Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Blaðsíða 20
Þriðjudagur 3. febrúar 200920 Fókus Í mínum huga er enginn vafi á því: Sarah Kane er í hópi merkustu skálda samtímaleikhússins. Blast- ed, fyrsta leikrit hennar, er eitt þeirra verka sem rísa upp úr. Ég get að sjálfsögðu litlu um það spáð hvort það verður, þegar tímar líða, sett við hliðina á höfuðverkum skálda á borð við Beckett, Pinter, O´Neill. Ég get hins vegar ekki bent á neitt leikrit frá síðustu árum eða jafnvel áratugum sem mér þykir líklegra eða jafnlíklegt til þess. Ekki svona í fljótu bragði að minnsta kosti. Leikritið vakti mikla hneyksl- an þegar það var frumsýnt í Lond- on árið 1995. Þá var Sarah aðeins tuttugu og fjögurra ára gömul. Of- beldið og viðurstyggðin á sviðinu gengu fram af áhorfendum, ekki síst gagnrýnendum. Ekki batnaði það með næstu leikritum Söruh. Þá var mörgum þó farið að skiljast að þarna skipti fleira máli en ógeðið sem persónurnar standa í. Reynd- ar urðu leikritin ekki nema fjögur til viðbótar, því að árið 1998 svipti Sarah sig lífi eftir erfiða baráttu við heiftarlegt þunglyndi. Einn fremsti gagnrýnandi Breta, Michael Billington, var meðal þeirra sem kunnu ekki að meta Blasted þegar það kom fram. Hann var ekki eins orðljótur og sumir kollegar hans, en honum blöskraði samt. Síðar sá hann að sér og viður- kenndi að hann hefði haft á röngu að standa. Það þurfum við stundum að gera: viðurkenna að okkur hefur skjátlast. Kemur líka fyrir gagnrýn- endur, jafnvel bestu gagnrýnendur. Hvað gerir Blasted – eða Rústað eins og leikurinn heitir í þýðingu Guðrúnar Vilmundardóttur – jafn- stórbrotið verk og raun beri vitni? Slíkt verður að sjálfsögðu ekki út- listað í einum litlum leikdómi. Leik- dómur er alltaf vitnisburður um til- tekna listræna reynslu, upplifun sem bundin er stað og stund. List- ræn greining getur þar aðeins orðið einn þráður í persónulegri greinar- gerð. Sagði ekki Oscar Wilde, landi Söruh sem líka kallaði yfir sig reiði siðvandra Breta, að krítíkin væri æðsta stig sjálfsævisögunnar? Það sem slær mig mest, eftir frábærlega vel heppnaða sýningu Leikfélags Reykjavíkur, sem var frumsýnd nú fyrir helgi, er einkum þrennt. Í fyrsta lagi klassísk form- festa verksins, hið stranga form þess í heillandi sveiflu frá hvers- dagsrealisma yfir í strindbergskan eða beckettískan draumleik. Í öðru lagi hin kristna symbólík leiks- ins – sem leiðir einnig hugann að Strindberg og Beckett. Í þriðja lagi hversu djarft er skipt á milli registra í hljómkviðu verksins, farið úr átak- anlegum, á köflum beinlínis kóm- ískum nöturleika, yfir í ljótleika og ofbeldi, og þaðan í undurblíða ljóðrænu. Samtal aðalpersónanna tveggja undir lokin, sem fer fram á mörkum lífs og dauða, eftir að ósköpin virðast gengin yfir, er í sín- um tæra einfaldleik eitt hið fegursta í leikbókmenntum okkar tíma. Og það náði fullum áhrifamætti í flutn- ingi aðalleikendanna tveggja, Ingv- ars E. Sigurðssonar og Kristínar Þóru Haraldsdóttur. Blasted er saga úr Helvíti. Sarah Kane er ekki fyrsta leikskáldið sem segir sögur þaðan. Strindberg gerði það, Sartre, Beckett. Að ekki sé minnst á hina nafnlausu höf- unda miðalda. Mörg skáld hafa ver- ið orðuð sem áhrifavaldar á verk Söruh Kane; í Blasted eru til dæm- is næsta augljósar vísanir í Lé kon- ung Shakespeares. En í því sem ég hef lesið um leikrit hennar hef ég ekki enn séð minnst á „Everyman“ miðaldaleikhússins: hina kaþólsku trúarleiki þar sem maðurinn er persónugerður sem almennt fyrir- bæri og vegferð hans um táradalinn sviðsett, barátta