Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 3. febrúar 2009 17Sport SkoSkir hjálpaSt að Nýskipaður fyrirliði ryder-liðs evrópu, Colin Montgomerie, segist vel getað hugsað sér að fylgja fordæmi forvera síns, Sams Torrance, sem leiddi ryder-lið evrópu til sigurs árið 2002. Torrance fór þá á fund Sir alex ferguson, knattspyrnustjóra Manchester united, og bað hann um ráð varðandi leiðtogahlutverkið. „Ég ber mikla virðingu fyrir starfi Torrance í ryder-bikarnum 2002,“ segir Montgomerie sem lék í sigurliði evrópu það árið. „Hann lærði frá öðrum Skota þar og það gæti vel verið að ég gerði það sama. af hverju ætti maður ekki að nýta sér visku annarra? Ég vil getað gengið frá mótinu 2010 með þá fullvissu að ég hafi lagt mig allan í verkefnið,“ segir Skotinn Colin Montgomerie. Pittsburgh Steelers varð í fyrrinótt meistari í NFL-deildinni þegar lið- ið lagði Arizona Cardinals, 27-23, í hreint ótrúlegum og mögnuðum Superbowl-leik. Með sigrinum vann Steelers sinn sjötta Superbowl- leik sem er met. Þegar útlit var fyr- ir að Cardinals hefðu stolið sigrin- um tæpum þremur mínútum fyrir leikslok var komið að þætti Stóra- Bens Roethlisberger, leikstjórnanda Steelers, sem lagði upp í magnaða lokasókn. Cardinals var á hælunum í fyrri hálfleik og var liðið heppið að vera aðeins 10-7 undir þegar fyrri hálf- leik var að ljúka. Og það sem meira var þá fékk Cardinals upplagt tæki- færi til að komast yfir en lét Steelers stela af sér boltanum og hlaupa alla leið yfir völlinn. Steelers leiddi í hléi, 17-7. Steelers var svo yfir, 21-20, en Cardinals virtust vera að stela sigr- inum þegar Larry Fitzgerald skoraði 64 yarda snertimark tæpum þremur mínútum fyrir leikslok. En Ben Roethlisberger sem átti versta leik allra leikstjórnenda í Su- perbowl frá upphafi síðast þegar hann lék í honum árið 2005 lagði með sitt lið í frábæra lokasókn. Henni lauk með snertimarkssend- ingu á hinn magnaða útherja Sant- onio Holmes 35 sekúndum fyr- ir leikslok en Holmes var kjörinn mikilvægasti leikmaður leiksins. Cardinals náði ekki að skora á þeim knappa tíma sem var eftir og fagn- aði Steelers sínum sjötta titli. „Allt er mögulegt,“ sagði Ben Roethlisberger eftir leikinn að- spurður hvað þessi leikur hefði kennt honum. Stóri-Ben átti ömur- legan leik þegar Steelers sigraði síð- ast í Superbowl. Hann bætti nú um betur en þessi 26 ára gamli risi hefur nú unnið tvo Superbowl-leiki. tomas@dv.is Steelers er Superbowl-meistari í sjötta skiptið: UppreiSn ærU fyrir Stóra-Ben aUglýSendUrnir Styðja phelpS Sundgarpurinn Michael Phelps sem vann til átta gullverðlauna á síðustu Ólympíuleikum heldur stuðningsaðilum sínum þrátt fyrir að mynd af honum hafi birst í breska götublaðinu News of the World. Þar mátti sjá þennan magnaða íþróttamann sem hefur unnið til samtals fjórtán gullverðlauna á Ólympíuleikum sjúga á glerpípu sem vanalega er notuð til kanabis-reyking. Phelps baðst tafarlaust afsökunar á að hafa komið sér í þessa aðstöðu en viðurkenndi aldrei hvað var í pípunni. armbandsúra framleiðand- inn Omega sem er annar stærsti stuðningsaðili sagði myndina vera einkamál og koma sér ekki við. að sama skapi sagði Speedo, hans stærsti stuðningsaðili, Phelps vera mikilvægan Speedo-fjölskyldunni. Þá kom tennisleikarinn rafael Nadal honum einnig til varnar í gær og sagði íþróttamenn ekki vera vélmenni. Scolari verStUr Luis felipe Scolari knattspyrnustjóri Chelsea þurfti að sæta enn einu tapinu gegn einum af stóru liðunum í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar liðið lá fyrir Liverpoool, 2-0, á anfield. Scolari á ennþá einn leik eftir, gegn arsenal á útivelli, en samt mun hann vera með slakasta árangur síðustu þriggja knattspyrnustjóra Chelsea gegn stóru liðunum, Manchester united, arsenal og Liverpool. Síðasta tímabil Mourinho með Chelsea liðið var hans slakasta gegn stóru liðunum en samt er það skömminni skárra en hjá Scolari. 2008/2009 - Luis Scolari Chelsea 0 - 1 Liverpool Liverpool 0 - 2 Chelsea Chelsea 1 - 1 Man. united Man. united 3 - 0 Chelsea Chelsea 1 - 2 arsenal 1 stig af 15, getur mest náð 4 stigum. 