Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2009, Side 15
þriðjudagur 27. janúar 2009 15Umræða Hver er maðurinn? „Björgvin guðni er nafnið, heiti eftir afa og ömmu í föð- urættina, Björgvini Benediktssyni prentara og guðnýju Sigurðardóttur hárgreiðslukonu.“ Hvað drífur þig áfram? „Lífsgleði og löngun til að breyta heiminum til hins betra. Meiri jafnaðarstefna. Minni frjálshyggja.“ Ísland er...? „... einstakt land sem er í klakaböndum blindrar markaðs- hyggju síðustu 15 ára.“ Hvað er að gerast í íslenskri pólitík? „nýir tímar og gríðarlega spennandi. Mikil uppstokkun. Endalok frjálshyggjunnar og upphaf nýs tímabils félagshyggju og jöfnuðar.“ Er nauðsynlegt að skipta um áhöfn í Seðlabanka Íslands? „já, það blasir við. Traustrof er á milli þjóðar og stjórnvalda. Sérstaklega þeirra sem sköpuðu verkið sem hrundi yfir okkur í haust.“ Hvers vegna axla íslenskir stjórnmálamenn ekki ábyrgð? „Veit ekki, inngróið í kúltúr okkar að menn sitji af sér vond mál og ábyrgðir sínar.“ Hvernig stjórn vilt þú sjá næst? „Öfluga félagshyggjustjórn.“ Tækir þú að þér ráðherrastól? „já, ég myndi gera það.“ Fyrst þú axlar ábyrgð eru þá ekki mun fleiri sem þyrftu að fylgja þínu fordæmi? „jú, örugglega í tímans rás. það á að vera hefð að menn fari ef pólitísk ábyrgð er afgerandi til staðar. nú er allt breytingum háð.“ Hvernig líður þér persónulega eftir allt sem hefur gegnið á undanfarna mánuði? „þokkalega vel. þetta hefur tekið mikinn toll, persónulega og pólitískt. En ekkert sem ekki jafnar sig. þegar maður hefur áður upplifað alvarleg og lífshættuleg veikindi náinna þá eru hinir veraldlegu hlutir býsna léttvægir þó að alvarlegir séu.“ Finnst þér auðmenn og banka- menn sleppa létt? „já, enn þá, en spyrjum að leikslokum. Ég trúi á makleg málagjöld.“ Ertu sátt/ur við stjórnarslitin? „já, loksins verður hægt að byrja að taka til.“ Guðmunda EirÍkSdóTTir 20 ára nEMi „Í ljósi aðstæðna er ég mjög sátt, já.“ anna HEra BjörnSdóTTir 29 ára STærðfræðingur „Mér finnst að þetta hefði átt að gerast fyrir löngu og tel stjórnina gefa frekar ódýrar forsendur fyrir þessum slitum. þetta hefur verið ósk þjóðarinnar mjög lengi. Einnig ætti davíð Oddsson að vera löngu farinn úr sínu starfi.“ BErGróS HilmarSdóTTir 54 ára BókaSafnS- Og uppLýSinga- fræðingur „Ég er nú ekki sáttur en get heldur ekki sagt hvað annað hefði verið gott að gera í stöðunni.“ ólaFur GunnarSSon 61 árS riThÖfundur Dómstóll götunnar BjörGvin G. SiGurðSSon tók af skarið og axlaði pólitíska ábyrgð fyrstur stjórnmálamanna eftir hrunið á síðastliðnu ári. Sögulegur atburður í íslenskum stjórnmálum. Björgvin vill sjá öfluga félagshyggjustjórn og telur tíma gamalla valdaflokka liðinn. Trúir á makleg málagjöld „Mjög svo og þótt fyrr hefði verið. Ég vil líka sjá seðlabankastjórnina víkja.“ GEorG ÁrnaSon 62 ára VÉLfræðingur maður Dagsins Þeir sem taka við Íslandi nú ættu að segja einhliða upp samningum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, skila peningunum í íslenskum krónum og lækka vexti í framhaldinu. Eitt til tvö prósent stýrivextir er það sem við þurfum, breytta samsetn- ingu neysluvísitölu ef þörf þykir, og eða að núllstilla og taka upp aðra neysluvísitölu. Þetta er jú allt búið til af mönnum. Taka af öll gjaldeyr- ishöft, þau virka ekki, fyrirtæki sem fá ekki gjaldeyri í íslenskum banka skila honum