Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Blaðsíða 12
Þriðjudagur 3. febrúar 200912 Fréttir Tamíl-tígrar á barmi ósigurs Mahinda Rajapaksa, forseti Sri Lanka, sagði í gær að herir hans væru um það bil að sigra Tamíl- tígrana og binda enda á tuttugu og fimm ára átök. Ummæli forset- ans komu í kjölfar harðrar sóknar stjórnarhersins sem náði landsvæð- um og bæjum af valdi Tamíl-tígra og náði að þvinga uppreisnarmenn niður á landsvæði sem er brot af því sem áður var á valdi þeirra. Sérfræðingar telja að fullyrðing- ar forsetans séu ekki úr lausu lofti gripnar, og að ekki sé loku fyrir það skotið að ósigur Tamíl-tígra sé í nánd, en þeir hafa á stundum ráðið lögum og lofum á stórum landsvæð- um á norðausturhluta Sri Lanka. Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðis- sinna í Mjanmar sem hefur eytt mest- um hluta síðustu nítján ára í stofufang- elsi, sagði sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna að Ban Ki-moon, aðalritari SÞ, ætti ekki að heimsækja landið fyrr en búið væri að sleppa öllum pólitísk- um föngum úr fangelsi. Sendimaður Sameinuðu þjóð- anna, Ibrahim Gambari, hitti Suu Kyi í fyrsta skipti í í tæpt ár, en hann kom til Mjanmar á laugardaginn í fjögurra daga heimsókn. Suu Kyi tjáði Gamb- ari að lögleysa viðgengist í landinu og vísaði til harðra fangelsisdóma yfir aðgerðasinnum. Haft var eftir Suu Kyi að hún væri „viljug og reiðubúin til að hitta hvern sem er, en hún gæti ekki samþykkt fundi án þess að þeir hefðu einhver áhrif“. Nyan Win, talsmaður lýðræðis- flokks Suu Kyi, beindi þeim tilmæl- um Suu Kyi til Ban Ki-moon að hann skyldi ekki heimsækja Mjanmar fyrr en eftir að hún sjálf, aðstoðarleiðtogi flokksins og aðrir pólitískir fangar hefðu hlotið frelsi. „Hún benti á langa fangelsis- dóma, til dæmis til sextíu og fimm ára og eitt hundrað ára, sem dæmt væri til án þess að nokkrir verjend- ur eða lögfræðingar væru viðstaddir – jafnvel sjálfir lögfræðingarnir hljóta dóma,“ sagði Win, og skírskotaði til ummæla Suu Kyi. Lýðræðisflokkur Suu Kyi sigraði í kosningum 1990 en herforingja- stjórnin meinaði flokknum að taka sinn sess. Mótmæli eru brotin niður af hörku og árið 2007 voru mótmæli að undirlagi munka barin niður. Að sögn mannréttindasamtaka hefur pólitískum föngum fjölgað síðan þá og eru þeir nú um tvö þúsund og eitt hundrað. Herforingjastjórnin segist ætla að efna til kosninga á næsta ári samkvæmt endurskoðaðri stjórnar- skrá. Suu Kyi telur lítinn árangur af heimsóknum sendimanna SÞ: Vill ekki árangurslausa fundi Mál Richards Williamson biskups, sem Benedikt XVI páfi veitti nýlega upp- reisn æru, hefur vakið mikla athygli. Williamson var á sínum tíma útskúfað úr kirkjulegu samfélagi vegna afar um- deildra skoðana sinna á helför gyðinga á tímum síðari heimsstyrjaldarinn- ar. Williamson hefur ekki farið í laun- kofa með það mat sitt að frásagnir af helförinni séu stórlega ýktar og full- yrðir að gasklefar hafi verið notaðir, en eingöngu til sótthreinsunar. Einnig báru nasistar ábyrgð á dauða „aðeins“ 300.000 gyðinga, að mati Williamson. Ekki eru glæður þessa máls kulnað- ar þegar Benedikt páfi bætir um bet- ur með skipan afar íhaldsams prests í embætti biskups í Austurríki. Harry Potter og hóruhús Austurríski presturinn sem um ræðir er Gerhard Maria Wagner sem hefur verið sóknarprestur í Windischgarsten í Austurríki síðan 1988, en hann lýsti hvirfilbylnum Katrinu, sem gekk yfir New Orleans 2005, sem refsingu Guðs vegna syndsamlegs lífernis og óhófs í kynferðismálum í borginni. Gerhard Maria Wagner sagði í fréttabréfi í sókn sinni að dauðinn og eyðileggingin sem Katrina olli fyrir fjórum árum hafi verið „réttlát refsing Guðs“ fyrir óhóflega undanlátssemi í kynferðismálum, þar með talið um- burðarlyndi gagnvart samkynhneigð, í New Orleans. Wagner benti sérstaklega á að ekki aðeins hefðu næturklúbbar og hóru- hús orðið eyðileggingunni að bráð heldur einnig fimm þeirra fóstureyð- ingastofa sem var að finna í borginni og lýsti yfir gleði sinni vegna þess. „Sið- leysið í þessari borg er ólýsanlegt,“ sagði Wagner. En það er fleira sem fer fyrir brjóst- ið á Wagner, sem páfi skipaði í embætti aðstoðarbiskups í Linz í Austurríki, því Harry Potter er honum mikill þyrnir í augum og hefur hann sakað bækur og kvikmyndir um þessa vinsælu söguper- sónu um að „breiða út djöfladýrkun“. „Andleg umhverfismengun“ Gerhard Maria Wagner er umdeildur í augum bæði lærðra og leikra í Linz og sagði það vera íhugunarefni hvort ekki ætti að líta á