2007/2008 - Avram Grant Liverpool 1 - 1 Chelsea Chelsea 0 - 0 Liverpool Man. united 2 - 0 Chelsea Chelsea 2 - 1 Man. united arsenal 1 - 0 Chelsea Chelsea 2 - 1 arsenal 8 stig af 18 2006/2007 - Jose Mourinho Chelsea 1 - 0 Liverpool Liverpool 2 - 0 Chelsea Man. united 1 - 1 Chelsea Chelsea 0 - 0 Man. united Chelsea 1 - 1 arsenal arsenal 1 - 1 Chelsea 7 stig af 18 uMSjÓN: TÓMaS ÞÓr ÞÓrðarSON, tomas@dv.is / SveiNN Waage, swaage@dv.is Stóri-Ben og Kurt Warner Leikstjórnendurnir auðmjúkir eftir leik. Mynd AFP KEANE KOMINN HEIM Hvort heimskreppan hafi spilað svona stórt hlutverk er ekki fyrir fullt vitað en ljóst er að lokadagur janúargluggans var með þeim tíð- indaminni á Englandi í gær. Robbie Keane fór aftur með skottið á milli lappana til Tottenham frá Liverpool á tólf milljónir punda. Þar högnuð- ust Tottenham-menn um átta millj- ónir punda en þeir seldu Írann til Liverpool á 20,3 milljónir punda síðastliðið sumar. Andrei Arshavin stal hins vegar senunni í gær með „hann er kom- inn – hann er ekki kominn” fé- lagaskiptasögu sinni til Arsenal en rússíbanareið hans minnti helst á Ronaldo-málið á milli United og Real í Sumar. Búist er við að samningar klárist í dag en Arsenal og Zenit þurfa þá að sýna fram á að liðin hafi átt í viðræð- um áður en félagaskiptaglugganum lokaði í gær. Það ætti ekki að vera mikið vandamál og eflaust haugur pappíra til um málið. Ekki rétt ákvörðun „Það var erfið ákvörðun að yfirgefa Tottenham síðastliðið sumar,” sagði Keane við heimasíðu Tottenham þeg- ar félagaskiptin voru klár. „Það sann- aðist að þetta var ekki rétt ákvörðun hjá mér. Ég veit að sumir stuðnings- menn Tottenham finnst eins og ég hafi brugðist þeim en ég get fullviss- að þá um að ég mun leggja mig allan fram,” bætti Keane við. Knattspyrnustjórinn, Harry Red- knapp, var einnig sáttur með að fá Írann til baka. „Robbie Keane er frá- bær leikmaður og á eftir að skipta sköpum fyrir okkur. Hann er ekki bara góður á vellinum heldur smitast ákveðni hans og barátta í búnings- klefanum,” sagði Redknapp í gær. Quaresma á kantinum Roman Abromovich var búinn að segja Luiz Scolari, stjóra Chelsea, að hann fengi ekki peninga til kaupa í janúar. Hann stóð við þau orð en gaf leyfi fyrir lánssamningi á væng- manninum Ricardo Quaresma frá Inter. Eitthvað sem Chelsea þurfti sárlega svo Florent Malouda gæti eytt meiri tíma þar sem hann á heima. Á bekknum. Scolari þekkir vel til Quaresma frá dögum hans sem landsliðsþjálf- ari Portúgals en þessi skemmtilegi vængmaður hefur verið orðaður við stórleik á hverju sumri síðustu árin. Samingurinn við Chelsea gildir þó aðeins út tímabilið. Rólegt á eirinni Lokadagur félagskipta í gær fer seint í sögubækurnar sem einn á magnaðist hingað til. Everton nældi sér þó í brasilíska framherjann Jo á láni út tímabilið en þetta 18 millj- óna punda flopp hefur ekki skorað fyrir Manchester City síðan í sept- ember. Fulham nældi sér í Frakk- ann Oliver Dacourt á láni frá Int- er og Julian Gray frá Coventry. Þá losnaði Charles N’Zogbia loks und- an óvini sínum, Joe Kinnear, stjóra Newcastle, en hann fór til Wig- an. „Ég var mjög óhamingjusamur undir stjórn Kinnear,” sagði Frakk- inn um stjórann sem kallaði hann Charles Insomnia í sjónvarpsviðtali fyrir rúmri viku. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Félagaskipti í úrvals- deildinni í gær: Jo til Everton frá City á láni Oliver dacourt til fulham frá inter á láni Julian Gray til fulham frá Coventry Ryan Taylor frá Wigan til Newcastle Charles n’Zogbia til Wigan frá Newcastle Angelos Basinas til Portsmouth frá aeK Henri Camara til Stoke frá Wigan á láni youssouf Mulumbu til Wba frá PSg á láni Robbie Keane til Tottenham frá Liverpool Ricardo Quaresma til Chelsea frá inter á láni Carlos Menseguez til Wba frá San Lorenzo á láni Calum davenport til Sunderland frá West Ham á láni Síðasti dagur félagaskipta var ansi rólegur hjá úrvalsdeildarliðunum á Englandi. Tvær sögur yfirgnæfðu allar aðrar eins og búist var við, Robbie Keane og Andrei Arshavin. Chelsea spilaði þó út einu trompi og tryggði sér þjónustu Ricardos Quaresma. Með skottið á milli lappana robbie Keane er kominn aftur til Tottenham.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.