Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Blaðsíða 19
þriðjudagur 3. febrúar 2009 19Sviðsljós Max Liron litli, sonur hinnar djörfu söngkonu Christinu Ag- uilera og Jordans Bratman, er óneitanlega krúttlegur í versl- unarferð fjölskyldunnar á dög- unum með sixpensara á höfði. Eins og lítill, gamall karl. Ekki hefur oft sést til þeirra saman á almannafæri en síð- asta sunnudag skelltu þau sér í verslunarferð þar sem Christina sá um að bera barnið á meðan Jordan sá um pokana. Voru þau að skoða málverk í húsið sitt sem þau keyptu af Osbourne- hjónunum. Hin 27 ára gamla söngkona er komin á fullt aftur þrátt fyr- ir að sonurinn sé rétt um eins árs. Fyrir jólin í fyrra kom út plata sem ber nafnið Keeps Gettin’ better og inniheld- ur öll hennar bestu lög í gegnum tíðina. Hún situr ekki auðum höndum. Christina Aguilera með fjölskyldunni: Eins og pabbi Max Liron er ótrúlega sætur og eins og smækkuð mynd af föður sínum. Sjúk í að sýna brjóstin Christina er aðeins farin að slaka á með skoruna en hún var alls ófeimin á brjóstagjafartímabilinu. Sonurinn algjört krútt StoltaStur af the WreStler Mickey Rourke kominn með átta verðlaun fyrir The Wrestler: Mickey Rourke heldur áfram að sópa að sér verðlaunum fyrir hlut- verk sitt í myndinni The Wrestler. Um helgina fékk Rourke hin svo- kölluðu American Riviera-verð- laun á alþjóðlegu kvikmyndhátíð- inni í Santa Barbara. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi frammistöðu í bandarískri mynd en áður hafa Forest Whitaker, Di- ane Lane, Philip Seymour Hoff- man og Tommy Lee Jones meðal annars fengið verðlaunin. Það var verðlaunaleikstjórinn Francis Ford Coppola sem veitti Rourke verðlaunin en sá síðar- nefndi var hæstánægður með gripinn. „Þetta var erfið mynd í vinnslu,“ sagði Rourke í þakkar- ræðu sinni. „Þetta var erfiðasta andskotans mynd sem ég hef gert. Af öllum myndum sem ég hef gert er ég stoltastur af þessari og ef ég gerði aldrei aðra mynd þá gerði ég alla vega, andskotinn hafi það, The Wrestler.“ Þetta eru áttundu verðlaunin sem að Rourke fær fyrir hlutverk sitt sem glímukappinn Randy „The Ram“ Robinson en þar á með- al eru Golden Globe-verðlaun. Rourke hefur hlotið 14 tilnefning- ar fyrir hlutverkið og þar á meðal til óskarsverðlauna sem verða af- hent seinna í mánuðnum. Sáttur francis ford Coppola veitti verðlaunin. Mickey Rourke er langflottastur. The Wrestler Mickey er maðurinn. Martin Scorsese hyggst loksins gera kvikmynd byggða á bókinni Silence eftir Shusaku Endo frá árinu 1966. Árið 2007 tilkynnti Scorsese að tökur á myndinni myndu hefj- ast sumarið 2008 en ekkert varð af þeim áformum. Stór- leikararnir Daniel Day-Lewis og Benicio Del Toro eiga í samningaviðræðum þessa dagana um að fara með aðal- hlutverk myndarinnar. Þá er Íslandsvinurinn Gael Garcia Bernal einnig orðaður við hlutverk í myndinni. Tökur á Silence hefjast á Nýja-Sjálandi síðar á árinu. klaSSa leikarar Leikarinn Eddie Murphy hefur aldrei hitt dóttur sína Angel, sem hann á með söngkonunni Mel B úr Krydd- píunum. „Til þess að sjá barnið þarf Eddie að hitta móð- urina,“ segir ónafngreindur vinur leikarans. „Kannski þegar hún verður aðeins eldri, en ekki núna,“ heldur hann áfram. Mel B og Eddie áttu í stuttu ástarsambandi. Þegar þau hættu saman kom í ljós að Mel ætti von á sér. Eddie þvertók fyrir að barnið væri sitt og heimtaði DNA- próf. Í ljós kom að hann Eddie væri í raun faðirinn. hefur aldrei hitt dóttur Sína

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.