ekki inn í landið ef þau komast upp með það. Aftur á móti er hægt að skattleggja kaup á gjald- eyri með mismunandi aðferðum og það mundi virka betur. Efla þarf og styrkja allan smáiðnað og nota tækifærið og laða erlenda túrista til Íslands með auglýsingu og öll- um tiltækum ráðum meðan krón- an er ódýr. Styrkja útgerðina með öllum ráðum. Útgerðin er það sem við þurfum nú á að halda til gjald- eyrisöflunar, við höfum mjög gott kvótakerfi, við megum ekki breyta einhverju bara til að breyta því. Hefja hvalveiðar strax í vor og leyfa myndarlegan kvóta eins og Norðmenn. Við getum eflt rafmagnssölu til annars konar iðnaðar en áls, til dæmis í ylrækt og annan orkufrekan smáiðnað. Við getum lagt niður dráttar- vexti því ef fólk getur ekki borgað skuldir sínar á al- mennum vöxtum getur það alls ekki borgað þær á dráttarvöxtum. Gott væri að leggja niður vísitölutryggingu og ef lífeyrissjóðirnir eru á móti því er hægt að koma til móts við þá með því að ríkissjóður hafi vísitölu- tryggingu eingöngu á löngum ríkis- skuldabréfum eins og í Bandaríkj- unum. Höldum krónunni, þeir sem vilja taka upp einhliða annan gjaldmið- il þurfa að hugsa sig betur um og ég hygg að það séu ýmisleg önnur úrræði hægt að nota til styrkingar krónunnar. Ég er hjartanlega sam- mála Einari Má Guðmundssyni og Birni Bjarnasyni að við höf- um ekkert að gera inn í Evrópusambandið eins og hlut- irnir eru. En eitt er þó öðru mikil- vægara og það er að hætta að eyða orkunni í að rífast um Evrópusam- bandið og krónuna. Þjóðin er smáð og sundruð, við verðum að vinna saman, sýna hvert öðru virðingu og reyna að stjórna landinu inn í fram- tíðina eins vel og við getum, og velta hverjum steini við. Hlúum að fjöl- skyldunni og fyrirtækjunum, ef ekki þá er allt búið. Konfúsíus sagði: „Að ljúga að öðrum er ljótur vani en að ljúga að sjálfum sér er hvers manns bani.“ Nýja neysluvísitölu, vexti í eitt prósent kjallari svona er íslanD 1 Bjarni bauð Glitni íbúð og málverk Bjarni ármannsson bauð nýja glitni íbúð og málverk til sölu eftir hrun bankans. Íbúðina og málverkin keypti hann af glitni eftir að hann hætti hjá bankanum. 2 óli Palli sá margfalt ólafur páll gunnarsson, útvarpsmaður á rás 2, kynnti tónleika d.a.d. sem voru í beinni útsendingu. hann sagði allt vera að fyllast þegar afar fáir voru mættir í salinn. 3 Fegurst fljóða í Bandaríkjunum hin 22 ára katie Stam var valin ungfrú ameríka í fyrrakvöld. 4 össur hafnaði því að verða forsætisráðherra fyrsti kostur ingibjargar Sólrúnar gísladóttur í embætti forsætisráðherra var Össur Skarphéðinsson. hann hafnaði því boði. 5 Clay aiken er ástfanginn Bandaríska idol-stjarnan Clay aiken er ástfangin. hinn heppni er reed kelly. 6 Þingheimur hló að Höskuldi „það verður að taka á þessu með almennilegum vettlingatökum,“ sagði höskuldur þórhallsson, þingmaður framsóknarflokksins. hann leiðrétti mismælið eftir hlátur þingmanna. 7 össur: „niðurstaðan mun koma á óvart“ Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra vildi í gærmorgun ekkert segja um afdrif ríkisstjórnarinnar. hann sagði hins vegar að niðurstaðan kæmi á óvart. mest lesið á dV.is Guðmundur FranklÍn jónSSon kaupsýslumaður skrifar „Við getum eflt raf- magnssölu til annars konar iðnaðar en áls, til dæmis í ylrækt og annan orkufrekan smáiðnað.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.