Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Blaðsíða 2
Þriðjudagur 3. febrúar 20092 Fréttir „Við byggðum knatthúsið í Smáran- um og rétt er að rifja upp að við átt- um ekki lægsta tilboð en þar sem við vorum sennilegast auðveldustu mennirnir til að stilla upp við vegg og stuðla þannig að því að þú fengir sjálfur jarðvinnu verksins. En það átti eftir að draga dilk á eftir sér eins og í flestum tilfellum þegar Klæðning var að störfum fyrir okkur það var ávallt einhver auka skattur lagður á þau verk af þínum geðþótta,“ segir Gunn- ar Ólafsson, eigandi byggingafélags- ins ÓGBYGG sem byggði knatthúsið í Smáralind sem síðar hlaut nafnið Fífan. Þetta kemur fram í bréfi sem Gunnar Ólafsson skrifaði Gunnari Birgissyni, bæjarstjóra í Kópavogi, í júlí árið 2005 - rúmum mánuði eft- ir að Gunnar Birgisson tók við sem bæjarstjóri. Gunnar Birgisson hafði verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í Kópavogi þar á undan. Opnað var fyrir tilboð verktafyrir- tækja í knatthúsið í apríl árið 2001 og hljóðaði tilboð ÓGBYGG í verkið upp á tæpar 385 milljónir króna og voru tvö önnur tilboð lægri. Gunnar Ólafs- son lætur í það skína að tilboð ÓG- BYGG hafi verið samþykkt því Gunn- ar Birgisson ætti auðveldara með að vefja því fyrirtæki um fingur sér en öðrum til að hygla Klæðningu. Gunnar Birgisson var stofnandi og aðaleigandi verktakafyrirtækisins Klæðningar sem vísað er til í bréf- inu. Fyrirtækið sá um jarðvinnuna við byggingu Fífunnar. Gunnar seldi hlut sinn í Klæðningu árið 2002 eft- ir að fyrir- tækið hafði verið endur- fjármagnað vegna gríðar- legrar skuld- setningar. Nýir hluthafar, Járnbending og BYGG ehf., komu þá inn í fyrirtækið með nýtt hlutafé. Gunnar Birgisson vændur um fjárkúgun Gunnar Ólafsson sakar nafna sinn Birgisson jafnframt um fjárkúg- un í bréfinu. „Við höfum til margra ára þurft að hlíta þessari fjárkúgun þinni sem þú hefur beitt okkur, og voru ferðir þínar til okkar á útborg- unardegi fyrirtækis Klæðningar hvað eftir annað minnisstæðastar þar sem þú komst og stappaðir niður fótum, heimtaðir og hótaðir og lofaðir öllu fögru fyrir okkar hag á kostnað Kópa- vogsbæjar bara ef þú fengir svo og svo mikla peninga eða víxla hvort sem þú værir búinn að vinna fyrir þeim eða ekki. Þetta er alveg með ólíkindum hvernig við létum þig þvinga okkur til þessara hluta,“ segir Gunnar í bréf- inu. „Bull og vitleysa“ segir Gunnar Birgisson Gunnar Birgisson segir að ásak- anirnar á hendur honum sem komi fram í bréfinu séu „bull og vitleysa út í loftið“ og að höfundur bréfsins hafi dregið orð sín til baka eftir að hann hafði hótað ÓGBYGG málsókn. „Ég gef alls ekki neitt fyrir þessar ásakan- ir. Ég lét lögmanninn minn fá bréfið því þarna voru alvarlegar ásakanir á hendur mér. Ég íhugaði að fara með málið fyrir dómstóla því ég sit ekki undir slíku. Viðkomandi dró þetta svo til baka því það var ekki fótur fyrir þessu,“ segir Gunnar og bætir því við að bréfið hafi augljóslega verið skrif- að í mikilli bræði. Kæran dregin til baka og skuldin greidd Markmið Gunnars Ólafssonar með bréfinu var að knýja Gunnar Birgisson til þess að greiða fyrirtæk- inu rúmar sjö milljónir króna fyrir aukaverk við Fífuna sem Kópavogs- bær var ekki búinn að borga ÓG- BYGG fyrir. Jafnframt vildi ÓGBYGG að Gunnar drægi til baka kæru gegn fyrirtækinu sem hann hafði lagt fram vegna þess að Gunnar vændi ÓG- BYGG um að hafa stolið byggingar- efni af Kópavogsbæ. Í lok bréfsins segir Gunnar Ólafsson að ef Gunn- ar gangi ekki að kröfum fyrirtækisins muni forsvarsmenn ÓGBYGG fara í „frekari aðgerðir“ til að verja fyrirtækið. Þessar aðgerðir, sem Gunnar Ól- afsson hótaði nafna sín- um Birg- issyni með, gengu út á að Verktaki staðfestir að hafa skrifað Gunnar Birgissyni, bæjarstjóra í Kópavogi, harð- ort bréf árið 2005 þar sem bæjarstjórinn er vændur um fjárkúgun. Í bréfinu er Gunn- ar sagður hafa misnotað aðstöðu sína sem bæjarfulltrúi í Kópavogi til að hygla fyrir- tæki sínu Klæðningu við byggingu Fífunnar. Gunnar Birgisson segir ásakanirnar í bréfinu vera „bull og vitleysu“. Verktakinn segist aldrei hafa fengið tæplega 6 milljóna króna greiðslu frá Kópavogsbæ sem hann veit ekki hvert fór. GUNNAR BÆJARSTJÓRI VÆNDUR UM FJÁRKÚGUN ÓGBYGG FéKK eKKI GReIðSlUNA FYRIR KlÆðNINGU Í bréfinu gerir gunnar Ólafsson því skóna að gunnar birgisson hafi stuðlað að því að Klæðning fengi greiddar tæpar sex milljónir króna beint frá Kópavogsbæ sem ÓgbYgg hefði átt að greiða Klæðningu sem undirverktaka að byggingu knatthússins. „rétt er að rifja upp hvernig þú komst með tillögu að við fengjum bættan gengismun vegna innkaupa á stálburðarvirki í knatthúsið í Smáranum og ritaðir meira að segja sjálfur upp uppkast fyrir okkur að bréfi til Stefáns L. Stefánssonar (deildarstjóra framkvæmdadeildar hjá Kópavogs- bæ) og upphæðin var 5,9 millj að viðbættum virðisaukaskatti. en þessa greiðslu ætlaðir þú að sjá um að Stefán L. mundi greiða okkur til að þú fengir greitt fyrir fyrirtæki þitt sem var jarðvinnuverktaki í knatthúsinu fyrir vinnu sem átti að vera innifalin í tilboði sem þú hafðir gert okkur... en aldrei kom þessi greiðsla til okkar,“ segir gunnar Ólafsson í bréfinu. InGI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is harðort bréf til Gunnars Birgissonar dV hefur undir höndum harðort bréf til núverandi bæjarstjóra í Kópavogi þar sem meðal annars kemur fram að tilboði tiltekins verktaka í fífuna hafi verið tekið svo auðveldara væri fyrir gunnar birgisson að vefja verktakanum um fingur sér en ella.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.