góðs og ills um sál hans. Austurríska skáldið Hugo von Hoffmansthal bjó til fræga nútíma- útgáfu á „Everyman“, en Strindberg hafði orðið á undan í Til Damaskus, játningaleiknum mikla sem er und- anfari Draumleiksins. Á föstudags- kvöldið var fannst mér ég ekki vera að horfa á neitt frekar en tilbrigði við þetta stóra stef, um dauða, glöt- un og frelsun – eða öllu heldur þrá eftir frelsun, von um frelsun. Eitt- hvað ævagamalt, sagt á algerlega nýjan hátt. Það er stórkostlegt að fá enn að lifa slíkar stundir í leikhús- inu. Það fer ákaflega vel um Blasted á Nýja sviði Borgarleikhússins sem er ekki síst að þakka Berki Jónssyni. Börkur hefur að undanförnu verið að sanna sig sem einn af sterkustu senógröfum okkar. Ef menn kæra sig um má í lokaðri sviðsmynd hans sjá ákveðna sögulega skírskotun, sem fellur skemmtilega að vísana- gleði verksins sjálfs. Realisminn í upphafi er gegnheill, en fuglagerið sem „skreytir“ hliðarvegginn vek- ur strax hugboð og ugg um að eitt- hvað illt kunni að vera í vændum; manni detta í hug fuglar Hitchcocks eða hrafn Poes. Umbreyting rýmis- ins um miðjan leikinn er með því flottasta sem ég hef séð á íslensku sviði. Tónlistar- og hljóðeffektar Franks Hall og Jakobs Tryggvason- ar sköpuðu rétt hughrif, voru hæfi- lega ágengir. Og sama má segja um sýninguna alla, sviðsetningu og leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur. Allt ber vitni um hárréttan skilning, hárrétta nálgun, smekkvísi, næm- leika. Þýðing Guðrúnar Vilmund- ardóttur hljómaði yfirleitt vel, þó að stöku sinnum væri of mikið ensku- bragð af henni. Ingvar E. Sigurðsson hefur tekið sér góða hvíld í haust eftir talsverða rispu í fyrra vetur. Það er skynsam- legt hjá Ingvari, hann er of góður leikari til að jaska sér út. Þegar hann fær jafnbitastæð hlutverk og þetta á hann að taka sér góðan tíma í und- irbúninginn, ekki dreifa kröftunum. Frammistaðan er enda eftir því. Hann sýnir okkur útbrunninn og brotinn mann, mann sem er dauð- vona jafnt af andlegum sem líkam- legum orsökum. Hann reynir að deyfa sig með þessum gamalkunnu meðulum, áfengi og kynlífi, sem er orðið fullkomlega gleðisnautt og vélrænt. En dauðinn nær engu að síður tökum á honum, hægt og bít- andi. Ingvar hefur ósvikna tilfinn- ingu fyrir kaldranalegum en undir niðri hlýlegum húmor persónulýs- ingarinnar; leikur hans þegar á líð- ur, gin Vítis opnast og árar þess leika lausum hala, er með því besta sem ég hef séð hann gera. Þessi túlkun verður jafnan talin eitt af bestu af- rekum hins mikilhæfa leikara – eins og Ásgeir heitinn Hjartarson hefði getað orðað það. Ein athugasemd þó: Ingvar þarf alltaf að vanda sig við setningameðferðina; það er eins og hann hafi ekki ævinlega óbrigðult eyra fyrir „replikkunni“, svo ég noti leikhússlangur. Ég er til dæmis viss um að hann getur skil- að hinum mikilvægu lokaorðum leiksins mun betur en hann gerði á frumsýningunni. Kristín Þóra Haraldsdóttir stóð sig einnig með prýði í hlutverki Cate, ungu stúlkunnar. Hugsanlega hefði hún getað dregið greindar- skort Cate betur fram, en það hefði þó ekki mátt vera á kostnað þeirr- ar barnslegu einlægni sem nú ein- kennir leik hennar. Björn Thors var líka góður í hermanninum, sem skýtur upp kollinum um miðbik verksins og veldur miklum usla; Björn skilaði vel þeim sársauka og þeirri örvæntingu sem rekur mann- inn áfram. Á stundum vill þó votta fyrir ákveðnum tóni í framsögn Björns, sem hefur heyrst hjá honum áður, tóni sem ég mun ekki reyna að lýsa, en gæti hugsanlega hermt eftir, svona prívat. Björn