Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 3. febrúar 20094 Fréttir
Vilja Mogga
á Fésbók
Um það bil 900 manns höfðu
um hádegisbil í gær geng-
ið í hóp á Facebook þar sem
lýst er yfir stuðningi við þá
hugmynd að Árvakur, út-
gáfufélag Morgunblaðsins,
verði almenningshlutafélag.
Vilhjálmur Bjarnason er í for-
svari fyrir hópnum sem stefn-
ir að því að ekki minna en eitt
prósent þjóðarinnar kaupi
Morgunblaðið í sameiningu
og tryggi óháða fjölmiðlun.
Morgunblaðið glímir við
gríðarlega rekstrarerfiðleika
og skuldar rúmlega fimm
milljarða.
Björgólfur Jóhannsson og Kristján Jóhannsson óperusöngvari eru þremenningar:
gaf starfsfólki disk með frænda
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Ice-
landair, og Kristján Jóhannsson óp-
erusöngvari eru náskyldir en móðir
Kristjáns og faðir Björgólfs eru syst-
kini. Fyrirtækið gaf starfsfólki allra
félaga undir Icelandair Group safn-
ið Söngperlur með Kristjáni í jóla-
gjöf um síðustu jól en um er að ræða
þrjá geisladiska sem innihalda ís-
lensk sönglög, ítalskar óperuaríur og
ítölsk sönglög. Icelandair Group er
með samning við Kristján um útgáfu
á safninu og er það eingöngu selt í
flugvélum Icelandair.
„Þetta kom nú bara til út af því að
Icelandair var að gefa út þessa diska.
Við vorum að velta fyrir okkur að-
stæðum á Íslandi og hvort við gæfum
jólagjafir í ár. Þetta var hagkvæm
lausn en á svona tímum er ekki sjálf-
gefið að fyrirtæki séu að gefa mikið í
jólagjöf. Ég hef ekki heyrt í fólki um
hvernig því leist á jólagjöfina en það
hefur sjálfsagt einhverjum fundist
þetta frekar lítið. Það er nú bara eins
og það er,“ segir Björgólfur.
Þó að Björgólfur og Kristján séu
náskyldir eru þeir ekki í miklu sam-
bandi og var þessi samningur milli
Icelandair Group og óperusöngv-
arans ekki gerður vegna fjölskyldu-
tengsla.
„Þótt við séum þremenningar
þekkjumst við ekki mikið. Ég var í
samskiptum við hann þegar hann
var að syngja í Óperunni hér heima
en það er ekki mjög mikið samband
okkar á milli. Hann er líka búinn að
vera svo mikið í burtu. Ég þekki hann
ekki mikið en það er gaman að vera
með honum. Hann er stuðkarl,“ seg-
ir Björgólfur sem hefur ekki kannað
hvort geisladiskarnir hafi fallið vel í
kramið hjá starfsfólki hans.
„Ég hef bara ekki hugmynd um
það.“ liljakatrin@dv.is
Úr Helgu Möller í Kristján „Það er
misjafnt eftir árum hvað við gefum í
jólagjöf. Það hefur áður verið gefinn
hljómdiskur, með Helgu Möller, áður
en ég kom hingað,“ segir björgólfur.
Innritunargjöld
felld úr gildi
Ögmundur Jónasson heilbrigð-
isráðherra lýsti því yfir í gær að
sjúklingar sem leggjast inn á
sjúkrahús þurfi ekki að greiða
innritunargjöld. Hann hefur
ákveðið að undirrita nýja reglu-
gerð sem nemur úr gildi reglu-
gerð forvera hans, Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar, sem undirritaði
reglugerð um innritunargjöld.
Samkvæmt þeirri reglugerð
hefðu þeir þurft sem legðust inn
á sjúkrahús að greiða sex þúsund
krónur í innritunargjald. Elli- og
örorkulífeyrisþegar hafa þurft að
greiða hálft gjald.
Enn fjölgar
atvinnulausum
Atvinnulausum fjölgar enn og
í gær voru 13.311 manns án at-
vinnu samkvæmt upplýsingum
á vef Vinnumálastofnunar. Karl-
ar eru 63 prósent þeirra sem eru
án atvinnu, alls 8.374 á landinu
öllu, konurnar eru 4.937 talsins.
Flestir eru án atvinnu á höf-
uðborgarsvæðinu eða 8.387
einstaklingar eða 63 prósent
allra þeirra sem eru atvinnu-
lausir. Fæstir eru án atvinnu á
Vestfjörðum, 83. Karlar eru fjöl-
mennari í hópi atvinnulausra en
konur í öllum landshlutum.
Enn safnað fyrir
Gaza
Rúmlega þrjár milljónir hafa
safnast í Neyðarsöfnun fyrir
Gaza, sérstöku söfnunarátaki fé-
lagsins Ísland-Palestína. Stærsta
einstaka framlagið greiddi sam-
gönguráðuneytið, eina milljón
króna.
Forsvarsmenn söfnunarinnar
óska nú eftir enn frekari aðstoð
því félaginu barst neyðarbeiðni
frá ísraelskum mannréttinda-
samtökunum læknaþar sem
beðið var um aðstoð til kaupa á
þeim nauðsynjum sem spítalar
á Gaza höfðu óskað eftir og lá
mest á að fá, svo sem lyfjum,
rúmum, súrefni og sótthreins-
uðum áhöldum.
Þorbergur Bergmann Halldórsson, 27 ára síbrotamaður, fékk að brjóta tæplega
fimmtíu sinnum af sér á reynslulausn áður en hann var settur í gæsluvarðhald.
Hann var í gær dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir 43 ákæruliði. Geir Jón Þórisson
og Jón H.B. Snorrason segja að oft sé erfitt að eiga við síbrotamenn í neyslu sem séu
stjórnlausir í afbrotum sínum.
