf var hún
sökuð um einræðistilburði
á menntaskólatímanum og
hraktist á endanum úr starfi
eftir mikla ólgu innan skólans.
LyngháLs 5, 110 Reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.iS
aðalnúmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50.
Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Ég ber ekki ábygð
á því að Samfylk-
ingin er í tætlum
sem stjórnmála-
flokkur.“
n Geir H.Haarde um að hann beri ekki á ábyrgð
á því að ríkisstjórn Íslands hafi liðast í sundur.-
RÚV.
„Það þýðir ekkert annað
en að taka þetta almenni-
legum vettlingatökum.“
Höskuldur Þórhallsson, „fyrrverandi“ formaður
Framsóknar, um hvernig þurfi að taka á
málefnum þjóðarinnar.-RÚV.
„Ég hef lengi
hugsað til
þess.“
Jón Sigurðsson, fráfarandi
stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, um að
losna undan starfinu.-DV.
„Maður er aldeilis kominn
í félagsskap.“
Geir H.Haarde um að hann sé á lista Guardian
yfir þá sem eru valdir að heimskreppunni, ásamt
George Bush og fleirum.-RÚV
„Þetta var hreint
og beint hættu-
legt hjá Páli.“
Styrmir Sævarsson,
fyrrverandi samstarfsmaður Páls
Winkel fangelsismálastjóra, sem var áminntur
fyrir að skutla fólki hingað og þangað þegar hann
var á vakt sem lögreglumaður 1999.-DV.
Farvel, Davíð
Leiðari
26. janúar markar upphafið að end-urreisn íslenska lýðræðisins. Þann dag voru valdataumarnir hrifsað-
ir úr höndum Sjálfstæðisflokks Davíðs Odds-
sonar, sem hafði étið lýðveldið að innan með
þeim afleiðingum að efnahagurinn hrundi
og upplausn blasti við í landinu. Það sem
blasir við nýjum stjórnvöldum er ekki björg-
unarstarf eða slökkvistarf, heldur hreinsun-
arstarf eftir þær manngerðu hamfarir sem
flokkurinn kallaði yfir þjóðina. Við þurfum
fyrst og fremst hreinsitækna við stjórnvöl-
inn til að sópa út úr kerfinu klíkumeðlimum
flokksins.
Geir H. Haarde gagnrýndi Samfylking-
una harðlega við stjórnarslitin fyrir að hafa
ekki verið rígbundin sama flokksaga og
Sjálfstæðisflokkurinn. Honum misbauð að
flokkurinn skyldi ekki allur hafa verið sam-
mála formanninum. Þetta ráðherraræði og
flokksveldi er mesta böl íslensks lýðræðis og
lýðveldis. Um leið eru frjáls skoðanaskipti
helsti styrkur Samfylkingarinnar.
Þingmenn eru samkvæmt stjórnarskrá
lýðveldisins aðeins bundnir sannfæringu
sinni. Þeir eiga að ganga gegn flokki sínum
ef þeim líst svo á. Almenningur hefur enga
hagsmuni af því að stjórnmálamenn syndi
eins og fiskar í torfu eða gangi eins og kind-
ur í hjörð. Sá stjórnmálamaður sem mælir
fyrir flokksveldi á Íslandi mælir um leið gegn
stjórnarskránni og heggur í lýðræðið.
Kjósendur ættu að muna að það var Björg-
vin G. Sigurðsson sem braut upp valdakerfið
og breytti íslenskri stjórnmálasögu með af-
sögn sinni, og það var Ólafur Ragnar Gríms-
son forseti sem gaf tóninn fyrir endurreisn
íslensks lýðræðis úr rústunum. Mikilvægast
er þó að muna hvernig foringjar Sjálfstæð-
isflokksins náðu að leggja undir sig stjórn-
kerfið, rústa íslenskum efnahag og láta sak-
lausan almenning borga brúsann. Valdatíð
Davíðs ætti að vera kennd í skóla, komandi
kynslóðum sem víti til varnaðar, líkt og hjá
öðrum þjóðum sem hafa sigrast á sérhags-
munum hinna fáu.
Nú reynir á að brjóta upp ráðherraræðið
og flokksveldið svo þjóðinni verði gert kleift
að veita ríkisstjórninni virkt aðhald. Við get-
um ekki treyst því í blindni að vinstri-græn-
ir og Samfylking viðhaldi ekki sömu stjórn-
arháttum og Davíð. Hagsmunum fjöldans er
best borgið í höndum almennings. Við þurf-
um ekki nýjan flokk til valda. Við þurfum al-
menning til valda.
jón tRausti REynisson RitstjóRi skRifaR. Valdatíð Davíðs ætti að vera kennd í skóla, komandi kynslóðum sem víti til varnaðar.
bókstafLega
xxx xxx