er of efni- legur leikari til að festast í einhvers konar „manér“. Ég myndi ráðleggja honum að leita til kunnáttumanns, kennara eða reyndari leikara, til að losa sig við þetta. Í tengslum við sýninguna á Blasted efnir Leikfélagið til leik- lestra á öðrum verkum Söruh Kane nú í febrúar. Það er einstak- lega lofsvert framtak og sönn fyrir- mynd öðrum leikhúsum. Nóg er til af erlendum samtímaleikskáldum sem hægt væri að kynna hér með slíkum hætti. Og allt er þetta enn ein staðfesting þess sem maður þóttist svo sem vita fyrir: að Leik- félag Reykjavíkur hefur nú náð list- rænni forystu í íslensku leikhúslífi. Það blómstrar allt í höndunum á Magnúsi Geir. Jón Viðar Jónsson á þ r i ð j u d e g i Fimm nýjar á topp 10 fimm nýjar myndir eru á topp tíu aðsóknarlista kvikmyndahúsanna fyrir liðna helgi. My bloody Valentine 3d trónir efst en role Models, mest sótta mynd síðustu helgar, datt niður í það þriðja. Tom Cruise-myndin Valkyrie er í fjórða sæti, Skógarstríð 2 í því sjötta og Vicky Cristina barcelona í leikstjórn Woodys allen einu sæti neðar. doubt með hinum frábæru leikurum Meryl Streep og Philip Seymour Hoffman er svo í tíunda sæti. Woody Allen í BæjArBíói The Purple Rose of Cairo í leikstjórn Woodys Allen verður sýnd í Bæjar- bíói í kvöld. Allen kannar þar mörk- in milli skáldskapar og veruleika en myndin, sem var frumsýnd 1985, gerist í kreppunni miklu og grein- ir frá misheppnaðri gengilbeinu, leikinni af Miu Farrow, sem situr dag einn í kvikmyndasal og verður ástfangin af aðalpersónu myndar- innar sem leikin er af Jeff Daniels. Þvert á lögmál raunveruleikans ber hann líka ástarhug til hennar og stíg- ur niður af tjaldinu. Sýningin hefst klukkan 20 og kostar 500 krónur inn. leit Að sársAukA Aukasýningar verða haldnar á sjónleik Áhugleikhúss atvinnu- manna, Ódauðlegt verk um sam- hengi hlutanna, sem sýnt er í Ný- listasafninu. Sýningarnar verða í kvöld klukkan 20 og á morgun á sama tíma. Verkið er hluti af fimm verka röð leikverka um hegðun og eðli mannsins sem „... leita að sársaukanum sem býr djúpt inní sálu mannsins og leitast við að skilja hann“ eins og segir í tilkynn- ingu. Þetta verk er númer tvö í röðinni. Höfundur og leikstjóri er Steinunn Knútsdóttir og á meðal leikara eru Aðalbjörg Árnadóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Hera Ei- ríksdóttir og Jórunn Sigurðardótt- ir. Aðgangur er ókeypis. Vesturport styrkt Vesturport fékk styrk upp á átta millj- ónir króna frá menntamálaráðherra síðastliðinn föstudag vegna upp- setningar á verkinu Faust. Áætlað er að frumsýna verkið í Þýskalandi í vor en leikstjóri þess er Gísli Örn Garðarsson. Faust var eitt tíu verka atvinnuleikhópa sem hlaut verkefna- styrk menntamálaráðherra að tillögu leiklistarráðs. Af öðrum verkum má nefna leikrit eftir Sjón, Ufsagrýlur, sem Lab Loki setur upp (6,5 milljónir kr.), Opið út með Charlotte Böving í fararbroddi vegna uppsetningar á Vatninu (5,5 milljónir kr.) og Lax- dæla Sögusvuntunnar (2,7 milljón- ir). Hæsta styrkinn, 20 milljónir, fékk Hafnarfjarðarleikhúsið samkvæmt samstarfssamningi. Samanlögð upp- hæð styrkjanna var rúmar 65 milljón- ir króna. leiklist leikfélag reykjaVíkur: RÚSTAÐ eftir Sarah kane Þýðing: guðrún Vilmundardóttir Leikstjórn: kristín eysteinsdóttir Leikmynd og búningar: börkur jónsson Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljóðmynd: frank Hall og jakob Tryggvason Leikgervi: Sigríður rósa bjarnadóttir og elín Sigríður gísladóttir issið ekki AF mAgnAð –

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.