FIMMTÍU AFBROT
Á REYNSLULAUSN
Þorbergur Bergmann Halldórsson,
27 ára síbrotamaður, var í gær í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 18
mánaða fangelsi. Ákæruliðirnir á
hendur honum voru 43 talsins og
hafði hann framið brotin á innan
við einu ári. Sumir ákæruliðirnir
voru vegna fleiri en eins brots og
brotin sjálf því nær fimmtíu.
Þorbergur var sakfelldur fyrir 15
þjófnaðarbrot, auk annarra hegn-
ingarlagabrota, þar á meðal skjala-
fals, fjársvik og nytjastuld. Auk þess
fyrir fíkniefnabrot og umferðarlaga-
brot með því að hafa fjórum sinnum
ekið bifreið undir áhrifum ávana-
og fíkniefna og án þess að hafa öðl-
ast ökuréttindi.
Margdæmdur síbrotamaður
Þorbergur er margdæmdur sí-
brotamaður og hefur frá 16 ára aldri
margsinnis hlotið refsidóma. Hann
losnaði úr fangelsi rétt fyrir jól-
in árið 2007 eftir að hafa afplánað
helming af 15 mánaða dómi. Mán-
uði síðar byrjaði hann að brjóta af
sér og afbrotahrinunni linnti ekki
fyrr en 22. desember árið 2008 þeg-
ar honum var stungið inn að nýju.
Þá voru ákæruliðirnir orðnir 43 á
ellefu mánaða tímabili.
Getum ekkert gert
Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu-
þjónn á höfuðborgarsvæðinu, seg-
ir lögregluna ekki hafa heimild til
að aðhafast vegna síbrotamanna.
„Lögregla getur ekkert gert nema að
fá dómstóla til að úrskurða þá í sí-
brotagæslu,“ segir hann. Þótt hann
hafi rofið skilorð sé það hlutverk
dómara að úrskurða hann í gæslu-
varðhald eða síbrotagæslu. Dóm-
stólar hafi ekki verið hrifnir af því
að beita síbrotagæslu. „Fyrir okk-
ur er það mikilvægt atriði að koma
mönnum úr umferð sem eru í sí-
brotum,“ segir Geir Jón.
Aðspurður hvort það sé ekki
vandamál að síbrotamönnum sé
ekki komið úr umferð segir Jón H.B.
Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri
og saksóknari hjá lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu, að oft sé reynt að
setja þá í gæsluvarðhald. „Oft á tíð-
um er um að ræða menn sem eru í
fíkniefnum og eru stjórnlausir í sín-
um afbrotum. Það er bara oft erf-
itt við það að eiga. Á hverjum tíma
eru alltaf einstaklingar sem eru
harðkeyrðir af neyslu og fjármagna
hana með brotum og eru algjör-
lega stjórnlausir í þeim efnum,“ seg-
ir Jón. Hann segir að síbrotamenn
eigi sama rétt og aðrir þegnar sam-
félagsins að vera ekki settir inn fyrr
en mál þeirra hafa verið tekin fyrir
af dómstólum. „Þetta er samfélags-
legt vandamál og menn geta á ör-
skömmum tíma safnað á sig ógrynni
af dómsmálum. Það er keppt að því
að koma málum þeirra sem fyrst
fyrir dómstóla,“ segir hann.
annaS SiGMundSSon
blaðamaður skrifar: as @dv.is
NOkkRIR AF þEIM 43 ÁkæRULIðUM SEM þORBERGUR vAR dæMdUR FYRIR:
1. fyrir skjalafals, með því að hafa á tímabilinu frá 17. til 23. janúar 2008 í verslun bónusvídeós sex sinnum notað falsaða
tékka fyrir samtals 75 þúsund krónur.
23. Þjófnað á fimm staukum af Hydroxycut-fæðubótarefni fyrir 50 þúsund krónur í verslun Nóatúns 18. október 2008.
28.fyrir þjófnað, með því að hafa aðfaranótt föstudagsins 31. október 2008, með leynd brotist inn í bifreiðageymslu
og slegið eign sinni á reiðhjól af tegundinni Mongoose, golfsett með golfkylfum af tegundunum adam, Ping Putter og
Calaway, svartan golfburðarpoka, þríhjólagolfkerru, golfbuxur, golfjakka, golfflíspeysu, golfvesti, golfhanska, golfbolta,
ferðagolfpoka af tegundinni brogen og íþróttatösku af tegundinni reebok sem í voru snyrtivörur, íþróttafatnaður, nærföt
og íþróttaskór af tegundinni Nike.
36. fyrir þjófnað, með því að hafa þriðjudaginn 18. nóvember 2008, í verslun 10-11 við Seljaveg 2 í reykjavík, tekið með
leynd þrjú Twix-súkkulaðistykki og burn-orkudrykk, samtals að verðmæti 856 krónur.
37. fyrir þjófnað, með því að hafa föstudaginn 21. nóvember 2008, í versluninni Veru á Laugavegi 49 í reykjavík, með
leynd sett hvíta úlpu, samtals að verðmæti kr. 162.500, í poka sem ákærði hafði meðferðis, og gengið rakleiðis út úr
versluninni án þess að greiða fyrir vöruna.
38. fyrir þjófnað, með því að hafa þriðjudaginn 25. nóvember 2008, í ólæstri útigeymslu á Langholtsvegi, með leynd
slegið eign sinni á tvö Sambands-hangilæri og einn goða-grísahrygg, samtals að verðmæti kr. 13.922.
Tugir brota á einu ári
Þorbergur var dæmdur til
fangelsisvistar um mitt ár 2007.
Honum var sleppt út fyrir jólin
og hóf fljótlega afbrot á ný.