náttúrulegar hamfar- ir sem afleiðingar „andlegrar umhverf- ismengunar“, og skírskotaði til ham- faranna í New Orleans sem „guðlegrar refsingar“. „Það er sannarlega engin tilvilj- un að fimm af fóstureyðingastofum New Orleans eyðilögðust, auk næt- urklúbba,“ sagði Wagner í grein sinni. „Það er ekki bara einhver gömul borg sem hefur fallið, heldur draumaborg fólks með „bestu hóruhúsunum og fal- legustu hórunum“,“ sagði Wagner enn- fremur. Hamfarir af náttúrulegum toga eru Wagner greinilega hugleiknar. Einar verstu hamfarir síðari ára áttu sér stað undir lok desembermánaðar 2004, þegar gríðarmikil flóðbylgja skall á Taílandi og nálægum löndum. Wagner sagði það enga tilviljun að hamfarirnar riðu yfir í desember. Í því tilfelli var að hans mati um að ræða refsingu gegn „auðugum vestrænum ferðamönnum“ sem hefðu „flúið til fátæka Taílands“. Að kaþólsku háhirðinni forspurðri Eitt er það sem farið hefur fyrir brjóst- ið á þeim sem gagnrýna forfrömun Wagners, en það er að páfi gekk að mati hinnar kaþólsku háhirðar í Austurríki freklega framhjá henni. Einn þeirra er Franz Wild, sóknarprestur í Traun. „Ég er sleginn vegna þessarar ákvörðunar. Það er undarlegt að sá sem er þekktur fyrir jafnöfgafull sjónarmið í svo mörg- um málum sé skipaður í stöðu sem ætlað er að sameina fólk,“ sagði séra Wild. „Þróun þessa máls er svo sann- arlega hrikaleg,“ bætti hann við. Kaþólska kirkjan hefur átt á bratt- ann að sækja undanfarin ár eftir að yf- irmaður kirkjunnar var rekinn í kjölfar hneykslismáls sem varðaði samkyn- hneigða presta sem störfuðu við kennslu. Útskúfun aflétt Sem fyrr segir hefur gustað um Bene- dikt XVI páfa undanfarið enda sýn- ist sitt hverjum með þann gjörning að veita uppreisn æru Richard Williams- on biskupi og þremur starfsbræðrum hans í félagi sem kennt er við Pius X, hvað þá að taka í sátt um fimm hundr- uð presta sem tilheyra sama félags- skap. Samfélag Piusar X var stofnað af frönskum erkibiskupi, Marcel Lef- ebvre, árið 1970. Helsti ásteytingarsteinninn er áframhaldandi tregða lefebvrista til að samþykkja ályktun um endurbæt- ur sem var samþykkt á annarri ráð- stefnu Páfagarðs upp úr 1962, þar á meðal „Nostra Aetate“-yfirlýsingunni um tengsl kristinnar trúar við önnur trúarbrögð þar sem lögð var áhersla á böndin á milli kristinnar trúar og gyð- ingdóms, gyðingar voru hreinsaðir af sök á dauða Jesú og gyðingahatur var fordæmt í hvaða mynd sem það birt- ist. Vilja snúa Páfagarði Það verður að teljast hæpið að Páfa- garði takist með viðleitni sinni að snúa fylgismönnum Lefevbre. Fyrrnefndur Richard Williamson virðist eiga skoð- anabræður innan reglunnar og má þar nefna Floriano Abrahamowicz, yfir- mann samfélags Píusar X í Treviso á Ítalíu. Þvert á viðleitni samfélagsins til að draga úr þeim skaða sem samband kristinna og gyðinga hlaut af ummæl- um Williamsons kvaddi Abraham- owicz sé hljóðs í dagblaði í Treviso. Ummæli hans í dagblaðinu gefa tilefni til vangaveltna um sannfæringu hans hvað snertir helförina gegn gyðing- um. „Ég veit um tilvist gasklefa til sótt- hreinsunar. En ég get ekki fullyrt hvort einhver hafi verið drepinn í þeim, því ég hef ekki kannað málið,“ sagði Abra- hamowicz. Abrahamowicz telur að ummæli Williamsons, sem sagði að „aðeins“ 200.000 til 300.000 gyðingar hafi dáið í einangrunarbúðum nas- ista og „enginn þeirra í gasklefum“ séu skrumskæld og séu notuð til að koma höggi á Páfagarð. Einn þeirra lefebvrista sem fengu uppreisn æru á dögunum er Bern- ard Tissier de Mallerais biskup. Hann sagði að þeir myndu ekki skipta um skoðun hvað varðaði ályktun annarr- ar ráðstefnu Páfagarðs og vonaðist öllu heldur til þess að þeim tækist að snúa Páfagarði á sveif með skoðunum þeirra. Það ríkir lítil lognmolla í kringum Benedikt XVI páfa þessa dagana. Nýlega veitti hann uppreisn æru fjórum biskupum, þeirra á meðal Richard Williamson sem vill gera minna úr óhæfuverkum nasista en almennt er talið við hæfi. Einnig skipaði páfi afar íhaldssaman og umdeildan prest í embætti aðstoðarbiskups í Linz í Austurríki. KolBeInn þoRSteInSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Wagner benti sérstak- lega á að ekki aðeins hefðu næturklúbbar og hóruhús orðið eyði- leggingunni að bráð heldur einnig fimm þeirra fóstureyðinga- stofa sem var að finna í borginni og lýsti yfir gleði sinni vegna þess. GusTar um páfaGarð Ibrahim Gambari og Suu Kyi, 2007 Suu Kyi segir frelsi pólitískra fanga forsendu heimsóknar aðalritara SÞ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.